Búinn að tryggja sér tilnefningu Birta Björnsdóttir skrifar 26. maí 2016 19:30 AP fréttaveitan ræddi við nokkra kjörmenn sem höfðu ekki ákveðið sig enn um hvort þeir myndu styðja Trump og lýstu nokkrir þeirra yfir stuðningi við hann. Með því hefur hann nú náð þeim 1.237 kjörmönnum sem hann þarf til að tryggja sér tilnefningu Repúblikana. Enn eru 303 kjörmenn í pottinum en forvöl eiga eftir að fara fram í fimm ríkjum þann 7. júní næstkomandi. Þar sem Trump er einn í framboði þykir nánast öruggt að hann muni bæta verulega við sig kjörmönnum og þannig komast hjá því að mæta mótstöðu samflokksmanna sinna á flokksþingi Repúblikana í júlí. Í umfjölluninni breska blaðsis The Telegraph í dag kemur fram að Donald Trump hafi skrifað upp á samning, sem hannaður hafi verið til þess eins að sleppa við að greiða tugi milljóna bandaríkjadollara í skatt. Um er að ræða 50 milljón dollara fjárfestingu FL Group í alþjóðlega fasteignafélaginu Bayrock Group árið 2007. Meint skattsvik snúast um að fjárfestingunni hafi nokkrum vikum síðar verið breytt í lán. Að sögn blaðsins var þetta gert til að komast hjá skattgreiðslum, en í New York þarf að greiða 40 prósent skatt af hagnaði fjárfestinga. Sé fjárfestingin hinsvegar í formi láns falla skattskyldur niður. Skjöl um tilfærslurnar skarta öll undirskrift Donalds Trump en lan Garten, lögmaður Trump, segir hann með undirskrift sinni hafa einfaldlega verið að staðfesta að viðskiptin hefðu farið fram. Hann hafi ekki verið að leggja blessun sína yfir eitt né neitt, enda hafi hann verið lítill hluthafi. Blaðamenn Telegraph segja þá fullyrðingu hinsvegar ekki standast skoðun því þeir hafi undir höndum gögn sem staðfesta að krafa hafi verið gerð um samþykki Trumps við tilfæringunum enda hafi hann verið lykilmaður í fjárfestingum Bayrock. Þriggja mánaða rannsóknarvinna liggur að baki uppljóstrun Telegraph. Þeir sérfræðingar sem þar gefa álit sitt segja að Trump og ráðgjöfum hans hefði átt að vera morgunljóst að gjörningurinn stæðist ekki skoðun. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem skattamál Trumps eru til umfjöllunar en athygli vakti fyrir nokkrum vikum þegar hann tilkynnti að hann hyggðist brjóta þá hefð að frambjóðendur til embættis forseta Bandaríkjanna birti upplýsingar um skattgreiðslur sínar. Hann upplýsti á dögunum að hann hafi þénað rúmlega 500 milljónir dollara á síðasta ári en hefur oft látið hafa eftir sér að hann reyni að greiða eins lítið í skatt og mögulegt sé. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Erlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
AP fréttaveitan ræddi við nokkra kjörmenn sem höfðu ekki ákveðið sig enn um hvort þeir myndu styðja Trump og lýstu nokkrir þeirra yfir stuðningi við hann. Með því hefur hann nú náð þeim 1.237 kjörmönnum sem hann þarf til að tryggja sér tilnefningu Repúblikana. Enn eru 303 kjörmenn í pottinum en forvöl eiga eftir að fara fram í fimm ríkjum þann 7. júní næstkomandi. Þar sem Trump er einn í framboði þykir nánast öruggt að hann muni bæta verulega við sig kjörmönnum og þannig komast hjá því að mæta mótstöðu samflokksmanna sinna á flokksþingi Repúblikana í júlí. Í umfjölluninni breska blaðsis The Telegraph í dag kemur fram að Donald Trump hafi skrifað upp á samning, sem hannaður hafi verið til þess eins að sleppa við að greiða tugi milljóna bandaríkjadollara í skatt. Um er að ræða 50 milljón dollara fjárfestingu FL Group í alþjóðlega fasteignafélaginu Bayrock Group árið 2007. Meint skattsvik snúast um að fjárfestingunni hafi nokkrum vikum síðar verið breytt í lán. Að sögn blaðsins var þetta gert til að komast hjá skattgreiðslum, en í New York þarf að greiða 40 prósent skatt af hagnaði fjárfestinga. Sé fjárfestingin hinsvegar í formi láns falla skattskyldur niður. Skjöl um tilfærslurnar skarta öll undirskrift Donalds Trump en lan Garten, lögmaður Trump, segir hann með undirskrift sinni hafa einfaldlega verið að staðfesta að viðskiptin hefðu farið fram. Hann hafi ekki verið að leggja blessun sína yfir eitt né neitt, enda hafi hann verið lítill hluthafi. Blaðamenn Telegraph segja þá fullyrðingu hinsvegar ekki standast skoðun því þeir hafi undir höndum gögn sem staðfesta að krafa hafi verið gerð um samþykki Trumps við tilfæringunum enda hafi hann verið lykilmaður í fjárfestingum Bayrock. Þriggja mánaða rannsóknarvinna liggur að baki uppljóstrun Telegraph. Þeir sérfræðingar sem þar gefa álit sitt segja að Trump og ráðgjöfum hans hefði átt að vera morgunljóst að gjörningurinn stæðist ekki skoðun. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem skattamál Trumps eru til umfjöllunar en athygli vakti fyrir nokkrum vikum þegar hann tilkynnti að hann hyggðist brjóta þá hefð að frambjóðendur til embættis forseta Bandaríkjanna birti upplýsingar um skattgreiðslur sínar. Hann upplýsti á dögunum að hann hafi þénað rúmlega 500 milljónir dollara á síðasta ári en hefur oft látið hafa eftir sér að hann reyni að greiða eins lítið í skatt og mögulegt sé.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Erlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira