Arnar: Ég var tiltölulega þægur í dag Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. maí 2016 22:50 Arnar Grétarsson var kominn aftur á hliðarlínuna í dag. vísir/vilhelm "Maður er alltaf ánægður með þrjú stig en þetta var ekki fallegt og við þurftum að hafa mikið fyrir þessu," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, við Vísi eftir 1-0 sigur liðsins gegn Víkingi í lokaumferð þriðju umferðar Pepsi-deildar karla í kvöld. Atli Sigurjónsson skoraði eina mark leiksins á 15. mínútu en Blikar voru svo manni fleiri allan seinni hálfleikinn og rúmlega það eftir að Viktor Bjarki Arnarsson lét reka sig af velli. "Leikurinn breytist auðvitað þegar Viktor Bjarki fékk seinna gula spjaldið. Ég sá ekki hvað gerðist þar. Hann var búinn að vera í æsing þarna skömmu áður en hvort menn hafi rekist í hvorn annan eða sparkað veit ég ekki. Ég bara hreinlega veit það ekki," sagði Arnar. "Það er alltaf slæmt þegar lið missa menn af velli. Þetta eyðileggur leikinn og þess vegna sáum við svolítið skrítinn seinni hálfleik. Auðvitað er ég drullusáttur við að vera með þrjú stig. Ég er samt ekki nógu ánægður með spilamennskuna í seinni hálfleik." Aðspurður hvort Blikar hefðu ekki mátt taka seinni hálfleikinn mun fastari tökum og ganga frá leiknum svaraði Arnar: "Algjörlega. Ég er hjartanlega sammála því. Víkingarnir bökkuðu niður og gerðu það vel en mér fannst við vera alltof hægir og létum bolta ekki rúlla. Staðan 1-0 er alltaf hættuleg og Víkingarnir fengu eitt færi til að jafna." "Ég var ósáttur við spilamennskuna í seinni hálfleik. Ég hefði viljað sækja meira á þá og ná öðru marki til að klára leikinn. Það er ýmislegt sem við getum bætt." "Við erum samt að spila á móti góðu liði með fínasta mannskap. Ég átti alltaf von á erfiðum leik. Það var jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik þannig þetta var eins og ég bjóst við," sagði Arnar. Þjálfari sneri aftur í kvöld úr tveggja leikja banni. Ætlar hann ekki að halda sér frá stúkunni í framtíðinni og vera á hliðarlínunni? "Ég ætla að reyna það. Ég ætla að reyna að halda mér á mottunni. Ég held ég hafi verið tiltölulega þægur í dag," sagði Arnar Grétarsson léttur að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Milos: Ef ég myndi segja það sem mig langar til að segja færi ég í langt bann Þjálfari Víkings var vægast sagt ósáttur við "þriðja aðilann" eftir tapleikinn í Kópavogi í kvöld. 13. maí 2016 22:27 Gary: Frammistaða dómarans var óvirðing við Víking Reykjavík Framherji Víkinga var eins og þjálfarinn sinn ósáttur við frammistöðu Valdimars Pálssonar í kvöld. 13. maí 2016 22:38 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Víkingur 1-0 | Blikar unnu tíu Víkinga Atli Sigurjónsson tryggði Blikum annan sigurinn í röð þegar hann skoraði eina markið á móti Víkingum í lokaleik 3. umferðar Pepsi-deildar karla á Kópavogsvellinum í kvöld. 13. maí 2016 22:15 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Sjá meira
"Maður er alltaf ánægður með þrjú stig en þetta var ekki fallegt og við þurftum að hafa mikið fyrir þessu," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, við Vísi eftir 1-0 sigur liðsins gegn Víkingi í lokaumferð þriðju umferðar Pepsi-deildar karla í kvöld. Atli Sigurjónsson skoraði eina mark leiksins á 15. mínútu en Blikar voru svo manni fleiri allan seinni hálfleikinn og rúmlega það eftir að Viktor Bjarki Arnarsson lét reka sig af velli. "Leikurinn breytist auðvitað þegar Viktor Bjarki fékk seinna gula spjaldið. Ég sá ekki hvað gerðist þar. Hann var búinn að vera í æsing þarna skömmu áður en hvort menn hafi rekist í hvorn annan eða sparkað veit ég ekki. Ég bara hreinlega veit það ekki," sagði Arnar. "Það er alltaf slæmt þegar lið missa menn af velli. Þetta eyðileggur leikinn og þess vegna sáum við svolítið skrítinn seinni hálfleik. Auðvitað er ég drullusáttur við að vera með þrjú stig. Ég er samt ekki nógu ánægður með spilamennskuna í seinni hálfleik." Aðspurður hvort Blikar hefðu ekki mátt taka seinni hálfleikinn mun fastari tökum og ganga frá leiknum svaraði Arnar: "Algjörlega. Ég er hjartanlega sammála því. Víkingarnir bökkuðu niður og gerðu það vel en mér fannst við vera alltof hægir og létum bolta ekki rúlla. Staðan 1-0 er alltaf hættuleg og Víkingarnir fengu eitt færi til að jafna." "Ég var ósáttur við spilamennskuna í seinni hálfleik. Ég hefði viljað sækja meira á þá og ná öðru marki til að klára leikinn. Það er ýmislegt sem við getum bætt." "Við erum samt að spila á móti góðu liði með fínasta mannskap. Ég átti alltaf von á erfiðum leik. Það var jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik þannig þetta var eins og ég bjóst við," sagði Arnar. Þjálfari sneri aftur í kvöld úr tveggja leikja banni. Ætlar hann ekki að halda sér frá stúkunni í framtíðinni og vera á hliðarlínunni? "Ég ætla að reyna það. Ég ætla að reyna að halda mér á mottunni. Ég held ég hafi verið tiltölulega þægur í dag," sagði Arnar Grétarsson léttur að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Milos: Ef ég myndi segja það sem mig langar til að segja færi ég í langt bann Þjálfari Víkings var vægast sagt ósáttur við "þriðja aðilann" eftir tapleikinn í Kópavogi í kvöld. 13. maí 2016 22:27 Gary: Frammistaða dómarans var óvirðing við Víking Reykjavík Framherji Víkinga var eins og þjálfarinn sinn ósáttur við frammistöðu Valdimars Pálssonar í kvöld. 13. maí 2016 22:38 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Víkingur 1-0 | Blikar unnu tíu Víkinga Atli Sigurjónsson tryggði Blikum annan sigurinn í röð þegar hann skoraði eina markið á móti Víkingum í lokaleik 3. umferðar Pepsi-deildar karla á Kópavogsvellinum í kvöld. 13. maí 2016 22:15 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Sjá meira
Milos: Ef ég myndi segja það sem mig langar til að segja færi ég í langt bann Þjálfari Víkings var vægast sagt ósáttur við "þriðja aðilann" eftir tapleikinn í Kópavogi í kvöld. 13. maí 2016 22:27
Gary: Frammistaða dómarans var óvirðing við Víking Reykjavík Framherji Víkinga var eins og þjálfarinn sinn ósáttur við frammistöðu Valdimars Pálssonar í kvöld. 13. maí 2016 22:38
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Víkingur 1-0 | Blikar unnu tíu Víkinga Atli Sigurjónsson tryggði Blikum annan sigurinn í röð þegar hann skoraði eina markið á móti Víkingum í lokaleik 3. umferðar Pepsi-deildar karla á Kópavogsvellinum í kvöld. 13. maí 2016 22:15