Enski boltinn

Alfreð skrifaði undir fjögurra ára samning við Augsburg

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alfreð verður áfram í Þýskalandi.
Alfreð verður áfram í Þýskalandi. vísir/getty

Alfreð Finnbogason hefur skrifað undir fjögurra ára samning við FC Augsburg í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Þessi uppaldi Bliki var lánaður til Augsburg í janúar-glugganum, en fyrir leik liðsins gegn HSV í dag skrifaði hann undir samning til fjögurra ára.

Hann kemur til liðsins frá Real Sociedad, en hann byrjaði tímabilið á láni hjá Olympiakos þar sem hann skoraði meðal annars sigurmarkið gegn Arsenal í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Alfreð hefur farið á kostum hjá Augsburg og skorað hvert markið á fætur öðru, en hann skoraði í dag sitt áttunda mark. Hann átti stóran þátt í því að liðið hélt sér í deildinni.

Hann skrifar undir samning til ársins 2020, en einnig skrifuðu þeir Jeffrey Gouweleeuw og Markus Feulner undir nýja samninga við liðið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.