Enski boltinn

Alfreð skrifaði undir fjögurra ára samning við Augsburg

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alfreð verður áfram í Þýskalandi.
Alfreð verður áfram í Þýskalandi. vísir/getty
Alfreð Finnbogason hefur skrifað undir fjögurra ára samning við FC Augsburg í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Þessi uppaldi Bliki var lánaður til Augsburg í janúar-glugganum, en fyrir leik liðsins gegn HSV í dag skrifaði hann undir samning til fjögurra ára.

Hann kemur til liðsins frá Real Sociedad, en hann byrjaði tímabilið á láni hjá Olympiakos þar sem hann skoraði meðal annars sigurmarkið gegn Arsenal í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Alfreð hefur farið á kostum hjá Augsburg og skorað hvert markið á fætur öðru, en hann skoraði í dag sitt áttunda mark. Hann átti stóran þátt í því að liðið hélt sér í deildinni.

Hann skrifar undir samning til ársins 2020, en einnig skrifuðu þeir Jeffrey Gouweleeuw og Markus Feulner undir nýja samninga við liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×