Þessi uppaldi Bliki var lánaður til Augsburg í janúar-glugganum, en fyrir leik liðsins gegn HSV í dag skrifaði hann undir samning til fjögurra ára.
Hann kemur til liðsins frá Real Sociedad, en hann byrjaði tímabilið á láni hjá Olympiakos þar sem hann skoraði meðal annars sigurmarkið gegn Arsenal í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
Alfreð hefur farið á kostum hjá Augsburg og skorað hvert markið á fætur öðru, en hann skoraði í dag sitt áttunda mark. Hann átti stóran þátt í því að liðið hélt sér í deildinni.
Hann skrifar undir samning til ársins 2020, en einnig skrifuðu þeir Jeffrey Gouweleeuw og Markus Feulner undir nýja samninga við liðið.
A nice surprise before kick-off: #FCA can announce 3 new contracts!#Finnbogason2020 #Gouweleeuw2020#Feulner2017 pic.twitter.com/Tp0h0Xd2Z9
— FC Augsburg English (@FCA_World) May 14, 2016