Íslenski boltinn

Hegðun Hermanns til skoðunar hjá KSÍ

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hermann Hreiðarsson í umræddu atviki.
Hermann Hreiðarsson í umræddu atviki. vísir/anton
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, hefur íhugað hvort mál Hermanns Hreiðarssonar, þjálfara Fylkis, eigi heima á borði aganefndar KSÍ.

Hermann tók stjórnarmann ÍBV hálstaki eftir leik liðanna í Árbænum á mánudagskvöldið en frétt um málið hefur vakið mikla athygli á Vísi.

„Ég er að bíða eftir gögnum um málið og þá sérstaklega skýrslu dómara,“ sagði Klara við Vísi í morgun.

Sjá einnig: Hemmi í Akraborginni: Svona spjalla menn stundum í Eyjum

Þegar málið kom upp á mánudagskvöld þá taldi Klara að málið þyrfti nánari skoðun en framkvæmdastjóri KSÍ hefur heimild til að vísa ákveðnum atvikum til aganefndar.

„Það er alveg ljóst að þessi hegðun er knattspyrnunni ekki til framdráttar og hann var ekki góð fyrirmynd.“

Sjá einnig: Hermann tók stjórnarmann ÍBV hálstaki eftir leik: Þetta lýsir honum vel

„Ég bý í Fylkishverfinu og var að horfa á krakkana leika sér í fótbolta þar í gær. Þetta er ekki eitthvað sem þessi börn eiga að hafa fyrir sér.“

Í skýrslu dómara kemur fram hvort að hann hafi séð atvikið og tekið afstöðu til þess.

„Hvort ég geti gert eitthvað í málinu og hvort ég muni gera eitthvað, það verður að koma í ljós.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×