Öryggisráðið krefst þess að sjúkrahús njóti verndar á stríðsvæðum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. maí 2016 21:57 Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt harðorða ályktun þar sem þess er krafist að sjúkrahús og aðrar heilbrigðisstofnanir á stríðsvæðum njóti verndar. Ályktunin var einróma samþykkt. Ekki er vika liðin frá því að loftárásir voru gerðar á sjúkrahús í Aleppo í Sýrlandi þar sem minnst 50 létust, þar á meðal heilbrigðisstarfsfólk og börn. Öryggisráðið var kallað saman til fundar í kvöld vegna árásanna. Samþykkti Öryggisráðið ályktun þess efnis að sjúkrahús skuli njóta verndar og minnti á að árásir á heilbrigðisstofnanir flokkuðust undir stríðsglæpi.Sjá einnig: Sjúkrahús í Sýrlandi skotmörk loftárásaEkki er minnst sérstaklega á ákveðin ríki í ályktun Öryggisráðsins en sendiherra Bretlands hjá Sameinuðu þjóðunum segir að hún sendi sterk skilaboð um að ekki sé boðlegt að ráðast að sjúkrahúsum, sjúkrabílum, læknum og hjúkrunarfræðingum á stríðssvæðum.Frá Aleppo eftir loftárásirnar í síðustu viku.Vísir/GettyÍtrekað ráðist á sjúkrahús í Sýrlandi Samtökin Læknar án landamæra segja að ráðist hafi verið 94 sinnum á sjúkrahús í Sýrlandi undanfarna sex mánuði. Auk þess hefur verið ráðist á heilbrigðisstofnanir í Jemen og undanfarin þrjú ár hefur ítrekað verið ráðist á sjúkrahús í átökunum í Suður-Súdan.Sjá einnig: Einn Sýrlendingur deyr á hverjum 25 mínútumÞetta er í fyrsta sinn sem Öryggisráðið ályktar um nauðsyn þess að vernda heilbrigðisstofnanir á stríðssvæðum en tillagan var sett fram í sameiningu af Egyptalandi, Japan, Spáni, Nýja Sjálandi og Úrugvæ. Öll þau ríki sem eiga fast sæti í Öryggisráðinu, að Kína undanskildu, taka nú þátt í átökunum í Sýrlandi með einum eða öðrum hætti. Samkvæmt tillögunni er Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóra SÞ, falið að leggja fram tillögur að því hvernig koma megi í veg fyrir árásir á heilbrigðisstofnanir og hvernig tryggja megi að þeir sem fremji slíkar árásir verði dregnir til ábyrgðar. Tengdar fréttir Gerðu loftárás á sjúkrahús í Kunduz Sameinuðu þjóðirnar segja árásina vera „glæpsamlega“ en hún var líklega gerð af NATO. 3. október 2015 18:14 Stefnt að vopnahléi í Aleppo Rússar segja að stjórnarherinn muni lýsa yfir hléi á næstu klukkustundum. 3. maí 2016 15:00 Einn Sýrlendingur deyr á hverjum 25 mínútum Sameinuðu þjóðirnar hvetja til þess að vopnahléi verði aftur komið á og friðarviðræður hefjist að nýju. 28. apríl 2016 08:51 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt harðorða ályktun þar sem þess er krafist að sjúkrahús og aðrar heilbrigðisstofnanir á stríðsvæðum njóti verndar. Ályktunin var einróma samþykkt. Ekki er vika liðin frá því að loftárásir voru gerðar á sjúkrahús í Aleppo í Sýrlandi þar sem minnst 50 létust, þar á meðal heilbrigðisstarfsfólk og börn. Öryggisráðið var kallað saman til fundar í kvöld vegna árásanna. Samþykkti Öryggisráðið ályktun þess efnis að sjúkrahús skuli njóta verndar og minnti á að árásir á heilbrigðisstofnanir flokkuðust undir stríðsglæpi.Sjá einnig: Sjúkrahús í Sýrlandi skotmörk loftárásaEkki er minnst sérstaklega á ákveðin ríki í ályktun Öryggisráðsins en sendiherra Bretlands hjá Sameinuðu þjóðunum segir að hún sendi sterk skilaboð um að ekki sé boðlegt að ráðast að sjúkrahúsum, sjúkrabílum, læknum og hjúkrunarfræðingum á stríðssvæðum.Frá Aleppo eftir loftárásirnar í síðustu viku.Vísir/GettyÍtrekað ráðist á sjúkrahús í Sýrlandi Samtökin Læknar án landamæra segja að ráðist hafi verið 94 sinnum á sjúkrahús í Sýrlandi undanfarna sex mánuði. Auk þess hefur verið ráðist á heilbrigðisstofnanir í Jemen og undanfarin þrjú ár hefur ítrekað verið ráðist á sjúkrahús í átökunum í Suður-Súdan.Sjá einnig: Einn Sýrlendingur deyr á hverjum 25 mínútumÞetta er í fyrsta sinn sem Öryggisráðið ályktar um nauðsyn þess að vernda heilbrigðisstofnanir á stríðssvæðum en tillagan var sett fram í sameiningu af Egyptalandi, Japan, Spáni, Nýja Sjálandi og Úrugvæ. Öll þau ríki sem eiga fast sæti í Öryggisráðinu, að Kína undanskildu, taka nú þátt í átökunum í Sýrlandi með einum eða öðrum hætti. Samkvæmt tillögunni er Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóra SÞ, falið að leggja fram tillögur að því hvernig koma megi í veg fyrir árásir á heilbrigðisstofnanir og hvernig tryggja megi að þeir sem fremji slíkar árásir verði dregnir til ábyrgðar.
Tengdar fréttir Gerðu loftárás á sjúkrahús í Kunduz Sameinuðu þjóðirnar segja árásina vera „glæpsamlega“ en hún var líklega gerð af NATO. 3. október 2015 18:14 Stefnt að vopnahléi í Aleppo Rússar segja að stjórnarherinn muni lýsa yfir hléi á næstu klukkustundum. 3. maí 2016 15:00 Einn Sýrlendingur deyr á hverjum 25 mínútum Sameinuðu þjóðirnar hvetja til þess að vopnahléi verði aftur komið á og friðarviðræður hefjist að nýju. 28. apríl 2016 08:51 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Gerðu loftárás á sjúkrahús í Kunduz Sameinuðu þjóðirnar segja árásina vera „glæpsamlega“ en hún var líklega gerð af NATO. 3. október 2015 18:14
Stefnt að vopnahléi í Aleppo Rússar segja að stjórnarherinn muni lýsa yfir hléi á næstu klukkustundum. 3. maí 2016 15:00
Einn Sýrlendingur deyr á hverjum 25 mínútum Sameinuðu þjóðirnar hvetja til þess að vopnahléi verði aftur komið á og friðarviðræður hefjist að nýju. 28. apríl 2016 08:51