Öryggisráðið krefst þess að sjúkrahús njóti verndar á stríðsvæðum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. maí 2016 21:57 Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt harðorða ályktun þar sem þess er krafist að sjúkrahús og aðrar heilbrigðisstofnanir á stríðsvæðum njóti verndar. Ályktunin var einróma samþykkt. Ekki er vika liðin frá því að loftárásir voru gerðar á sjúkrahús í Aleppo í Sýrlandi þar sem minnst 50 létust, þar á meðal heilbrigðisstarfsfólk og börn. Öryggisráðið var kallað saman til fundar í kvöld vegna árásanna. Samþykkti Öryggisráðið ályktun þess efnis að sjúkrahús skuli njóta verndar og minnti á að árásir á heilbrigðisstofnanir flokkuðust undir stríðsglæpi.Sjá einnig: Sjúkrahús í Sýrlandi skotmörk loftárásaEkki er minnst sérstaklega á ákveðin ríki í ályktun Öryggisráðsins en sendiherra Bretlands hjá Sameinuðu þjóðunum segir að hún sendi sterk skilaboð um að ekki sé boðlegt að ráðast að sjúkrahúsum, sjúkrabílum, læknum og hjúkrunarfræðingum á stríðssvæðum.Frá Aleppo eftir loftárásirnar í síðustu viku.Vísir/GettyÍtrekað ráðist á sjúkrahús í Sýrlandi Samtökin Læknar án landamæra segja að ráðist hafi verið 94 sinnum á sjúkrahús í Sýrlandi undanfarna sex mánuði. Auk þess hefur verið ráðist á heilbrigðisstofnanir í Jemen og undanfarin þrjú ár hefur ítrekað verið ráðist á sjúkrahús í átökunum í Suður-Súdan.Sjá einnig: Einn Sýrlendingur deyr á hverjum 25 mínútumÞetta er í fyrsta sinn sem Öryggisráðið ályktar um nauðsyn þess að vernda heilbrigðisstofnanir á stríðssvæðum en tillagan var sett fram í sameiningu af Egyptalandi, Japan, Spáni, Nýja Sjálandi og Úrugvæ. Öll þau ríki sem eiga fast sæti í Öryggisráðinu, að Kína undanskildu, taka nú þátt í átökunum í Sýrlandi með einum eða öðrum hætti. Samkvæmt tillögunni er Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóra SÞ, falið að leggja fram tillögur að því hvernig koma megi í veg fyrir árásir á heilbrigðisstofnanir og hvernig tryggja megi að þeir sem fremji slíkar árásir verði dregnir til ábyrgðar. Tengdar fréttir Gerðu loftárás á sjúkrahús í Kunduz Sameinuðu þjóðirnar segja árásina vera „glæpsamlega“ en hún var líklega gerð af NATO. 3. október 2015 18:14 Stefnt að vopnahléi í Aleppo Rússar segja að stjórnarherinn muni lýsa yfir hléi á næstu klukkustundum. 3. maí 2016 15:00 Einn Sýrlendingur deyr á hverjum 25 mínútum Sameinuðu þjóðirnar hvetja til þess að vopnahléi verði aftur komið á og friðarviðræður hefjist að nýju. 28. apríl 2016 08:51 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Sjá meira
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt harðorða ályktun þar sem þess er krafist að sjúkrahús og aðrar heilbrigðisstofnanir á stríðsvæðum njóti verndar. Ályktunin var einróma samþykkt. Ekki er vika liðin frá því að loftárásir voru gerðar á sjúkrahús í Aleppo í Sýrlandi þar sem minnst 50 létust, þar á meðal heilbrigðisstarfsfólk og börn. Öryggisráðið var kallað saman til fundar í kvöld vegna árásanna. Samþykkti Öryggisráðið ályktun þess efnis að sjúkrahús skuli njóta verndar og minnti á að árásir á heilbrigðisstofnanir flokkuðust undir stríðsglæpi.Sjá einnig: Sjúkrahús í Sýrlandi skotmörk loftárásaEkki er minnst sérstaklega á ákveðin ríki í ályktun Öryggisráðsins en sendiherra Bretlands hjá Sameinuðu þjóðunum segir að hún sendi sterk skilaboð um að ekki sé boðlegt að ráðast að sjúkrahúsum, sjúkrabílum, læknum og hjúkrunarfræðingum á stríðssvæðum.Frá Aleppo eftir loftárásirnar í síðustu viku.Vísir/GettyÍtrekað ráðist á sjúkrahús í Sýrlandi Samtökin Læknar án landamæra segja að ráðist hafi verið 94 sinnum á sjúkrahús í Sýrlandi undanfarna sex mánuði. Auk þess hefur verið ráðist á heilbrigðisstofnanir í Jemen og undanfarin þrjú ár hefur ítrekað verið ráðist á sjúkrahús í átökunum í Suður-Súdan.Sjá einnig: Einn Sýrlendingur deyr á hverjum 25 mínútumÞetta er í fyrsta sinn sem Öryggisráðið ályktar um nauðsyn þess að vernda heilbrigðisstofnanir á stríðssvæðum en tillagan var sett fram í sameiningu af Egyptalandi, Japan, Spáni, Nýja Sjálandi og Úrugvæ. Öll þau ríki sem eiga fast sæti í Öryggisráðinu, að Kína undanskildu, taka nú þátt í átökunum í Sýrlandi með einum eða öðrum hætti. Samkvæmt tillögunni er Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóra SÞ, falið að leggja fram tillögur að því hvernig koma megi í veg fyrir árásir á heilbrigðisstofnanir og hvernig tryggja megi að þeir sem fremji slíkar árásir verði dregnir til ábyrgðar.
Tengdar fréttir Gerðu loftárás á sjúkrahús í Kunduz Sameinuðu þjóðirnar segja árásina vera „glæpsamlega“ en hún var líklega gerð af NATO. 3. október 2015 18:14 Stefnt að vopnahléi í Aleppo Rússar segja að stjórnarherinn muni lýsa yfir hléi á næstu klukkustundum. 3. maí 2016 15:00 Einn Sýrlendingur deyr á hverjum 25 mínútum Sameinuðu þjóðirnar hvetja til þess að vopnahléi verði aftur komið á og friðarviðræður hefjist að nýju. 28. apríl 2016 08:51 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Sjá meira
Gerðu loftárás á sjúkrahús í Kunduz Sameinuðu þjóðirnar segja árásina vera „glæpsamlega“ en hún var líklega gerð af NATO. 3. október 2015 18:14
Stefnt að vopnahléi í Aleppo Rússar segja að stjórnarherinn muni lýsa yfir hléi á næstu klukkustundum. 3. maí 2016 15:00
Einn Sýrlendingur deyr á hverjum 25 mínútum Sameinuðu þjóðirnar hvetja til þess að vopnahléi verði aftur komið á og friðarviðræður hefjist að nýju. 28. apríl 2016 08:51