Erlent

Taka rafmagnið af öllu Venesúela í fjóra tíma á dag

Vísir/AFP
Stjórnvöld í Venesúela hafa ákveðið að taka rafmagnið af öllu landinu í fjóra tíma í senn frá og með næstu viku, til að takast á við vaxandi orkuvanda landsins. Ástandið mun vara í fjörutíu daga en ástæða orkuvandans eru miklir þurkar sem gera það að verkum að vatnsaflsvirkjanir landsins ná ekki að framleiða nægilega orku.

Þetta er ekki eini vandinn sem íbúar Venesúela standa frammi fyrir, því aðalútflutningsvara landsins, olían, hefur fallið mikið í verði síðustu misserin. Þá hefur stærsti bjórframleiðandi landsins lýst því yfir að hún verði að loka í ljósi þess að ekki eru til dollarar til að kaupa hráefni sem þarf til að brugga bjór, en þau þarf að kaupa erlendis frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×