Erlent

Einum þeirra sem helst var grunaður um þáttöku í hryðjuverkunum í Brussel sleppt úr haldi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Cheffou var einn þeirra sem helst var grunaður um þáttöku í hryðjuverkunum í Brussel. Honum hefur verið sleppt út haldi lögreglu.
Cheffou var einn þeirra sem helst var grunaður um þáttöku í hryðjuverkunum í Brussel. Honum hefur verið sleppt út haldi lögreglu. Vísir/AFP/YOUTUBE
Lögregluyfirvöld í Brussel hafa sleppt Faycal Cheffou úr haldi vegna skorts á sönnunargögnunum. Hann hafði verið ákærður fyrir aðild sína að hryðjuverkunum í Brussel og var talinn vera maðurinn sem sést í fylgd árásarmannana á flugvellinum í Brussel.

Fyrr í dag birtu yfirvöld í Brussel upptöku úr öryggismyndavél á flugvellinum í Brussel til þess að að fá aðstoð við að bera kennsl á mann í hvítum jakkanum sem sést í fylgd árásarmannana. Talið var líklegt að sá maður væri Faycal Cheffou en svo virðist ekki hafa verið.

Cheffou var handtekinn fyrir nokkrum dögum og ákærður fyrir aðild sína að hryðjuverkunum. Yfirvöld í Belgíu staðfestu þó aldrei að Cheffou væri maðurinn í hvíta jakkanum en aðili kunnugur rannsókn málsins segir að lögregla hafi unnið út frá því að Cheffou væri maðurinn í hvíta jakkanum.

Talið var að Cheffou væri maðurinn í hvíta jakkanum sem nú er ákaft leitað.
Rannsakendur hryðjuverkanna í Brussel nýttu sér meðal annars aðstoð DNA-rannsókna til þess að komast að hlutverki Cheffou í hryðjuverkunum í Brussel í síðustu viku en honum hefur nú verið sleppt vegna skorts á sönnunargögnum.

Heilbrigðisyfirvöld í Belgíu hafa staðfest að tala látinna í hryðjuverkaárásunum hafi hækkað í 35, fjórir af þeim sem særðust haf látist á spítala á síðustu dögum. Í dag voru þrír menn sem handteknir voru í aðgerðum lögreglu í Belgíu í gær ákærðir fyrir að tilheyra hryðjuverka hóp. Handtaka og ákæra þeirra er liður í rannsókn lögregluyfirvalda á hryðjuverkunum.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.