Ranieri vill ekki bara halda Vardy og Mahrez heldur líka manninum sem fann þá Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. mars 2016 14:00 Claudio Ranieri og Steve Walsh vinna vel saman. vísir/getty Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri Leicester, mun hafa nóg að gera í sumar að berja frá sér tilboð stórliðanna í bestu menn liðsins; Jamie Vardy, Riyad Mahrez og N'Golo Kante. Vardy skrifaði vissulega undir nýjan þriggja ára samning fyrr á leiktíðinni og er ekki með neitt riftunarverð í samningnum, en það mun tæplega stöðva stærstu liðin í að bjóða í framherjann sem er markahæstur í úrvalsdeildinni. Auk þess að halda þessum leikmönnum er lykilatriði Ranieri, að eigin sögn, að halda ofurnjósnaranum og aðstoðarknattspyrnustjóra liðsins, Steve Walsh. Það er maðurinn sem fann Vardy, Mahrez og Kante, en þremenningarnir, sem verða vafalítið allir í liði ársins, kostuðu Leicester sama og ekki neitt. Þetta kemur fram í breskum miðlum í dag. „Það er mjög mikilvægt að halda honum. Ég bað hann um að skrifa undir samning á sama tíma og ég því við eigum gott samstarf. Ég vil heldur að allir séu ánægðir með mér og með sinn samning. Því fyrr sem hann skrifar undir því betra,“ segir Ranieri. Leicester var næstum því búið að missa Walsh fyrr á leiktíðinni þegar Arsenal stal manninum á bakvið leikmannakaupin hjá Refunum. Eða svo hélt Arsene Wenger. Arsenal stal Ben Wrigglesworth, yfirmanni njósnadeildar Leicester, og gerði við hann langtíma samning. Það sem Arsenal vissi ekki var að Walsh var maðurinn á bakvið kaupin góðu og ætlar Leicester nú að negla hann niður áður en önnur stórlið reyna að klófesta hann. „Ég kynntist Steve fyrir löngu síðan þegar við vorum saman hjá Chelsea. Hann sinnti góðu starfi þar og hefur gert það sama hér. Við erum að leita að góðum leikmönnum um alla Evrópu,“ segir Claudio Ranieri. Enski boltinn Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjá meira
Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri Leicester, mun hafa nóg að gera í sumar að berja frá sér tilboð stórliðanna í bestu menn liðsins; Jamie Vardy, Riyad Mahrez og N'Golo Kante. Vardy skrifaði vissulega undir nýjan þriggja ára samning fyrr á leiktíðinni og er ekki með neitt riftunarverð í samningnum, en það mun tæplega stöðva stærstu liðin í að bjóða í framherjann sem er markahæstur í úrvalsdeildinni. Auk þess að halda þessum leikmönnum er lykilatriði Ranieri, að eigin sögn, að halda ofurnjósnaranum og aðstoðarknattspyrnustjóra liðsins, Steve Walsh. Það er maðurinn sem fann Vardy, Mahrez og Kante, en þremenningarnir, sem verða vafalítið allir í liði ársins, kostuðu Leicester sama og ekki neitt. Þetta kemur fram í breskum miðlum í dag. „Það er mjög mikilvægt að halda honum. Ég bað hann um að skrifa undir samning á sama tíma og ég því við eigum gott samstarf. Ég vil heldur að allir séu ánægðir með mér og með sinn samning. Því fyrr sem hann skrifar undir því betra,“ segir Ranieri. Leicester var næstum því búið að missa Walsh fyrr á leiktíðinni þegar Arsenal stal manninum á bakvið leikmannakaupin hjá Refunum. Eða svo hélt Arsene Wenger. Arsenal stal Ben Wrigglesworth, yfirmanni njósnadeildar Leicester, og gerði við hann langtíma samning. Það sem Arsenal vissi ekki var að Walsh var maðurinn á bakvið kaupin góðu og ætlar Leicester nú að negla hann niður áður en önnur stórlið reyna að klófesta hann. „Ég kynntist Steve fyrir löngu síðan þegar við vorum saman hjá Chelsea. Hann sinnti góðu starfi þar og hefur gert það sama hér. Við erum að leita að góðum leikmönnum um alla Evrópu,“ segir Claudio Ranieri.
Enski boltinn Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjá meira