Stal Arsenal vitlausum njósnara af Leicester City? | Svo segir Lineker Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2016 10:00 Gary Lineker með kylfingnum Justin Rose. Vísir/Getty Gary Lineker er á því að Arsenal hafi gert mistök þegar liðið samdi við Ben Wrigglesworth, yfirmann njósnadeildar Leicester City. Guardian segir frá þessu. Lineker er stuðningsmaður Leicester City sem var hans æskufélag. Hann er þó frægari fyrir framgöngu sína hjá Everton, Barcelona og Tottenham. Ben Wrigglesworth tilkynnti það á samfélagsmiðlum í þessari viku að hann væri á förum til Arsenal eftir að hafa unnið í þrjú ár hjá Leicester City. Steve Walsh, aðstoðarstjóri Leicester City, var einnig orðaður við starf hjá Arsenal. Hann er sá maður sem Gary Lineker telur að eigi mesta hrósið skilið fyrir að finna marga lítt þekkta leikmenn sem hafa síðan slegið í gegn hjá Leicester City og skilað liðinu í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. „Ég elska það að Arsenal stal vitlausum njósnara. Christian Fuchs, N’Golo Kanté, Riyad Mahrez og Jamie Vardy. Það var Steve Walsh sem fann þessa leikmenn og fékk þá til Leicester City," sagði Gary Lineker. Hann er vel inni í hlutunum hjá sínu uppeldisfélagi og er því ekki að tala um hluti sem hann þekkir ekki. „Ég veit að þegar hann fann Riyad Mahrez þá var hann kominn til að horfa á annan leikmann en kom með nafn Riyad Mahrez til baka. Hann hefur skilað frábæru starfi og það hefur verið lykilatriði í velgengni Leicester. Eins og hjá öllum félögum þá snýst þetta um þá leikmenn sem þú færð inn í félagið. Leicester hefur náð í öfluga leikmenn þrátt fyrir að hafa úr litlum peningi að spila miðað við risana," sagði Lineker. „Leicester hefur náð þessum árangri af því að liðið er með góða leikmenn. Þeir hafa yndislegan liðsanda og mikla hæfileika til að sækja hratt. Það er merkileg staðreynd að þeim hefur tekist að finna alla þessa leikmenn á sama tíma og mörgum öðrum félögum hefur gengið mun verr. Þetta er síðan engin tilviljun því þeir hafa núna spilað svona í eitt ár," sagði Lineker. Enski boltinn Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjá meira
Gary Lineker er á því að Arsenal hafi gert mistök þegar liðið samdi við Ben Wrigglesworth, yfirmann njósnadeildar Leicester City. Guardian segir frá þessu. Lineker er stuðningsmaður Leicester City sem var hans æskufélag. Hann er þó frægari fyrir framgöngu sína hjá Everton, Barcelona og Tottenham. Ben Wrigglesworth tilkynnti það á samfélagsmiðlum í þessari viku að hann væri á förum til Arsenal eftir að hafa unnið í þrjú ár hjá Leicester City. Steve Walsh, aðstoðarstjóri Leicester City, var einnig orðaður við starf hjá Arsenal. Hann er sá maður sem Gary Lineker telur að eigi mesta hrósið skilið fyrir að finna marga lítt þekkta leikmenn sem hafa síðan slegið í gegn hjá Leicester City og skilað liðinu í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. „Ég elska það að Arsenal stal vitlausum njósnara. Christian Fuchs, N’Golo Kanté, Riyad Mahrez og Jamie Vardy. Það var Steve Walsh sem fann þessa leikmenn og fékk þá til Leicester City," sagði Gary Lineker. Hann er vel inni í hlutunum hjá sínu uppeldisfélagi og er því ekki að tala um hluti sem hann þekkir ekki. „Ég veit að þegar hann fann Riyad Mahrez þá var hann kominn til að horfa á annan leikmann en kom með nafn Riyad Mahrez til baka. Hann hefur skilað frábæru starfi og það hefur verið lykilatriði í velgengni Leicester. Eins og hjá öllum félögum þá snýst þetta um þá leikmenn sem þú færð inn í félagið. Leicester hefur náð í öfluga leikmenn þrátt fyrir að hafa úr litlum peningi að spila miðað við risana," sagði Lineker. „Leicester hefur náð þessum árangri af því að liðið er með góða leikmenn. Þeir hafa yndislegan liðsanda og mikla hæfileika til að sækja hratt. Það er merkileg staðreynd að þeim hefur tekist að finna alla þessa leikmenn á sama tíma og mörgum öðrum félögum hefur gengið mun verr. Þetta er síðan engin tilviljun því þeir hafa núna spilað svona í eitt ár," sagði Lineker.
Enski boltinn Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjá meira