Hótar frekari kjarnorkutilraunum Samúel Karl Ólason skrifar 14. mars 2016 23:20 Kim Jong-Un fylgist með eldflaugaskoti. Vísir/EPA Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur boðað frekari tilraunir með kjarnorkuvopn. Einungis nokkrar vikur eru síðan Sameinuðu þjóðirnar hertu viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu verulega vegna kjarnorkutilrauna þeirra. Hann segir markmið tilraunanna vera að tryggja framþróun langdrægra kjarnorkuflauga þeirra. Þar að auki er haft eftir einræðisherranum á ríkismiðli landsins að vísindamönnum Norður-Kóreu hafi tekist að framkvæma svokallað „re-entry“ kjarnorkuvopns á rannsóknarstofu. Það er endurkoma kjarnorkuvopns af braut um jörðu og aftur í gufuhvolfið.Kóreumenn segjast hafa getað minnkað kjarnorkuvopn svo það kæmist fyrir í eldflaug.Vísir/EPAVið slíkar kringumstæður þurfa kjarnorkuvopn að þola gífurlegan hita og hristing og jafnframt hitta skotmark sitt. Sé þetta rétt er um stórt skref að ræða í þróun kjarnorkuvopna í Norður-Kóreu og gætu þeir ógnað gervöllu meginlandi Bandaríkjanna. Vitað er til þess að Norður-Kórea búi yfir kjarnorkuvopnum en burðir þeirra til að skjóta þeim á loft með eldflaugum hafa verið dregnir í efa af sérfræðingum. Fjölmargar hótanir hafa borist frá Norður-Kóreu undanfarnar vikur vegna áðurnefndra viðskiptaþvingana og heræfinga Bandaríkjanna og Suður-Kóreu. Þá hefur einnig verið dregið í efa að þeir geti minnkað kjarnorkuvopn svo mikið að það passi í eldflaug og gæti þolað „re-entry“. Norður-Kóreumenn segja hins vegar að það vopn sé til og hér til hliðar má sjá mynd af því. Enska útgáfu af ríkismiðli Norður-Kóreu má finna hér, en tilkynningin sem um ræðir er ekki komin þar inn. Tengdar fréttir Rússar vara Norður-Kóreu við eftir kjarnorkuhótanir Rússar hafa varað Norður-Kóreu við eftir kjarnorkuhótanir þeirra síðarnefndu. Æfingarnar eru sagðar vera í æfingaskyni. 8. mars 2016 16:47 B-52 sprengjuflugvélum flogið yfir Suður-Kóreu Bandaríkjamenn hnykla vöðvana í kjölfar vetnissprengjutilrauna Norður-Kóreu. 10. janúar 2016 13:37 Gætu fljótlega framleitt plútóníum Bandaríska leyniþjónustan telur að stjórnvöld í Pjongjang hafi endurræst kjarnaofn sem hefur burði til að framleiða plútóníum í kjarnorkuvopn. Norður-Kóreumenn lýstu því yfir í september að kjarnorkuverið í Jongbjon hefði verið endurræst. 10. febrúar 2016 06:00 Hóta aftur kjarnorkuárásum Sérfræðingar draga í efa að Norður-Kórea búi yfir kunnáttu til að koma kjarnorkuvopnum fyrir á eldflaugum. 7. mars 2016 07:41 Kim Jong-un setur kjarnavopnin í viðbragðsstöðu Kim Jong-un, leiðtogi Norður Kóreu, segir að kjarnorkuvopn ríkisins ættu að vera til taks hvenær sem er. Leiðtoginn ávarpaði æðstu menn hersins í gær þar sem hann skipaði þeim að breyta skipulagi sínu á þann veg að Norður Kórea geti skotið á loft kjarnorkusprengju í fyrirbyggjandi tilgangi eins og hann orðaði það. Frá þessu greinir ríkisfréttastofa landsins. 4. mars 2016 07:24 Öryggisráðið fordæmir eldflaugaskot Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna boðar hertar refsiaðgerðir gegn N-Kóreu eftir eldflaugaskot ríkisins í nótt. 7. febrúar 2016 18:27 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira
Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur boðað frekari tilraunir með kjarnorkuvopn. Einungis nokkrar vikur eru síðan Sameinuðu þjóðirnar hertu viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu verulega vegna kjarnorkutilrauna þeirra. Hann segir markmið tilraunanna vera að tryggja framþróun langdrægra kjarnorkuflauga þeirra. Þar að auki er haft eftir einræðisherranum á ríkismiðli landsins að vísindamönnum Norður-Kóreu hafi tekist að framkvæma svokallað „re-entry“ kjarnorkuvopns á rannsóknarstofu. Það er endurkoma kjarnorkuvopns af braut um jörðu og aftur í gufuhvolfið.Kóreumenn segjast hafa getað minnkað kjarnorkuvopn svo það kæmist fyrir í eldflaug.Vísir/EPAVið slíkar kringumstæður þurfa kjarnorkuvopn að þola gífurlegan hita og hristing og jafnframt hitta skotmark sitt. Sé þetta rétt er um stórt skref að ræða í þróun kjarnorkuvopna í Norður-Kóreu og gætu þeir ógnað gervöllu meginlandi Bandaríkjanna. Vitað er til þess að Norður-Kórea búi yfir kjarnorkuvopnum en burðir þeirra til að skjóta þeim á loft með eldflaugum hafa verið dregnir í efa af sérfræðingum. Fjölmargar hótanir hafa borist frá Norður-Kóreu undanfarnar vikur vegna áðurnefndra viðskiptaþvingana og heræfinga Bandaríkjanna og Suður-Kóreu. Þá hefur einnig verið dregið í efa að þeir geti minnkað kjarnorkuvopn svo mikið að það passi í eldflaug og gæti þolað „re-entry“. Norður-Kóreumenn segja hins vegar að það vopn sé til og hér til hliðar má sjá mynd af því. Enska útgáfu af ríkismiðli Norður-Kóreu má finna hér, en tilkynningin sem um ræðir er ekki komin þar inn.
Tengdar fréttir Rússar vara Norður-Kóreu við eftir kjarnorkuhótanir Rússar hafa varað Norður-Kóreu við eftir kjarnorkuhótanir þeirra síðarnefndu. Æfingarnar eru sagðar vera í æfingaskyni. 8. mars 2016 16:47 B-52 sprengjuflugvélum flogið yfir Suður-Kóreu Bandaríkjamenn hnykla vöðvana í kjölfar vetnissprengjutilrauna Norður-Kóreu. 10. janúar 2016 13:37 Gætu fljótlega framleitt plútóníum Bandaríska leyniþjónustan telur að stjórnvöld í Pjongjang hafi endurræst kjarnaofn sem hefur burði til að framleiða plútóníum í kjarnorkuvopn. Norður-Kóreumenn lýstu því yfir í september að kjarnorkuverið í Jongbjon hefði verið endurræst. 10. febrúar 2016 06:00 Hóta aftur kjarnorkuárásum Sérfræðingar draga í efa að Norður-Kórea búi yfir kunnáttu til að koma kjarnorkuvopnum fyrir á eldflaugum. 7. mars 2016 07:41 Kim Jong-un setur kjarnavopnin í viðbragðsstöðu Kim Jong-un, leiðtogi Norður Kóreu, segir að kjarnorkuvopn ríkisins ættu að vera til taks hvenær sem er. Leiðtoginn ávarpaði æðstu menn hersins í gær þar sem hann skipaði þeim að breyta skipulagi sínu á þann veg að Norður Kórea geti skotið á loft kjarnorkusprengju í fyrirbyggjandi tilgangi eins og hann orðaði það. Frá þessu greinir ríkisfréttastofa landsins. 4. mars 2016 07:24 Öryggisráðið fordæmir eldflaugaskot Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna boðar hertar refsiaðgerðir gegn N-Kóreu eftir eldflaugaskot ríkisins í nótt. 7. febrúar 2016 18:27 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira
Rússar vara Norður-Kóreu við eftir kjarnorkuhótanir Rússar hafa varað Norður-Kóreu við eftir kjarnorkuhótanir þeirra síðarnefndu. Æfingarnar eru sagðar vera í æfingaskyni. 8. mars 2016 16:47
B-52 sprengjuflugvélum flogið yfir Suður-Kóreu Bandaríkjamenn hnykla vöðvana í kjölfar vetnissprengjutilrauna Norður-Kóreu. 10. janúar 2016 13:37
Gætu fljótlega framleitt plútóníum Bandaríska leyniþjónustan telur að stjórnvöld í Pjongjang hafi endurræst kjarnaofn sem hefur burði til að framleiða plútóníum í kjarnorkuvopn. Norður-Kóreumenn lýstu því yfir í september að kjarnorkuverið í Jongbjon hefði verið endurræst. 10. febrúar 2016 06:00
Hóta aftur kjarnorkuárásum Sérfræðingar draga í efa að Norður-Kórea búi yfir kunnáttu til að koma kjarnorkuvopnum fyrir á eldflaugum. 7. mars 2016 07:41
Kim Jong-un setur kjarnavopnin í viðbragðsstöðu Kim Jong-un, leiðtogi Norður Kóreu, segir að kjarnorkuvopn ríkisins ættu að vera til taks hvenær sem er. Leiðtoginn ávarpaði æðstu menn hersins í gær þar sem hann skipaði þeim að breyta skipulagi sínu á þann veg að Norður Kórea geti skotið á loft kjarnorkusprengju í fyrirbyggjandi tilgangi eins og hann orðaði það. Frá þessu greinir ríkisfréttastofa landsins. 4. mars 2016 07:24
Öryggisráðið fordæmir eldflaugaskot Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna boðar hertar refsiaðgerðir gegn N-Kóreu eftir eldflaugaskot ríkisins í nótt. 7. febrúar 2016 18:27