B-52 sprengjuflugvélum flogið yfir Suður-Kóreu Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. janúar 2016 13:37 B-52 sprengjuflugvélin var í fylgd tveggja orrustuþota. Bandaríski herinn hefur flogið B-52 sprengjuflugvél yfir Suður-Kóreu í kjölfar fregna af kjarnorkutilraunum nágranna þeirra í norðri. Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong Un, hélt því fram á miðvikudag að vísindamenn landsins hefðu sprengt vetnissprengju. Hann sagði tilraunirnar vera varúðarráðstöfun vegna kjarnorkuógnarinnar sem landi hans stafar af Bandaríkjamönnum. Tilraunir Norður-Kóreumanna hafa lagst illa í kínverska bandamenn þeirra rétt eins og stjórnvöld í Bandaríkjunum sem þó efast um fullyrðingar norður-kóreskra stjórnvalda. Sjá einnig: Sameinuðu þjóðirnar íhuga að beita Norður-Kóreu þvingunum Vetnissprengja notar kjarnasamruna til þess að framkalla mun kraftmeiri sprengingu en verður þegar kjarnorkusprengja springur og því ljóst að Norður Kóreumenn hafi tekið stórstígum framförum í vopnaþróun sinni reynist þetta rétt. Erlendir sérfræðingar draga fullyrðingarnar þó mjög í efa og segja líklegra að um venjulega kjarnorkusprengingu hafi verið að ræða. B-52 sprengjuflugvélin sem Bandaríkjamenn flugu í nótt getur borið kjarnavopn og mátti sjá flogið lágflugi yfir Osan flugstöðina í fylgd tveggja orrustuþota. Í tilkynningu frá Bandaríkjaher var það gert til að bregðast við nýlegum örgrunum Norður-Kóreumanna. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Bandaríkin hafa hnyklað vöðvana með þessum hætti í kjölfar tilrauna í norðri en það gerðu þau síðast árið 2013. Þá hótaði Norður-Kórea kjarnorkuárás á Bandaríkin. Nánar er greint frá málinu á vef Reuters Tengdar fréttir Efast um fullyrðingar Norður-Kóreu Sérfræðingar hafa sumir hverjir sagt ólíklegt að Norður-Kóreumenn hafi sprengt vetnissprengju í fyrrinótt, eins og þeir hafa stært sig af. 7. janúar 2016 08:00 Norður-Kóreumenn segjast hafa sprengt vetnissprengju Stjórnvöld í Norður Kóreu fullyrða að þeim hafi tekist að sprengja vetnissprengju á kjarnorkutilraunasvæði sínu í nótt. Sprengingin kom fram á jarðskjálftamælum í nágrannalöndunum og virðist skjálftinn hafa verið 5,1 stig við upptökin. 6. janúar 2016 06:58 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Bandaríski herinn hefur flogið B-52 sprengjuflugvél yfir Suður-Kóreu í kjölfar fregna af kjarnorkutilraunum nágranna þeirra í norðri. Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong Un, hélt því fram á miðvikudag að vísindamenn landsins hefðu sprengt vetnissprengju. Hann sagði tilraunirnar vera varúðarráðstöfun vegna kjarnorkuógnarinnar sem landi hans stafar af Bandaríkjamönnum. Tilraunir Norður-Kóreumanna hafa lagst illa í kínverska bandamenn þeirra rétt eins og stjórnvöld í Bandaríkjunum sem þó efast um fullyrðingar norður-kóreskra stjórnvalda. Sjá einnig: Sameinuðu þjóðirnar íhuga að beita Norður-Kóreu þvingunum Vetnissprengja notar kjarnasamruna til þess að framkalla mun kraftmeiri sprengingu en verður þegar kjarnorkusprengja springur og því ljóst að Norður Kóreumenn hafi tekið stórstígum framförum í vopnaþróun sinni reynist þetta rétt. Erlendir sérfræðingar draga fullyrðingarnar þó mjög í efa og segja líklegra að um venjulega kjarnorkusprengingu hafi verið að ræða. B-52 sprengjuflugvélin sem Bandaríkjamenn flugu í nótt getur borið kjarnavopn og mátti sjá flogið lágflugi yfir Osan flugstöðina í fylgd tveggja orrustuþota. Í tilkynningu frá Bandaríkjaher var það gert til að bregðast við nýlegum örgrunum Norður-Kóreumanna. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Bandaríkin hafa hnyklað vöðvana með þessum hætti í kjölfar tilrauna í norðri en það gerðu þau síðast árið 2013. Þá hótaði Norður-Kórea kjarnorkuárás á Bandaríkin. Nánar er greint frá málinu á vef Reuters
Tengdar fréttir Efast um fullyrðingar Norður-Kóreu Sérfræðingar hafa sumir hverjir sagt ólíklegt að Norður-Kóreumenn hafi sprengt vetnissprengju í fyrrinótt, eins og þeir hafa stært sig af. 7. janúar 2016 08:00 Norður-Kóreumenn segjast hafa sprengt vetnissprengju Stjórnvöld í Norður Kóreu fullyrða að þeim hafi tekist að sprengja vetnissprengju á kjarnorkutilraunasvæði sínu í nótt. Sprengingin kom fram á jarðskjálftamælum í nágrannalöndunum og virðist skjálftinn hafa verið 5,1 stig við upptökin. 6. janúar 2016 06:58 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Efast um fullyrðingar Norður-Kóreu Sérfræðingar hafa sumir hverjir sagt ólíklegt að Norður-Kóreumenn hafi sprengt vetnissprengju í fyrrinótt, eins og þeir hafa stært sig af. 7. janúar 2016 08:00
Norður-Kóreumenn segjast hafa sprengt vetnissprengju Stjórnvöld í Norður Kóreu fullyrða að þeim hafi tekist að sprengja vetnissprengju á kjarnorkutilraunasvæði sínu í nótt. Sprengingin kom fram á jarðskjálftamælum í nágrannalöndunum og virðist skjálftinn hafa verið 5,1 stig við upptökin. 6. janúar 2016 06:58