Enski boltinn

Sex mismunandi leikmenn hafa skorað sigurmark fyrir Leicester á tímabilinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Shinji Okazaki fagnar í gær.
Shinji Okazaki fagnar í gær. Vísir/Getty
Það hafa verið nóg af hetjum í liði Leicester City í ensku úrvalsdeildinni á þessu ótrúlega tímabili og ein til viðbótar bættist í hópinn í 1-0 sigri Leicester liðsins á Newcastle í gær.

Japaninn Shinji Okazaki tryggði Leicester þá sigurinn með eina marki leiksins en það færði Leicester einnig fimm stiga forskot á toppi deildarinnar þegar aðeins átta umferðir eru eftir.

Það er stór hluti að ævintýri Leicester í vetur að alltaf virðist vera komið að nýjum leikmanni til að stíga fram og tryggja liðinu mikilvægan sigur.

Shinji Okazaki varð nefnilega í gær sjötti mismundandi leikmaður Leicester-liðsins til þess að skora sigurmark, það er mark sem breytir jafntefli í sigur.

Shinji Okazaki bættist þarna í hóp með þeim Nathan Dyer, Jamie Vardy, Robert Huth, Leonardo Ulloa og Riyad Mahrez sem hafa allir skorað sigurmark þar af fjórir þeirra tryggt liðinu 1-0 sigur eins og Okazaki gerði í gærkvöldi.

Leikmennirnir koma líka frá mismunandi þjóðum. Það eru reyndar tveir Englendingar í þessum sex manna hóp en svo einnig Þjóðverji, Alsíringur, Argentínumaður og Japani.

Sigurmörk Leicester City í ensku úrvalsdeildinni 2015-16:

Nathan Dyer á 89. mínútu í 3-2 sigri á Aston Villa (13. september)

Jamie Vardy á 60. mínútu í 1-0 sigri á Crystal Palace (24. október)

Robert Huth á 83. mínútu í 1-0 sigri á Tottenhma (13. janúar)

Leonardo Ulloa á 89. mínútu í 1-0 sigri á Norwich City (27. febrúar)

Riyad Mahrez á 56. mínútu í 1-0 sigri á Watford (5. mars)

Shinji Okazaki á 25. mínútu á 1-0 sigri á Newcastle (14. mars)

Sjöundi leikmaður til að skora sigurmark fyrir var Andy King sem tryggði liðinu 2-1 sigur á West Ham United í enska deildabikarnum í september.



Hér fyrir neðan má sjá þrjú af þessum sigurmörkum.


Tengdar fréttir

Ranieri: Arsenal og Man. City geta ennþá unnið titilinn

Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri toppliðs Leicester City, lítur ekki á það þannig að Leicester og Tottenham muni berjast um enska meistaratitilinn í átta síðustu umferðunum. Hann telur að bæði Arsenal og Manchester City séu enn með í baráttunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×