Erlent

Berjast um atkvæði Rubio

Birta Björnsdóttir skrifar
Einn frambjóðandi Repúblikanaflokksins dró framboð sitt til baka í gær og sigurganga Donald Trump heldur áfram. Það sama má segja um Hillary Clinton, sem þarf innan við helming þeirra kjörmanna sem eftir eru til að tryggja sér útnefningu Demókrataflokksins.

Donald Trump fór með sigur af hólmi í IllinoisMissouri, Norður Karólínu og einnig í Flórída. Hann beið hins vegar ósigur í Ohio fyrir John Kasich, sem er reyndar ríkisstjóri þar á bæ. Ohio er fyrsta ríkið sem Kasich vinnur.

Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður frá Flórída, tók ákvörðun um að hætta þátttöku í forvali repúblikana eftir að hafa tapað með miklum mun fyrir Trump í heimaríkinu.

Ted Cruz sækir nú stíft að ná kjósendum Rubio á sitt band, til að eiga möguleika á að skáka Trump.

Í herbúðum Hillary Clinton var eflaust fagnað fram eftir í gær en hún fór með sigur af hólmi í öllum þeim fimm ríkjum sem kosið var í í gær.

Clinton þarf að tryggja sér 42 prósent þeirra kjörmanna sem eftir eru. Það fer því að teljast fræðilega ómögulegt fyrir Bernie Sanders að verða forsetaefni Demókrataflokksins í þetta sinn.

Clinton getur því haldið áfram að beina spjótum sínum að Donald Trump, eins og sjá má í meðfylgjandi frétt.


Tengdar fréttir

Trump tapaði í Ohio - Rubio er hættur

Baráttan um útnefningu forsetaefna í Bandaríkjunum heldur áfram þrátt fyrir viðburðarríkan gærdag þar sem kosið var í fjölda ríkja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×