Erlent

Mikið um dýrðir á Mardi Gras hátíðinni

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/epa
Það var mikið um dýrðir í Sydney í Ástralíu í dag þegar hin árlega hátíð Mardi Gras, gleðiganga hinsegin fólks, var haldin. Hátíðin er ein sú stærsta í heimi og voru þátttakendur rúmlega tólf þúsund talsins.

Þetta er í 38. skipti sem hátíðin er haldin og var í ár lögð sérstök áhersla á samkynja hjónabönd, en hjónabönd fólks af sama kyni eru ekki leyfileg í Ástralíu.

Malcom Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, mætti á hátíðina en tók þá ekki þátt í göngunni sjálfri. Hann er fyrsti sitjandi forsætisráðherrann sem hefur tekið þátt í viðburðinum.

Ekki var um eiginlega hátíð að ræða á upphafsárum Mardi Gras heldur kröfugöngu þar sem aukinna réttinda samkynhneigðra var krafist. Gangan var þá jafnan stöðvuð af lögreglu og borgaryfirvöldum og þátttakendur urðu fyrir miklu aðkasti borgarbúa og jafnvel ofbeldi. Í dag ræður gleðin ríkjum og dregur hátíðin að sér fjölda ferðamanna.

vísir/epa



Fleiri fréttir

Sjá meira


×