Trump ósáttur við kynþátt dómara Samúel Karl Ólason skrifar 28. febrúar 2016 22:36 Vísir/EPA Forsetaframbjóðandinn Donald Trump stendur nú í málaferlum vegna Tump háskólans svokallaða. Dómarinn í málinu á rætur sínar að rekja til Spánar og telur Trump að honum sé verulega illa við sig vegna ætlana Trump að byggja vegg við landamæri Mexíkó. Fólkið sem höfðaði málið gegn Trump hafði verið lofað kennslu í fasteignaviðskiptum. Þau greiddu hins vegar 36 þúsund dali og fengu fyrir það þriggja daga námskeið. Ofan á það hafði þeim verið lofað að fá myndatöku með milljónamæringnum, en þurftu að sætta sig við að láta taka mynd af sér með pappaspjaldi með mynd af Trump. Stór hluti kennara á námskeiðinu voru fjárfestar sem höfðu orðið gjaldþrota. Málið kom upp í síðustu kappræðum Repúblikana þegar Marco Rubio sagði fólk hafa tekið lán til að komast í „háskóla Trump“ sem væri ekki ekta skóli. „Vitið þið hvað þau fengu? Þau fengu að taka mynd af sér með mynd af Donald Trump,“ sagði Rubio.Ted Cruz greip þá inn í og sagði kjósendum að gera sér grein fyrir því að um svikamál væri að ræða. Ef hann fái tilnefningu Repúblikana gæti hann þurft að fara fyrir rétt í miðri kosningabaráttu og svara spurningum um hvort hann hafi svindlað á fólki.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar segir Trump málinu hefði átt að vera vísað frá fyrir löngu síðan. Það hafi hins vegar ekki verið gert þar sem dómarinn sé á móti honum. Farið er fram á 40 milljónir dala en lögmaður þeirra sem höfðuðu málið gegn Trump segir að hann hafi í raun svikið mikla peninga frá um fimm þúsund manns.Trump og fréttamaðurinn ræða Trump University skömmu eftir fjórar mínútur. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Fleiri fréttir Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Sjá meira
Forsetaframbjóðandinn Donald Trump stendur nú í málaferlum vegna Tump háskólans svokallaða. Dómarinn í málinu á rætur sínar að rekja til Spánar og telur Trump að honum sé verulega illa við sig vegna ætlana Trump að byggja vegg við landamæri Mexíkó. Fólkið sem höfðaði málið gegn Trump hafði verið lofað kennslu í fasteignaviðskiptum. Þau greiddu hins vegar 36 þúsund dali og fengu fyrir það þriggja daga námskeið. Ofan á það hafði þeim verið lofað að fá myndatöku með milljónamæringnum, en þurftu að sætta sig við að láta taka mynd af sér með pappaspjaldi með mynd af Trump. Stór hluti kennara á námskeiðinu voru fjárfestar sem höfðu orðið gjaldþrota. Málið kom upp í síðustu kappræðum Repúblikana þegar Marco Rubio sagði fólk hafa tekið lán til að komast í „háskóla Trump“ sem væri ekki ekta skóli. „Vitið þið hvað þau fengu? Þau fengu að taka mynd af sér með mynd af Donald Trump,“ sagði Rubio.Ted Cruz greip þá inn í og sagði kjósendum að gera sér grein fyrir því að um svikamál væri að ræða. Ef hann fái tilnefningu Repúblikana gæti hann þurft að fara fyrir rétt í miðri kosningabaráttu og svara spurningum um hvort hann hafi svindlað á fólki.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar segir Trump málinu hefði átt að vera vísað frá fyrir löngu síðan. Það hafi hins vegar ekki verið gert þar sem dómarinn sé á móti honum. Farið er fram á 40 milljónir dala en lögmaður þeirra sem höfðuðu málið gegn Trump segir að hann hafi í raun svikið mikla peninga frá um fimm þúsund manns.Trump og fréttamaðurinn ræða Trump University skömmu eftir fjórar mínútur.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Fleiri fréttir Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Sjá meira