Verður Rashford eins og Nistelrooy eða Macheda? Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. febrúar 2016 10:30 Marcus Rashford er búinn að skora fjögur mörk í fyrstu tveimur leikjunum fyrir Manchester United. vísir/getty Marcus Rashford, 18 ára gamall framherji Manchester United, stal fyrirsögnunum annan leikinn í röð þegar hann skoraði tvö mörk í 3-2 sigri United gegn Arsenal í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Varla nokkur maður hafði heyrt um Rashford þegar hann kom óvænt inn í byrjunarliðið fyrir meiddan Anthony Martial í Evrópudeildinni gegn Midtjylland á fimmtudagskvöldið en þar skoraði hann einnig tvö mörk og bætti hann 51 árs gamalt met George Best.Sjá einnig:Hver er þessi Rashford? | Sjáðu öll mörkin Rashford er fjórtándi leikmaðurinn í sögu Manchester United sem skorar í sínum fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni frá stofnun hennar árið 1992. Ekki hafa allir sem afrekuðu það slegið í gegn eins og kemur fram í skemmtilegri samantekt á vefsíðu Sky Sports í dag. Sumir urðu súperstjörnur og goðsagnir hjá liðinu en aðrir eru gleymdir.Paul Scholes og Ruud van Nistelrooy eru báðir goðsagnir á Old Trafford.vísir/gettyTvær goðsagnir Fyrsti maðurinn sem skoraði í sínum fyrsta úrvalsdeildarleik fyrir Manchester United var Paul Scholes. Hann kom inn á fyrir Lee Sharpe í leik á móti Ipswich í september 1994 og skoraði. Scholes átti eftir að spila 499 leiki í úrvalsdeildinni og skora 107 mörk næstu tvo áratugina og vinna deildina ellefu sinnum.Sjá einnig:Rashford fer í efnafræðipróf á morgun Hollenski markahrókurinn Ruud van Nistelrooy gerði eins og Rashford og skoraði tvö mörk í sínum fyrsta úrvalsdeildarleik. Það gerði hann í fyrstu leikviku árið 2001 eftir að hann var keyptur fyrir 19 milljónir punda frá PSV Eindhoeven. Nistelrooy skoraði tvívegis á móti Fulham og átti eftir að verða einn besti framherji í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Hann skoraði í heildina 95 mörk í 150 leikjum og varð Englandsmeistari árið 2003.Federico Macheda hjálpaði United að vinna titilinn 2009 en gerði lítið eftir það.vísir/gettyRisamark en hvað svo? Scholes var vissulega miðjumaður og Nistelrooy framherji sem var búinn að sanna sig í sterkri deild sem og í Meistaradeildinni áður en hann kom til Manchester United. Það dæmi sem er líkast Marcus Rashford er væntanlega Federico Macheda. Macheda kom óvænt inn á sem varamaður í sínum fyrsta leik í apríl 2009 þegar Manchester United var í harðri titilbaráttu og sóttist eftir að vinna deildina þriðja árið í röð. United var að gera 2-2 jafntefli við þá vel mannað lið Aston Villa þegar Ítalinn 18 ára gamli kom inn á og skoraði algjörlega magnað mark eftir snúning í teignum. Markið vann leikinn fyrir United og hjálpaði liðinu að vinna titilinn. Ólíkt Scholes, Nistelrooy, Ole GunnarSolskjær, Gabriel Heinze og Louis Saha sem allir skoruðu í sínum fyrsta leik náði Macheda aldrei að fylgja markinu eftir. Hann fór á lán til Sampdoria, QPR, Doncaster og Birmingham áður en hann var á endanum látinn fara til Cardiff. Nú er bara fyrir stuðningsmenn Manchester United að vona að Marcus Ashford líki eftir ferli Ruud van Nistelrooy frekar en Kiko Macheda. Enski boltinn Tengdar fréttir Van Gaal: Þetta er ástæðan afhverju þú gefur ungum leikmönnum tækifæri Hollenski knattspyrnustjórinn var að vonum í skýjunum með nýjustu stjörnu liðsins, Marcus Rashford, eftir tvö mörk frá honum í 3-2 sigri á Arsenal í dag. 28. febrúar 2016 17:15 Wenger: Fengum of auðveld mörk á okkur Arsene Wenger lofaði baráttuanda sinna manna í Arsenal og er ekki búinn að gefa upp alla von í titilbaráttunni. 28. febrúar 2016 16:33 Hver er þessi Rashford? | Sjáðu öll mörkin Marcus Rashford er búinn að skora tvívegis gegn Arsenal í fyrri hálfleik en með því varð hann yngsti leikmaðurinn í sögu Manchester United sem skorar tvö mörk í sama deildarleik. 28. febrúar 2016 15:00 Rashford fer í efnafræðipróf á morgun Skoraði tvö fyrir Manchester United gegn Arsenal en fer í skóla í fyrramálið. 28. febrúar 2016 22:59 Rashford hetja Manchester United í ótrúlegum sigri á Arsenal | Sjáðu mörkin Marcus Rashford, ungstirni Manchester United, var hetja liðsins í 3-2 sigri á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni en hann skoraði tvö og lagði upp sigurmark Manchester United í leiknum. 28. febrúar 2016 16:00 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Sjá meira
Marcus Rashford, 18 ára gamall framherji Manchester United, stal fyrirsögnunum annan leikinn í röð þegar hann skoraði tvö mörk í 3-2 sigri United gegn Arsenal í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Varla nokkur maður hafði heyrt um Rashford þegar hann kom óvænt inn í byrjunarliðið fyrir meiddan Anthony Martial í Evrópudeildinni gegn Midtjylland á fimmtudagskvöldið en þar skoraði hann einnig tvö mörk og bætti hann 51 árs gamalt met George Best.Sjá einnig:Hver er þessi Rashford? | Sjáðu öll mörkin Rashford er fjórtándi leikmaðurinn í sögu Manchester United sem skorar í sínum fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni frá stofnun hennar árið 1992. Ekki hafa allir sem afrekuðu það slegið í gegn eins og kemur fram í skemmtilegri samantekt á vefsíðu Sky Sports í dag. Sumir urðu súperstjörnur og goðsagnir hjá liðinu en aðrir eru gleymdir.Paul Scholes og Ruud van Nistelrooy eru báðir goðsagnir á Old Trafford.vísir/gettyTvær goðsagnir Fyrsti maðurinn sem skoraði í sínum fyrsta úrvalsdeildarleik fyrir Manchester United var Paul Scholes. Hann kom inn á fyrir Lee Sharpe í leik á móti Ipswich í september 1994 og skoraði. Scholes átti eftir að spila 499 leiki í úrvalsdeildinni og skora 107 mörk næstu tvo áratugina og vinna deildina ellefu sinnum.Sjá einnig:Rashford fer í efnafræðipróf á morgun Hollenski markahrókurinn Ruud van Nistelrooy gerði eins og Rashford og skoraði tvö mörk í sínum fyrsta úrvalsdeildarleik. Það gerði hann í fyrstu leikviku árið 2001 eftir að hann var keyptur fyrir 19 milljónir punda frá PSV Eindhoeven. Nistelrooy skoraði tvívegis á móti Fulham og átti eftir að verða einn besti framherji í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Hann skoraði í heildina 95 mörk í 150 leikjum og varð Englandsmeistari árið 2003.Federico Macheda hjálpaði United að vinna titilinn 2009 en gerði lítið eftir það.vísir/gettyRisamark en hvað svo? Scholes var vissulega miðjumaður og Nistelrooy framherji sem var búinn að sanna sig í sterkri deild sem og í Meistaradeildinni áður en hann kom til Manchester United. Það dæmi sem er líkast Marcus Rashford er væntanlega Federico Macheda. Macheda kom óvænt inn á sem varamaður í sínum fyrsta leik í apríl 2009 þegar Manchester United var í harðri titilbaráttu og sóttist eftir að vinna deildina þriðja árið í röð. United var að gera 2-2 jafntefli við þá vel mannað lið Aston Villa þegar Ítalinn 18 ára gamli kom inn á og skoraði algjörlega magnað mark eftir snúning í teignum. Markið vann leikinn fyrir United og hjálpaði liðinu að vinna titilinn. Ólíkt Scholes, Nistelrooy, Ole GunnarSolskjær, Gabriel Heinze og Louis Saha sem allir skoruðu í sínum fyrsta leik náði Macheda aldrei að fylgja markinu eftir. Hann fór á lán til Sampdoria, QPR, Doncaster og Birmingham áður en hann var á endanum látinn fara til Cardiff. Nú er bara fyrir stuðningsmenn Manchester United að vona að Marcus Ashford líki eftir ferli Ruud van Nistelrooy frekar en Kiko Macheda.
Enski boltinn Tengdar fréttir Van Gaal: Þetta er ástæðan afhverju þú gefur ungum leikmönnum tækifæri Hollenski knattspyrnustjórinn var að vonum í skýjunum með nýjustu stjörnu liðsins, Marcus Rashford, eftir tvö mörk frá honum í 3-2 sigri á Arsenal í dag. 28. febrúar 2016 17:15 Wenger: Fengum of auðveld mörk á okkur Arsene Wenger lofaði baráttuanda sinna manna í Arsenal og er ekki búinn að gefa upp alla von í titilbaráttunni. 28. febrúar 2016 16:33 Hver er þessi Rashford? | Sjáðu öll mörkin Marcus Rashford er búinn að skora tvívegis gegn Arsenal í fyrri hálfleik en með því varð hann yngsti leikmaðurinn í sögu Manchester United sem skorar tvö mörk í sama deildarleik. 28. febrúar 2016 15:00 Rashford fer í efnafræðipróf á morgun Skoraði tvö fyrir Manchester United gegn Arsenal en fer í skóla í fyrramálið. 28. febrúar 2016 22:59 Rashford hetja Manchester United í ótrúlegum sigri á Arsenal | Sjáðu mörkin Marcus Rashford, ungstirni Manchester United, var hetja liðsins í 3-2 sigri á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni en hann skoraði tvö og lagði upp sigurmark Manchester United í leiknum. 28. febrúar 2016 16:00 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Sjá meira
Van Gaal: Þetta er ástæðan afhverju þú gefur ungum leikmönnum tækifæri Hollenski knattspyrnustjórinn var að vonum í skýjunum með nýjustu stjörnu liðsins, Marcus Rashford, eftir tvö mörk frá honum í 3-2 sigri á Arsenal í dag. 28. febrúar 2016 17:15
Wenger: Fengum of auðveld mörk á okkur Arsene Wenger lofaði baráttuanda sinna manna í Arsenal og er ekki búinn að gefa upp alla von í titilbaráttunni. 28. febrúar 2016 16:33
Hver er þessi Rashford? | Sjáðu öll mörkin Marcus Rashford er búinn að skora tvívegis gegn Arsenal í fyrri hálfleik en með því varð hann yngsti leikmaðurinn í sögu Manchester United sem skorar tvö mörk í sama deildarleik. 28. febrúar 2016 15:00
Rashford fer í efnafræðipróf á morgun Skoraði tvö fyrir Manchester United gegn Arsenal en fer í skóla í fyrramálið. 28. febrúar 2016 22:59
Rashford hetja Manchester United í ótrúlegum sigri á Arsenal | Sjáðu mörkin Marcus Rashford, ungstirni Manchester United, var hetja liðsins í 3-2 sigri á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni en hann skoraði tvö og lagði upp sigurmark Manchester United í leiknum. 28. febrúar 2016 16:00