Hvað er Zika? sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 4. febrúar 2016 10:00 Veiran greindist fyrst árið 1947 í Zika frumskóginum í Úganda í Afríku. vísir/epa Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna Zika-veirunnar svokölluðu. Hún dreifir sér hratt og víða og óttast er að allt að fjórar milljónir manna muni smitast af henni. Biðin eftir bóluefni kann að verða nokkur enda tekur það tíma að fá slík efni samþykkt frá þar til bærum yfirvöldum.En hvað er Zika? Veiran greindist fyrst árið 1947 í Zika frumskóginum í Úganda í Afríku og hefur síðan þá valdið nokkrum minniháttar faröldrum í Afríku og Asíu. Hún lét fyrst til sín taka af alvöru árið 2007 þegar um 75 prósent íbúa á eyjunni Yap í Mikrónesíu, sem er vestast í Kyrrahafi, sýktust. Veiran færði svo út kvíarnar og greindist á Páskaeyju í Suður-Ameríku í mars 2014. Í maí síðastliðnum staðfestu yfirvöld í Brasilíu að veiran hefði greinst í norðausturhluta landsins og hefur hún síðan þá dreift sér víðar um heiminn, en þó aðallega í Mið- og Suður-Ameríku. Zika-veiran berst með moskítóflugum af tegundinni Aedes.Hver eru einkennin? Vægur hiti, útbrot, tárubólga, vöðva- eða liðverkir og almennur slappleiki eru helstu einkenni sýkingarinnar. Þau gera oftast vart við sig tveimur til sjö dögum eftir bit og standa yfir í jafn langan tíma en einungis einn af hverjum fjórum finnur fyrir einkennum. Þá eru jafnframt vísbendingar um að veiran valdi fósturskaða þannig að börn fæðist vansköpuð, eða með svokallað dverghöfuð.Hvernig smitast veiran? Veiran smitast með biti moskítóflugunnar en jafnframt leikur grunur á að hún geti smitast við kynmök. Eitt slíkt dæmi hefur komið upp, en það var í Bandaríkjunum og hafði sá smitaði verið á ferðalagi þar sem faraldurinn geisar. Veiran fannst í sæði sjúklingsins.Er til lækning við sjúkdómnum? Engin lækning er til við sjúkdómnum en unnið er að því að þróa bóluefni. Hann er meðhöndlaður líkt og flensa, meðal annars með hita- og verkjastillandi lyfjum. Þá er mælt með að fólk drekki mikið af vatni til að koma í veg fyrir ofþornun. Ekkert bendir til þess að veiran valdi dauðsföllum. Hins vegar getur hún haft alvarleg áhrif á fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Allir þeir sem búa á svæðum þar sem moskítóflugan lifir eiga á hættu að verða fyrir smiti.Hvernig er hægt að greina veiruna? Greiningin er fyrst og fremst gerð út frá einkennum og faraldsfræðilegum aðstæðum. Þá er það jafnframt gert með blóðprufu, en hún greinist einungis í blóði fyrstu þrjá til fimm dagana.Veiran er sögð nokkuð hættulítil, en barnshafandi konum hefur þó verið ráðið frá því að ferðast til Suður-Ameríku. Zíka Tengdar fréttir Hugsanlega áratugur í mótefni við Zika Bandarískir vísindamenn telja að það geti tekið allt að tíu ár að þróa og fá samþykkt mótefni við Zika-vírusnum svokallaða 27. janúar 2016 21:09 Bóluefni við Zika-veirunni mögulega tilbúið fyrir árslok Kanadískur vísindamaður segir það vel mögulegt að framleiða bóluefni við Zika-veirunni mun fyrr en áður var talið. 29. janúar 2016 16:27 Tilfelli zika-veirunnar koma upp í Svíþjóð og Danmörku Þeir smituðu eru nýkomnir heim eftir að hafa ferðast til til Mið- og Suður-Ameríku þar sem veiran hefur breiðst hratt út. 27. janúar 2016 07:25 Spáir að allt að fjórar milljónir manna muni smitast af Zika-veirunni Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur sett saman sérstakt neyðarteymi vegna hraðrar útbreiðslu Zika-veirunnar í Mið- og Suður-Ameríku. 28. janúar 2016 14:52 Zika vírusinn fannst í Texas Zika vírusinn, sem breiðist nú hratt út um Suður Ameríku hefur nú fundist í manneskju í Texas í Bandaríkjunum. Hingað til hafa flestöll tilfelli sjúkdómsins borist í menn í gegnum bit moskítóflugunnar en í tilfellinu í Texas virðist vírusinn hafa smitast í gegnum kynmök, að því er breska ríkisútvarpið greinir frá. 3. febrúar 2016 07:03 Óttast fjölgun ólöglegra fóstureyðinga vegna Zika Yfirvöld í Suður-Ameríku hvött til að endurskoða reglur um getnaðarvarnir og fóstureyðingar. 30. janúar 2016 13:38 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna Zika-veirunnar svokölluðu. Hún dreifir sér hratt og víða og óttast er að allt að fjórar milljónir manna muni smitast af henni. Biðin eftir bóluefni kann að verða nokkur enda tekur það tíma að fá slík efni samþykkt frá þar til bærum yfirvöldum.En hvað er Zika? Veiran greindist fyrst árið 1947 í Zika frumskóginum í Úganda í Afríku og hefur síðan þá valdið nokkrum minniháttar faröldrum í Afríku og Asíu. Hún lét fyrst til sín taka af alvöru árið 2007 þegar um 75 prósent íbúa á eyjunni Yap í Mikrónesíu, sem er vestast í Kyrrahafi, sýktust. Veiran færði svo út kvíarnar og greindist á Páskaeyju í Suður-Ameríku í mars 2014. Í maí síðastliðnum staðfestu yfirvöld í Brasilíu að veiran hefði greinst í norðausturhluta landsins og hefur hún síðan þá dreift sér víðar um heiminn, en þó aðallega í Mið- og Suður-Ameríku. Zika-veiran berst með moskítóflugum af tegundinni Aedes.Hver eru einkennin? Vægur hiti, útbrot, tárubólga, vöðva- eða liðverkir og almennur slappleiki eru helstu einkenni sýkingarinnar. Þau gera oftast vart við sig tveimur til sjö dögum eftir bit og standa yfir í jafn langan tíma en einungis einn af hverjum fjórum finnur fyrir einkennum. Þá eru jafnframt vísbendingar um að veiran valdi fósturskaða þannig að börn fæðist vansköpuð, eða með svokallað dverghöfuð.Hvernig smitast veiran? Veiran smitast með biti moskítóflugunnar en jafnframt leikur grunur á að hún geti smitast við kynmök. Eitt slíkt dæmi hefur komið upp, en það var í Bandaríkjunum og hafði sá smitaði verið á ferðalagi þar sem faraldurinn geisar. Veiran fannst í sæði sjúklingsins.Er til lækning við sjúkdómnum? Engin lækning er til við sjúkdómnum en unnið er að því að þróa bóluefni. Hann er meðhöndlaður líkt og flensa, meðal annars með hita- og verkjastillandi lyfjum. Þá er mælt með að fólk drekki mikið af vatni til að koma í veg fyrir ofþornun. Ekkert bendir til þess að veiran valdi dauðsföllum. Hins vegar getur hún haft alvarleg áhrif á fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Allir þeir sem búa á svæðum þar sem moskítóflugan lifir eiga á hættu að verða fyrir smiti.Hvernig er hægt að greina veiruna? Greiningin er fyrst og fremst gerð út frá einkennum og faraldsfræðilegum aðstæðum. Þá er það jafnframt gert með blóðprufu, en hún greinist einungis í blóði fyrstu þrjá til fimm dagana.Veiran er sögð nokkuð hættulítil, en barnshafandi konum hefur þó verið ráðið frá því að ferðast til Suður-Ameríku.
Zíka Tengdar fréttir Hugsanlega áratugur í mótefni við Zika Bandarískir vísindamenn telja að það geti tekið allt að tíu ár að þróa og fá samþykkt mótefni við Zika-vírusnum svokallaða 27. janúar 2016 21:09 Bóluefni við Zika-veirunni mögulega tilbúið fyrir árslok Kanadískur vísindamaður segir það vel mögulegt að framleiða bóluefni við Zika-veirunni mun fyrr en áður var talið. 29. janúar 2016 16:27 Tilfelli zika-veirunnar koma upp í Svíþjóð og Danmörku Þeir smituðu eru nýkomnir heim eftir að hafa ferðast til til Mið- og Suður-Ameríku þar sem veiran hefur breiðst hratt út. 27. janúar 2016 07:25 Spáir að allt að fjórar milljónir manna muni smitast af Zika-veirunni Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur sett saman sérstakt neyðarteymi vegna hraðrar útbreiðslu Zika-veirunnar í Mið- og Suður-Ameríku. 28. janúar 2016 14:52 Zika vírusinn fannst í Texas Zika vírusinn, sem breiðist nú hratt út um Suður Ameríku hefur nú fundist í manneskju í Texas í Bandaríkjunum. Hingað til hafa flestöll tilfelli sjúkdómsins borist í menn í gegnum bit moskítóflugunnar en í tilfellinu í Texas virðist vírusinn hafa smitast í gegnum kynmök, að því er breska ríkisútvarpið greinir frá. 3. febrúar 2016 07:03 Óttast fjölgun ólöglegra fóstureyðinga vegna Zika Yfirvöld í Suður-Ameríku hvött til að endurskoða reglur um getnaðarvarnir og fóstureyðingar. 30. janúar 2016 13:38 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Hugsanlega áratugur í mótefni við Zika Bandarískir vísindamenn telja að það geti tekið allt að tíu ár að þróa og fá samþykkt mótefni við Zika-vírusnum svokallaða 27. janúar 2016 21:09
Bóluefni við Zika-veirunni mögulega tilbúið fyrir árslok Kanadískur vísindamaður segir það vel mögulegt að framleiða bóluefni við Zika-veirunni mun fyrr en áður var talið. 29. janúar 2016 16:27
Tilfelli zika-veirunnar koma upp í Svíþjóð og Danmörku Þeir smituðu eru nýkomnir heim eftir að hafa ferðast til til Mið- og Suður-Ameríku þar sem veiran hefur breiðst hratt út. 27. janúar 2016 07:25
Spáir að allt að fjórar milljónir manna muni smitast af Zika-veirunni Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur sett saman sérstakt neyðarteymi vegna hraðrar útbreiðslu Zika-veirunnar í Mið- og Suður-Ameríku. 28. janúar 2016 14:52
Zika vírusinn fannst í Texas Zika vírusinn, sem breiðist nú hratt út um Suður Ameríku hefur nú fundist í manneskju í Texas í Bandaríkjunum. Hingað til hafa flestöll tilfelli sjúkdómsins borist í menn í gegnum bit moskítóflugunnar en í tilfellinu í Texas virðist vírusinn hafa smitast í gegnum kynmök, að því er breska ríkisútvarpið greinir frá. 3. febrúar 2016 07:03
Óttast fjölgun ólöglegra fóstureyðinga vegna Zika Yfirvöld í Suður-Ameríku hvött til að endurskoða reglur um getnaðarvarnir og fóstureyðingar. 30. janúar 2016 13:38