Bóluefni við Zika-veirunni mögulega tilbúið fyrir árslok Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. janúar 2016 16:27 Starfsmenn á vegum yfirvalda úða skordýraeitri til að fækka moskítóflugum á karnivalsvæðinu í Ríó de Janeiro. Vísir/AFP Mögulegt er að bóluefni vegna Zika-veirunnar verði tilbúið fyrir lok ársins svo hægt verði að nota það í neyðartilvikum. Þetta segir vísindamaðurinn Gary Kobinger sem vinnur nú að gerð bóluefnis. Kobinger vann meðal annars að því að þróa bóluefni sem gaf góða raun gegn Ebóla-veirunni í Gíneu og segir að bóluefnið sé auðvelt í framleiðslu og því verði hægt að framleiða það í miklu magni loks þegar það verður klárt. Komist bóluefnið í gegnum prófanir verði hægt að nota það í neyðartilvikum í október eða nóvember.Sjá einnig: Spáir að allt að fjórar milljónir manna muni smitast af Zika-veirunniEr þetta mun fyrr en bandarísk yfirvöld hafa áætlað. Hafa þau sagt að það muni taka mörg ár að þróa bóluefni við Zika-veirunni. Veiran smitast með moskító-flugum en mögulegt þykir að hún geti einnig smitast við kynmök. Veiran er flokkuð sem alvarleg ógn við heilsufar manna en talið er að hún geti valdið heilaskaða í nýburum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir að veiran breiðist út með ógnarhraða og búið er að greina smit í bæði Svíþjóð og Danmörku.Tvö fyrirtæki vinna nú að gerð bóluefnis í samvinnu við háskóla. Miðað við ummæli Kobinger er hann og hans teymi langt á undan öðrum en forstjóri lyfjafyrirtækisins Inovio sem er í samstarfi við Kobinger segir að það verði erfitt að ná markmiðum Kobinger en alls ekki ómögulegt.Sjá einnig: Barnshafandi konur sérstakt áhyggjuefniUm 80 prósent sem bera veiruna finna fyrir engum einkennum. Fyrir vikið er erfiðara fyrir barnshafandi konur að átta sig á því hvort þær séu smitaðar en yfirvöld í Mið-Ameríkuríkjum hafa farið fram á það að íbúar fresti barneignum vegna hættunnar sem veiran felur í sér. Zika-veiran var fyrst greind í Úganda árið 1947, en hefur aldrei breiðst út með þeim hætti og nú er. Brasilísk yfirvöld tilkynntu um fyrstu tilfellin í Suður-Ameríku í maí síðastliðinn. Zíka Tengdar fréttir Útbreiðsla Zika-veirunnar: 220 þúsund hermenn gerðir út af örkinni Brasilískir hermenn munu ganga hús úr húsi og afhenda Brasilíumönnum bæklinga um hvernig megi koma í veg fyrir frekari útbreiðslu Zika. 26. janúar 2016 14:17 Hugsanlega áratugur í mótefni við Zika Bandarískir vísindamenn telja að það geti tekið allt að tíu ár að þróa og fá samþykkt mótefni við Zika-vírusnum svokallaða 27. janúar 2016 21:09 Tilfelli zika-veirunnar koma upp í Svíþjóð og Danmörku Þeir smituðu eru nýkomnir heim eftir að hafa ferðast til til Mið- og Suður-Ameríku þar sem veiran hefur breiðst hratt út. 27. janúar 2016 07:25 Spáir að allt að fjórar milljónir manna muni smitast af Zika-veirunni Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur sett saman sérstakt neyðarteymi vegna hraðrar útbreiðslu Zika-veirunnar í Mið- og Suður-Ameríku. 28. janúar 2016 14:52 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Sjá meira
Mögulegt er að bóluefni vegna Zika-veirunnar verði tilbúið fyrir lok ársins svo hægt verði að nota það í neyðartilvikum. Þetta segir vísindamaðurinn Gary Kobinger sem vinnur nú að gerð bóluefnis. Kobinger vann meðal annars að því að þróa bóluefni sem gaf góða raun gegn Ebóla-veirunni í Gíneu og segir að bóluefnið sé auðvelt í framleiðslu og því verði hægt að framleiða það í miklu magni loks þegar það verður klárt. Komist bóluefnið í gegnum prófanir verði hægt að nota það í neyðartilvikum í október eða nóvember.Sjá einnig: Spáir að allt að fjórar milljónir manna muni smitast af Zika-veirunniEr þetta mun fyrr en bandarísk yfirvöld hafa áætlað. Hafa þau sagt að það muni taka mörg ár að þróa bóluefni við Zika-veirunni. Veiran smitast með moskító-flugum en mögulegt þykir að hún geti einnig smitast við kynmök. Veiran er flokkuð sem alvarleg ógn við heilsufar manna en talið er að hún geti valdið heilaskaða í nýburum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir að veiran breiðist út með ógnarhraða og búið er að greina smit í bæði Svíþjóð og Danmörku.Tvö fyrirtæki vinna nú að gerð bóluefnis í samvinnu við háskóla. Miðað við ummæli Kobinger er hann og hans teymi langt á undan öðrum en forstjóri lyfjafyrirtækisins Inovio sem er í samstarfi við Kobinger segir að það verði erfitt að ná markmiðum Kobinger en alls ekki ómögulegt.Sjá einnig: Barnshafandi konur sérstakt áhyggjuefniUm 80 prósent sem bera veiruna finna fyrir engum einkennum. Fyrir vikið er erfiðara fyrir barnshafandi konur að átta sig á því hvort þær séu smitaðar en yfirvöld í Mið-Ameríkuríkjum hafa farið fram á það að íbúar fresti barneignum vegna hættunnar sem veiran felur í sér. Zika-veiran var fyrst greind í Úganda árið 1947, en hefur aldrei breiðst út með þeim hætti og nú er. Brasilísk yfirvöld tilkynntu um fyrstu tilfellin í Suður-Ameríku í maí síðastliðinn.
Zíka Tengdar fréttir Útbreiðsla Zika-veirunnar: 220 þúsund hermenn gerðir út af örkinni Brasilískir hermenn munu ganga hús úr húsi og afhenda Brasilíumönnum bæklinga um hvernig megi koma í veg fyrir frekari útbreiðslu Zika. 26. janúar 2016 14:17 Hugsanlega áratugur í mótefni við Zika Bandarískir vísindamenn telja að það geti tekið allt að tíu ár að þróa og fá samþykkt mótefni við Zika-vírusnum svokallaða 27. janúar 2016 21:09 Tilfelli zika-veirunnar koma upp í Svíþjóð og Danmörku Þeir smituðu eru nýkomnir heim eftir að hafa ferðast til til Mið- og Suður-Ameríku þar sem veiran hefur breiðst hratt út. 27. janúar 2016 07:25 Spáir að allt að fjórar milljónir manna muni smitast af Zika-veirunni Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur sett saman sérstakt neyðarteymi vegna hraðrar útbreiðslu Zika-veirunnar í Mið- og Suður-Ameríku. 28. janúar 2016 14:52 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Sjá meira
Útbreiðsla Zika-veirunnar: 220 þúsund hermenn gerðir út af örkinni Brasilískir hermenn munu ganga hús úr húsi og afhenda Brasilíumönnum bæklinga um hvernig megi koma í veg fyrir frekari útbreiðslu Zika. 26. janúar 2016 14:17
Hugsanlega áratugur í mótefni við Zika Bandarískir vísindamenn telja að það geti tekið allt að tíu ár að þróa og fá samþykkt mótefni við Zika-vírusnum svokallaða 27. janúar 2016 21:09
Tilfelli zika-veirunnar koma upp í Svíþjóð og Danmörku Þeir smituðu eru nýkomnir heim eftir að hafa ferðast til til Mið- og Suður-Ameríku þar sem veiran hefur breiðst hratt út. 27. janúar 2016 07:25
Spáir að allt að fjórar milljónir manna muni smitast af Zika-veirunni Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur sett saman sérstakt neyðarteymi vegna hraðrar útbreiðslu Zika-veirunnar í Mið- og Suður-Ameríku. 28. janúar 2016 14:52