Bóluefni við Zika-veirunni mögulega tilbúið fyrir árslok Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. janúar 2016 16:27 Starfsmenn á vegum yfirvalda úða skordýraeitri til að fækka moskítóflugum á karnivalsvæðinu í Ríó de Janeiro. Vísir/AFP Mögulegt er að bóluefni vegna Zika-veirunnar verði tilbúið fyrir lok ársins svo hægt verði að nota það í neyðartilvikum. Þetta segir vísindamaðurinn Gary Kobinger sem vinnur nú að gerð bóluefnis. Kobinger vann meðal annars að því að þróa bóluefni sem gaf góða raun gegn Ebóla-veirunni í Gíneu og segir að bóluefnið sé auðvelt í framleiðslu og því verði hægt að framleiða það í miklu magni loks þegar það verður klárt. Komist bóluefnið í gegnum prófanir verði hægt að nota það í neyðartilvikum í október eða nóvember.Sjá einnig: Spáir að allt að fjórar milljónir manna muni smitast af Zika-veirunniEr þetta mun fyrr en bandarísk yfirvöld hafa áætlað. Hafa þau sagt að það muni taka mörg ár að þróa bóluefni við Zika-veirunni. Veiran smitast með moskító-flugum en mögulegt þykir að hún geti einnig smitast við kynmök. Veiran er flokkuð sem alvarleg ógn við heilsufar manna en talið er að hún geti valdið heilaskaða í nýburum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir að veiran breiðist út með ógnarhraða og búið er að greina smit í bæði Svíþjóð og Danmörku.Tvö fyrirtæki vinna nú að gerð bóluefnis í samvinnu við háskóla. Miðað við ummæli Kobinger er hann og hans teymi langt á undan öðrum en forstjóri lyfjafyrirtækisins Inovio sem er í samstarfi við Kobinger segir að það verði erfitt að ná markmiðum Kobinger en alls ekki ómögulegt.Sjá einnig: Barnshafandi konur sérstakt áhyggjuefniUm 80 prósent sem bera veiruna finna fyrir engum einkennum. Fyrir vikið er erfiðara fyrir barnshafandi konur að átta sig á því hvort þær séu smitaðar en yfirvöld í Mið-Ameríkuríkjum hafa farið fram á það að íbúar fresti barneignum vegna hættunnar sem veiran felur í sér. Zika-veiran var fyrst greind í Úganda árið 1947, en hefur aldrei breiðst út með þeim hætti og nú er. Brasilísk yfirvöld tilkynntu um fyrstu tilfellin í Suður-Ameríku í maí síðastliðinn. Zíka Tengdar fréttir Útbreiðsla Zika-veirunnar: 220 þúsund hermenn gerðir út af örkinni Brasilískir hermenn munu ganga hús úr húsi og afhenda Brasilíumönnum bæklinga um hvernig megi koma í veg fyrir frekari útbreiðslu Zika. 26. janúar 2016 14:17 Hugsanlega áratugur í mótefni við Zika Bandarískir vísindamenn telja að það geti tekið allt að tíu ár að þróa og fá samþykkt mótefni við Zika-vírusnum svokallaða 27. janúar 2016 21:09 Tilfelli zika-veirunnar koma upp í Svíþjóð og Danmörku Þeir smituðu eru nýkomnir heim eftir að hafa ferðast til til Mið- og Suður-Ameríku þar sem veiran hefur breiðst hratt út. 27. janúar 2016 07:25 Spáir að allt að fjórar milljónir manna muni smitast af Zika-veirunni Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur sett saman sérstakt neyðarteymi vegna hraðrar útbreiðslu Zika-veirunnar í Mið- og Suður-Ameríku. 28. janúar 2016 14:52 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Sjá meira
Mögulegt er að bóluefni vegna Zika-veirunnar verði tilbúið fyrir lok ársins svo hægt verði að nota það í neyðartilvikum. Þetta segir vísindamaðurinn Gary Kobinger sem vinnur nú að gerð bóluefnis. Kobinger vann meðal annars að því að þróa bóluefni sem gaf góða raun gegn Ebóla-veirunni í Gíneu og segir að bóluefnið sé auðvelt í framleiðslu og því verði hægt að framleiða það í miklu magni loks þegar það verður klárt. Komist bóluefnið í gegnum prófanir verði hægt að nota það í neyðartilvikum í október eða nóvember.Sjá einnig: Spáir að allt að fjórar milljónir manna muni smitast af Zika-veirunniEr þetta mun fyrr en bandarísk yfirvöld hafa áætlað. Hafa þau sagt að það muni taka mörg ár að þróa bóluefni við Zika-veirunni. Veiran smitast með moskító-flugum en mögulegt þykir að hún geti einnig smitast við kynmök. Veiran er flokkuð sem alvarleg ógn við heilsufar manna en talið er að hún geti valdið heilaskaða í nýburum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir að veiran breiðist út með ógnarhraða og búið er að greina smit í bæði Svíþjóð og Danmörku.Tvö fyrirtæki vinna nú að gerð bóluefnis í samvinnu við háskóla. Miðað við ummæli Kobinger er hann og hans teymi langt á undan öðrum en forstjóri lyfjafyrirtækisins Inovio sem er í samstarfi við Kobinger segir að það verði erfitt að ná markmiðum Kobinger en alls ekki ómögulegt.Sjá einnig: Barnshafandi konur sérstakt áhyggjuefniUm 80 prósent sem bera veiruna finna fyrir engum einkennum. Fyrir vikið er erfiðara fyrir barnshafandi konur að átta sig á því hvort þær séu smitaðar en yfirvöld í Mið-Ameríkuríkjum hafa farið fram á það að íbúar fresti barneignum vegna hættunnar sem veiran felur í sér. Zika-veiran var fyrst greind í Úganda árið 1947, en hefur aldrei breiðst út með þeim hætti og nú er. Brasilísk yfirvöld tilkynntu um fyrstu tilfellin í Suður-Ameríku í maí síðastliðinn.
Zíka Tengdar fréttir Útbreiðsla Zika-veirunnar: 220 þúsund hermenn gerðir út af örkinni Brasilískir hermenn munu ganga hús úr húsi og afhenda Brasilíumönnum bæklinga um hvernig megi koma í veg fyrir frekari útbreiðslu Zika. 26. janúar 2016 14:17 Hugsanlega áratugur í mótefni við Zika Bandarískir vísindamenn telja að það geti tekið allt að tíu ár að þróa og fá samþykkt mótefni við Zika-vírusnum svokallaða 27. janúar 2016 21:09 Tilfelli zika-veirunnar koma upp í Svíþjóð og Danmörku Þeir smituðu eru nýkomnir heim eftir að hafa ferðast til til Mið- og Suður-Ameríku þar sem veiran hefur breiðst hratt út. 27. janúar 2016 07:25 Spáir að allt að fjórar milljónir manna muni smitast af Zika-veirunni Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur sett saman sérstakt neyðarteymi vegna hraðrar útbreiðslu Zika-veirunnar í Mið- og Suður-Ameríku. 28. janúar 2016 14:52 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Sjá meira
Útbreiðsla Zika-veirunnar: 220 þúsund hermenn gerðir út af örkinni Brasilískir hermenn munu ganga hús úr húsi og afhenda Brasilíumönnum bæklinga um hvernig megi koma í veg fyrir frekari útbreiðslu Zika. 26. janúar 2016 14:17
Hugsanlega áratugur í mótefni við Zika Bandarískir vísindamenn telja að það geti tekið allt að tíu ár að þróa og fá samþykkt mótefni við Zika-vírusnum svokallaða 27. janúar 2016 21:09
Tilfelli zika-veirunnar koma upp í Svíþjóð og Danmörku Þeir smituðu eru nýkomnir heim eftir að hafa ferðast til til Mið- og Suður-Ameríku þar sem veiran hefur breiðst hratt út. 27. janúar 2016 07:25
Spáir að allt að fjórar milljónir manna muni smitast af Zika-veirunni Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur sett saman sérstakt neyðarteymi vegna hraðrar útbreiðslu Zika-veirunnar í Mið- og Suður-Ameríku. 28. janúar 2016 14:52