Merkel segir að flóttamenn þurfi að snúa til síns heima að stríði loknu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. janúar 2016 17:29 Angela Merkel hefur að undanförfnu þurft í auknum mæli að bregðast við andspyrnu við komu flóttamanna til Þýskalands. Vísir/Getty Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að flestir þeirra flóttamanna sem komið hafi frá Sýrlandi og Írak til Þýskalands þurfi að snúa til síns heima að stríði loknu. Hefur Merkel þurft að standa andspænis gagnrýni á stefnu ríkisstjórnar sinnnar varðandi straum flóttamanna til Þýskalands en hún hefur neitað að loka landamærum Þýskalands eða setja þak á fjölda flóttamanna sem fá að koma inn í landið. Hefur hún þó þurft að herða á reglum sem gilda um innflytjendur og hælisleitendur.Sjá einnig: Fleiri Þjóðverjar efins um flóttafólk eftir nýársárásirnarMerkel var stödd á flokksfundi og lét hafa eftir sér að mikilvægt væri að hafa í huga að flestir þeirra flóttamanna sem komið hafi til Þýskalands að undanförnu þyrftu að snúa aftur til síns heima. „Við þurfum að segja að flóttamennirnir verða hér aðeins tímabundið,“ sagði Merkel. „Þegar kominn er á friður í Sýrlandi, þegar ISIS hefur verið sigrað, búumst við því að þetta fólk muni núa aftur til síns heima“. Benti Merkel á þá staðreynd að meirihluti þeirra flóttamanna sem komu til Þýskalands á tíunda áratug síðustu aldar frá ríkjum Balkan-skaga hafi snúið aftur til heimalanda sinna.Sjá einnig: Íslendingur í Köln: „Fór heim þegar ég sá ástandið magnast upp“Stuðningur við ríkistjórn hennar hefur dvínað að undanförnu vegna áhyggja fólks um hvernig takist til að taka á móti þeim gífurlega fjölda flóttamanna sem komið hafa til Þýskalands. Talið er allt að 1,1 milljón flóttamanna hafi komið til landsins undanfarin misseri. Þrýstingur á Merkel að grípa til aðgerða hefur aukist eftir að innflytjendur létu til skarar skríða gegn konum í Köln á nýársnótt. Hefur stuðning við hægri flokka sem vilja taka harðar á innflytjendamálum aukist að undanförnu. Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að flestir þeirra flóttamanna sem komið hafi frá Sýrlandi og Írak til Þýskalands þurfi að snúa til síns heima að stríði loknu. Hefur Merkel þurft að standa andspænis gagnrýni á stefnu ríkisstjórnar sinnnar varðandi straum flóttamanna til Þýskalands en hún hefur neitað að loka landamærum Þýskalands eða setja þak á fjölda flóttamanna sem fá að koma inn í landið. Hefur hún þó þurft að herða á reglum sem gilda um innflytjendur og hælisleitendur.Sjá einnig: Fleiri Þjóðverjar efins um flóttafólk eftir nýársárásirnarMerkel var stödd á flokksfundi og lét hafa eftir sér að mikilvægt væri að hafa í huga að flestir þeirra flóttamanna sem komið hafi til Þýskalands að undanförnu þyrftu að snúa aftur til síns heima. „Við þurfum að segja að flóttamennirnir verða hér aðeins tímabundið,“ sagði Merkel. „Þegar kominn er á friður í Sýrlandi, þegar ISIS hefur verið sigrað, búumst við því að þetta fólk muni núa aftur til síns heima“. Benti Merkel á þá staðreynd að meirihluti þeirra flóttamanna sem komu til Þýskalands á tíunda áratug síðustu aldar frá ríkjum Balkan-skaga hafi snúið aftur til heimalanda sinna.Sjá einnig: Íslendingur í Köln: „Fór heim þegar ég sá ástandið magnast upp“Stuðningur við ríkistjórn hennar hefur dvínað að undanförnu vegna áhyggja fólks um hvernig takist til að taka á móti þeim gífurlega fjölda flóttamanna sem komið hafa til Þýskalands. Talið er allt að 1,1 milljón flóttamanna hafi komið til landsins undanfarin misseri. Þrýstingur á Merkel að grípa til aðgerða hefur aukist eftir að innflytjendur létu til skarar skríða gegn konum í Köln á nýársnótt. Hefur stuðning við hægri flokka sem vilja taka harðar á innflytjendamálum aukist að undanförnu.
Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira