Faðir Andra Freys telur um manndráp af gáleysi að ræða en ekki slys Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. janúar 2016 10:45 Tækið Inferno í skemmtigarðinum Terra Mitica á Spáni. Tuttugu mínútum áður en Andri Freyr Sveinsson féll úr tækinu Inferno í skemmtigarðinum Terra Mitica á Benidorm sumarið 2014 var framkvæmd neyðarstöðvun á tækinu. Sveinn Sigfússon, faðir Andra, segist hafa fengið þessar upplýsingar í desember síðastliðnum. Um leið hafi hans skoðun breyst á því að um slys væri að ræða. Um sé að ræða manndráp af gáleysi. Þá gagnrýnir hann að upplýsingar um hámarksþyngd og -hæð þeirra sem fóru í tækið hafi ekki verið sýnilegar og séu ekki enn. Hámarksþyngd hafi verið 120 kíló en Andri verið þyngri en það. Hann hafi séð fjölmarga stærri fara í tækið og starfsmenn hafi ekki einu sinni verið meðvitaðir um að hámark væri á þyngd þeirra sem færu í tækið.Inferno Rússíbaninn fer á allt að 96 kílómetra hraða á klukkustund.Mynd/HrönnFólkið í röðinni öskraðiÍ Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun var spilað brot úr Kastljósviðtali við Svein og Huldu Guðjónsdóttur, stjúpu Andra. Þau voru með Andra í umræddum skemmtigarði 7. júlí 2014 og í sama tæki. Andri fór í tækið ásamt vini sínum og yngri systur. „Við fylgjumst með þar sem þau setjast í tækið. Maðurinn kemur og spennir þau. Svo fer tækið af stað. Þegar kemur að síðustu veltunni þá er okkur Daníel vísað í sæti. Það næsta sem við vitum er að röðin grípur fyrir augu sér, öskrar og hleypur í burtu. Við sjáum skugga og heyrum hljóð,“ segir Hulda. Hulda lýsir því hvernig þau Daníel hafi litið hvort á annað til að fá fullvissu um að þau hafi séð þetta gerast. Rússíbaninn hafi ekki farið af stað aftur og grindin opnast. Þau stukku út og Hulda sér Andra Frey þar sem hann liggur á grúfu. „Ég kalla til hans, sé að hann hreyfir sig örlítið og umlar. Ég bið Daníel að hlaupa eftir Denna (Sveini).“Andri Freyr Sveinsson heitinn.Enginn sjúkrabíll á vettvangi Sveinn var fljótur að gryfjunni þar sem Andri Freyr lá en um var að ræða steypt plan og möl. „Þar liggur hann á maganum, umlar eitthvað og hreyfir sig mikið. Það er norskur læknir sem ég tala við. Við hjálpumst að við að halda Andra niðri.“ Þrátt fyrir að um afar fjölsóttan skemmtigarð sé að ræða var enginn sjúkrabíll til taks þegar slysið varð. Það tók hann 25 mínútur að koma á vettvang. Andri lét lífið í sjúkrabílnum. Sveinn segist hafa fengið þær upplýsingar rétt fyrir jólin að tækið hefði farið niður og stoppað tuttugu mínútum fyrir ferð Andra. Um neyðarstopp hafi verið að ræða. „Að mínu viti þá breyttist málið úr slysi í manndráp af gáleysi.“Inferno er rússíbani þar sem fólk snýst í hring um leið.Telur starfsmenn hafa logið Sveinn telur ljóst að bilun í læsingu á járngrindinni hafi valdið því að Andri féll úr tækinu. Hún hafi opnast á ferð. „Það kemur fram í gögnum málsins að hann hefði mátt vera 120 kíló. Hann var þyngri en það. En enginn starfsmaður vissi að það væri hámarksþyngd í tækið, eða hámarkshæð. Ég hef séð myndir af mun stærri manneskjum en honum fara í tækið. Ég held að skýringin ein og sér, að hann hafi verið stór, sé ekki ásættanleg. Enda opnaðist grindin og ég á myndir af slysstað þar sem sést að grindin er opin þrátt fyrir að starfsmenn hafi sagt að hún var lokuð allan tímann.“ Af því sé ljóst að starfsmenn sögðu ekki satt við yfirheyrslu hjá lögreglu. „Þeir voru yfirheyrðir sólarhring eftir slysið. Það stemmir ekkert af því sem þeir segja.“ Fjölskylda Andra stendur enn í málarekstri við skemmtigarðinn einu og hálfu ári síðar. Tengdar fréttir Segir vanda hafa komið upp í tækinu áður Aðsókn í skemmtigarðinn er engu minni en venjulega og eru öll tæki hans opin nema Inferno. 9. júlí 2014 11:43 Ættingjar Andra Freys fara fram á skaðabætur Haft er eftir dómara að ef enginn verði fundinn sekur geti ættingjar engu að síður krafist skaðabóta ákæri þeir í málinu. 10. júlí 2014 10:47 Fjölskylda Andra Freys Sveinssonar sendir frá sér yfirlýsingu Í yfirlýsingunni kemur fram að Andri hafi setið aftast í rússíbananum Inferno þegar öll öryggistæki hafi gefið sig. Andri var með vini sínum og yngri systur í tækinu. 9. júlí 2014 18:59 Vilja fá drenginn sinn heim "Maður veit eiginlega ekki hvar maður á að byrja að lýsa svona ofboðslega jákvæðum og björtum dreng,“ segir Harpa Bryndís Brynjarsdóttir, móðir Andra Freys Sveinssonar 11. júlí 2014 09:23 Hugsanlega hefur öryggisól brugðist Spænskir fjölmiðlar halda áfram að fjalla um rannsókn lögreglunnar á Spáni á banaslysinu í Terra Mítica. 29. júlí 2014 10:14 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Sjá meira
Tuttugu mínútum áður en Andri Freyr Sveinsson féll úr tækinu Inferno í skemmtigarðinum Terra Mitica á Benidorm sumarið 2014 var framkvæmd neyðarstöðvun á tækinu. Sveinn Sigfússon, faðir Andra, segist hafa fengið þessar upplýsingar í desember síðastliðnum. Um leið hafi hans skoðun breyst á því að um slys væri að ræða. Um sé að ræða manndráp af gáleysi. Þá gagnrýnir hann að upplýsingar um hámarksþyngd og -hæð þeirra sem fóru í tækið hafi ekki verið sýnilegar og séu ekki enn. Hámarksþyngd hafi verið 120 kíló en Andri verið þyngri en það. Hann hafi séð fjölmarga stærri fara í tækið og starfsmenn hafi ekki einu sinni verið meðvitaðir um að hámark væri á þyngd þeirra sem færu í tækið.Inferno Rússíbaninn fer á allt að 96 kílómetra hraða á klukkustund.Mynd/HrönnFólkið í röðinni öskraðiÍ Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun var spilað brot úr Kastljósviðtali við Svein og Huldu Guðjónsdóttur, stjúpu Andra. Þau voru með Andra í umræddum skemmtigarði 7. júlí 2014 og í sama tæki. Andri fór í tækið ásamt vini sínum og yngri systur. „Við fylgjumst með þar sem þau setjast í tækið. Maðurinn kemur og spennir þau. Svo fer tækið af stað. Þegar kemur að síðustu veltunni þá er okkur Daníel vísað í sæti. Það næsta sem við vitum er að röðin grípur fyrir augu sér, öskrar og hleypur í burtu. Við sjáum skugga og heyrum hljóð,“ segir Hulda. Hulda lýsir því hvernig þau Daníel hafi litið hvort á annað til að fá fullvissu um að þau hafi séð þetta gerast. Rússíbaninn hafi ekki farið af stað aftur og grindin opnast. Þau stukku út og Hulda sér Andra Frey þar sem hann liggur á grúfu. „Ég kalla til hans, sé að hann hreyfir sig örlítið og umlar. Ég bið Daníel að hlaupa eftir Denna (Sveini).“Andri Freyr Sveinsson heitinn.Enginn sjúkrabíll á vettvangi Sveinn var fljótur að gryfjunni þar sem Andri Freyr lá en um var að ræða steypt plan og möl. „Þar liggur hann á maganum, umlar eitthvað og hreyfir sig mikið. Það er norskur læknir sem ég tala við. Við hjálpumst að við að halda Andra niðri.“ Þrátt fyrir að um afar fjölsóttan skemmtigarð sé að ræða var enginn sjúkrabíll til taks þegar slysið varð. Það tók hann 25 mínútur að koma á vettvang. Andri lét lífið í sjúkrabílnum. Sveinn segist hafa fengið þær upplýsingar rétt fyrir jólin að tækið hefði farið niður og stoppað tuttugu mínútum fyrir ferð Andra. Um neyðarstopp hafi verið að ræða. „Að mínu viti þá breyttist málið úr slysi í manndráp af gáleysi.“Inferno er rússíbani þar sem fólk snýst í hring um leið.Telur starfsmenn hafa logið Sveinn telur ljóst að bilun í læsingu á járngrindinni hafi valdið því að Andri féll úr tækinu. Hún hafi opnast á ferð. „Það kemur fram í gögnum málsins að hann hefði mátt vera 120 kíló. Hann var þyngri en það. En enginn starfsmaður vissi að það væri hámarksþyngd í tækið, eða hámarkshæð. Ég hef séð myndir af mun stærri manneskjum en honum fara í tækið. Ég held að skýringin ein og sér, að hann hafi verið stór, sé ekki ásættanleg. Enda opnaðist grindin og ég á myndir af slysstað þar sem sést að grindin er opin þrátt fyrir að starfsmenn hafi sagt að hún var lokuð allan tímann.“ Af því sé ljóst að starfsmenn sögðu ekki satt við yfirheyrslu hjá lögreglu. „Þeir voru yfirheyrðir sólarhring eftir slysið. Það stemmir ekkert af því sem þeir segja.“ Fjölskylda Andra stendur enn í málarekstri við skemmtigarðinn einu og hálfu ári síðar.
Tengdar fréttir Segir vanda hafa komið upp í tækinu áður Aðsókn í skemmtigarðinn er engu minni en venjulega og eru öll tæki hans opin nema Inferno. 9. júlí 2014 11:43 Ættingjar Andra Freys fara fram á skaðabætur Haft er eftir dómara að ef enginn verði fundinn sekur geti ættingjar engu að síður krafist skaðabóta ákæri þeir í málinu. 10. júlí 2014 10:47 Fjölskylda Andra Freys Sveinssonar sendir frá sér yfirlýsingu Í yfirlýsingunni kemur fram að Andri hafi setið aftast í rússíbananum Inferno þegar öll öryggistæki hafi gefið sig. Andri var með vini sínum og yngri systur í tækinu. 9. júlí 2014 18:59 Vilja fá drenginn sinn heim "Maður veit eiginlega ekki hvar maður á að byrja að lýsa svona ofboðslega jákvæðum og björtum dreng,“ segir Harpa Bryndís Brynjarsdóttir, móðir Andra Freys Sveinssonar 11. júlí 2014 09:23 Hugsanlega hefur öryggisól brugðist Spænskir fjölmiðlar halda áfram að fjalla um rannsókn lögreglunnar á Spáni á banaslysinu í Terra Mítica. 29. júlí 2014 10:14 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Sjá meira
Segir vanda hafa komið upp í tækinu áður Aðsókn í skemmtigarðinn er engu minni en venjulega og eru öll tæki hans opin nema Inferno. 9. júlí 2014 11:43
Ættingjar Andra Freys fara fram á skaðabætur Haft er eftir dómara að ef enginn verði fundinn sekur geti ættingjar engu að síður krafist skaðabóta ákæri þeir í málinu. 10. júlí 2014 10:47
Fjölskylda Andra Freys Sveinssonar sendir frá sér yfirlýsingu Í yfirlýsingunni kemur fram að Andri hafi setið aftast í rússíbananum Inferno þegar öll öryggistæki hafi gefið sig. Andri var með vini sínum og yngri systur í tækinu. 9. júlí 2014 18:59
Vilja fá drenginn sinn heim "Maður veit eiginlega ekki hvar maður á að byrja að lýsa svona ofboðslega jákvæðum og björtum dreng,“ segir Harpa Bryndís Brynjarsdóttir, móðir Andra Freys Sveinssonar 11. júlí 2014 09:23
Hugsanlega hefur öryggisól brugðist Spænskir fjölmiðlar halda áfram að fjalla um rannsókn lögreglunnar á Spáni á banaslysinu í Terra Mítica. 29. júlí 2014 10:14