Innlent

Segir vanda hafa komið upp í tækinu áður

Jón Sigurður Eyjólfsson & Stefán Ó. Jónsson skrifar
Tækið Inferno
Tækið Inferno MYND/TERRA MITÍCA
„Rétt áður en hann kemur að beygjunni þar sem lestin hvelfist losnar sætisólin og svo dettur hann úr þegar komið er í beygjuna,“ segir vitni að banaslysinu í Terra Mítica síðastliðinn mánudag.

Hún gaf blaðamanni El Mundo þennan vitnisburð og birtist hann á vefsíðu blaðsins í dag. Hún hafði sjálf farið í tækið sem kallað er Inferno og hafi þá einnig komið upp vandi í öryggisbúnaði þess. „Þeir voru í fimm mínútur að leysa af mér sætisólina. Þannig að hjá mér losnaði hún ekki og hjá honum losnaði hún þegar síst skyldi,“ segir hún.

El Mundo hermir að starfsfólk sé vissulega harmi slegið vegna slyssins og hafi vottað aðstandendum samúð sína. Hinsvegar er aðsókn í skemmtigarðinn engu minni en venjulega. Öll tæki hans eru opin nema Inferno sem innsiglað hefur verið vegna rannsóknar sem fram fer vegna slyssins.


Tengdar fréttir

Maðurinn sem lést á Benidorm íslenskur

Íslendingurinn er sagður hafa kastast úr rússíbana í skemmtigarðinum Terra Mitica. Rússíbaninn kallast Inferno og fer hann á allt að 96 kílómetra hraða á klukkustund. Hann er 25 metra hár og snýst í 360 gráður á 60 kílómetra hraða. Talið er að öryggisbeltið sem notað var hafi verið gallað og ekki virkað sem skyldi.

Ekki um mannleg mistök að ræða

Framkvæmdastjóri Terra Mítica útilokar þann möguleika að banaslysið sem átti sér stað þar á mánudag hafi orsakast af mannlegum mistökum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×