Penn var gáttaður á því að El Chapo vildi hitta sig Aðalsteinn Kjartansson skrifar 28. janúar 2016 15:36 Sean Penn varði viðtalið sem hann tók við Joaquín Archivaldo Guzmán Loera, mexíkóska eiturlyfjabaróninn sem tvívegis hefur strokið úr haldi lögreglunnar, og birtist í Rolling Stone daginn eftir að yfirvöld höfðu hendur í hári Guzmán, sem alla jafnan gengur undir nafninu El Chapo að nýju í viðtali við 60 Minutes sem Stöð 2 sýndi um helgina. Viðtalið við El Chapo hefur sætt gagnrýni fyrir að spurningarnar hafi ekki verið áleitnar en þær snérust meðal annars um uppvaxtarár hans í fátækt og hverjum hann vildi kenna um fíkniefnavandann. Þá hefur hann einnig verið gagnrýndur fyrir að hafa leyft El Chapo að lesa viðtalið yfir og samþykkja það fyrir birtingu. Erum öll manneskjur Sjálfur blés Penn á gagnrýnisraddir. „Þú verður að horfa á viðkomandi sem manneskju,“ sagði hann í viðtalinu sem Charlie Rose tók við leikarann og áhugablaðamanninn. „Ef skilningurinn er sá að þetta sé bara slæm manneskja er niðurstaðan sú að og við erum einskis vitrari.“ „Ég vildi velta honum fyrir mér og spyrja hann spurninga og nota það síðan sem akkeri greinarinnar minnar.“ Penn sagðist ekki hafa svör við því af hverju El Chapo samþykkti að hitta sig. Hann kom á fundi við strokufangann í gegnum mexíkósku leikkonuna Kate del Castillo sem El Chapo mun vera afar hrifinn af. „Ég var furðu lostinn yfirþví að hann vildi hitta okkur,“ sagði Penn sem sagðist hafa fylgt öllum fyrirmælum El Chapo um heimsóknina. Fann hann ekki sjálfur „Við vitum að mexíkóskum stjórnvöldum fannst flótti hans niðurlægjandi. Þeim fannst niðurlægjandi að einhver fann hann á undan þeim,“ sagði Penn en tók strax fram að hann hefði ekki fundið hann, hann væri ekki klárari en mexíkósk stjórnvöld og eiturlyfjalögreglan í Bandaríkjunum. „Við nýttum tengilið sem leiddi til þess að okkur var boðið til hans.“ Penn segist hafa reiknað með því að yfirvöld vissu af fundi hans við El Chapo. „Ég var gáttaður á því að hann tæki slíka áhættu,“ sagði hann. El Chapo hitti fyrst Penn og leikkonuna og samþykkti að hitta hann átta dögum síðar fyrir viðtalið. Á þeim dögum varð leitin að honum hins vegar sífellt umfangsmeiri og vildi hann því ekki hætta á að hitta Penn aftur augliti til auglitis. Viðtalið var því tekið þannig að Penn sendi honum lista af spurningum og El Chapo tók upp svör sín á myndband og sendi til baka. Fram hefur komið að mexíkósk stjórnvöld telji að fundur þeirra Penn og El Chapo hafi átt þátt í því að lögreglunni tókst að handtaka hann að nýju. Sjálfur vill Penn meina að það segi stjórnvöld til að koma höggi á sig; til að gera hann að skotmarki eiturlyfjahringsins. Hann segist þó ekki óttast um líf sitt.Þátturinn var sýndur á Stöð 2 síðastliðin sunnudag en Vísir birtir nú þann hluta þáttarins sem inniheldur viðtalið við Penn. 60 Minutes er á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudögum klukkan 23.20. Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira
Sean Penn varði viðtalið sem hann tók við Joaquín Archivaldo Guzmán Loera, mexíkóska eiturlyfjabaróninn sem tvívegis hefur strokið úr haldi lögreglunnar, og birtist í Rolling Stone daginn eftir að yfirvöld höfðu hendur í hári Guzmán, sem alla jafnan gengur undir nafninu El Chapo að nýju í viðtali við 60 Minutes sem Stöð 2 sýndi um helgina. Viðtalið við El Chapo hefur sætt gagnrýni fyrir að spurningarnar hafi ekki verið áleitnar en þær snérust meðal annars um uppvaxtarár hans í fátækt og hverjum hann vildi kenna um fíkniefnavandann. Þá hefur hann einnig verið gagnrýndur fyrir að hafa leyft El Chapo að lesa viðtalið yfir og samþykkja það fyrir birtingu. Erum öll manneskjur Sjálfur blés Penn á gagnrýnisraddir. „Þú verður að horfa á viðkomandi sem manneskju,“ sagði hann í viðtalinu sem Charlie Rose tók við leikarann og áhugablaðamanninn. „Ef skilningurinn er sá að þetta sé bara slæm manneskja er niðurstaðan sú að og við erum einskis vitrari.“ „Ég vildi velta honum fyrir mér og spyrja hann spurninga og nota það síðan sem akkeri greinarinnar minnar.“ Penn sagðist ekki hafa svör við því af hverju El Chapo samþykkti að hitta sig. Hann kom á fundi við strokufangann í gegnum mexíkósku leikkonuna Kate del Castillo sem El Chapo mun vera afar hrifinn af. „Ég var furðu lostinn yfirþví að hann vildi hitta okkur,“ sagði Penn sem sagðist hafa fylgt öllum fyrirmælum El Chapo um heimsóknina. Fann hann ekki sjálfur „Við vitum að mexíkóskum stjórnvöldum fannst flótti hans niðurlægjandi. Þeim fannst niðurlægjandi að einhver fann hann á undan þeim,“ sagði Penn en tók strax fram að hann hefði ekki fundið hann, hann væri ekki klárari en mexíkósk stjórnvöld og eiturlyfjalögreglan í Bandaríkjunum. „Við nýttum tengilið sem leiddi til þess að okkur var boðið til hans.“ Penn segist hafa reiknað með því að yfirvöld vissu af fundi hans við El Chapo. „Ég var gáttaður á því að hann tæki slíka áhættu,“ sagði hann. El Chapo hitti fyrst Penn og leikkonuna og samþykkti að hitta hann átta dögum síðar fyrir viðtalið. Á þeim dögum varð leitin að honum hins vegar sífellt umfangsmeiri og vildi hann því ekki hætta á að hitta Penn aftur augliti til auglitis. Viðtalið var því tekið þannig að Penn sendi honum lista af spurningum og El Chapo tók upp svör sín á myndband og sendi til baka. Fram hefur komið að mexíkósk stjórnvöld telji að fundur þeirra Penn og El Chapo hafi átt þátt í því að lögreglunni tókst að handtaka hann að nýju. Sjálfur vill Penn meina að það segi stjórnvöld til að koma höggi á sig; til að gera hann að skotmarki eiturlyfjahringsins. Hann segist þó ekki óttast um líf sitt.Þátturinn var sýndur á Stöð 2 síðastliðin sunnudag en Vísir birtir nú þann hluta þáttarins sem inniheldur viðtalið við Penn. 60 Minutes er á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudögum klukkan 23.20.
Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira