Penn var gáttaður á því að El Chapo vildi hitta sig Aðalsteinn Kjartansson skrifar 28. janúar 2016 15:36 Sean Penn varði viðtalið sem hann tók við Joaquín Archivaldo Guzmán Loera, mexíkóska eiturlyfjabaróninn sem tvívegis hefur strokið úr haldi lögreglunnar, og birtist í Rolling Stone daginn eftir að yfirvöld höfðu hendur í hári Guzmán, sem alla jafnan gengur undir nafninu El Chapo að nýju í viðtali við 60 Minutes sem Stöð 2 sýndi um helgina. Viðtalið við El Chapo hefur sætt gagnrýni fyrir að spurningarnar hafi ekki verið áleitnar en þær snérust meðal annars um uppvaxtarár hans í fátækt og hverjum hann vildi kenna um fíkniefnavandann. Þá hefur hann einnig verið gagnrýndur fyrir að hafa leyft El Chapo að lesa viðtalið yfir og samþykkja það fyrir birtingu. Erum öll manneskjur Sjálfur blés Penn á gagnrýnisraddir. „Þú verður að horfa á viðkomandi sem manneskju,“ sagði hann í viðtalinu sem Charlie Rose tók við leikarann og áhugablaðamanninn. „Ef skilningurinn er sá að þetta sé bara slæm manneskja er niðurstaðan sú að og við erum einskis vitrari.“ „Ég vildi velta honum fyrir mér og spyrja hann spurninga og nota það síðan sem akkeri greinarinnar minnar.“ Penn sagðist ekki hafa svör við því af hverju El Chapo samþykkti að hitta sig. Hann kom á fundi við strokufangann í gegnum mexíkósku leikkonuna Kate del Castillo sem El Chapo mun vera afar hrifinn af. „Ég var furðu lostinn yfirþví að hann vildi hitta okkur,“ sagði Penn sem sagðist hafa fylgt öllum fyrirmælum El Chapo um heimsóknina. Fann hann ekki sjálfur „Við vitum að mexíkóskum stjórnvöldum fannst flótti hans niðurlægjandi. Þeim fannst niðurlægjandi að einhver fann hann á undan þeim,“ sagði Penn en tók strax fram að hann hefði ekki fundið hann, hann væri ekki klárari en mexíkósk stjórnvöld og eiturlyfjalögreglan í Bandaríkjunum. „Við nýttum tengilið sem leiddi til þess að okkur var boðið til hans.“ Penn segist hafa reiknað með því að yfirvöld vissu af fundi hans við El Chapo. „Ég var gáttaður á því að hann tæki slíka áhættu,“ sagði hann. El Chapo hitti fyrst Penn og leikkonuna og samþykkti að hitta hann átta dögum síðar fyrir viðtalið. Á þeim dögum varð leitin að honum hins vegar sífellt umfangsmeiri og vildi hann því ekki hætta á að hitta Penn aftur augliti til auglitis. Viðtalið var því tekið þannig að Penn sendi honum lista af spurningum og El Chapo tók upp svör sín á myndband og sendi til baka. Fram hefur komið að mexíkósk stjórnvöld telji að fundur þeirra Penn og El Chapo hafi átt þátt í því að lögreglunni tókst að handtaka hann að nýju. Sjálfur vill Penn meina að það segi stjórnvöld til að koma höggi á sig; til að gera hann að skotmarki eiturlyfjahringsins. Hann segist þó ekki óttast um líf sitt.Þátturinn var sýndur á Stöð 2 síðastliðin sunnudag en Vísir birtir nú þann hluta þáttarins sem inniheldur viðtalið við Penn. 60 Minutes er á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudögum klukkan 23.20. Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira
Sean Penn varði viðtalið sem hann tók við Joaquín Archivaldo Guzmán Loera, mexíkóska eiturlyfjabaróninn sem tvívegis hefur strokið úr haldi lögreglunnar, og birtist í Rolling Stone daginn eftir að yfirvöld höfðu hendur í hári Guzmán, sem alla jafnan gengur undir nafninu El Chapo að nýju í viðtali við 60 Minutes sem Stöð 2 sýndi um helgina. Viðtalið við El Chapo hefur sætt gagnrýni fyrir að spurningarnar hafi ekki verið áleitnar en þær snérust meðal annars um uppvaxtarár hans í fátækt og hverjum hann vildi kenna um fíkniefnavandann. Þá hefur hann einnig verið gagnrýndur fyrir að hafa leyft El Chapo að lesa viðtalið yfir og samþykkja það fyrir birtingu. Erum öll manneskjur Sjálfur blés Penn á gagnrýnisraddir. „Þú verður að horfa á viðkomandi sem manneskju,“ sagði hann í viðtalinu sem Charlie Rose tók við leikarann og áhugablaðamanninn. „Ef skilningurinn er sá að þetta sé bara slæm manneskja er niðurstaðan sú að og við erum einskis vitrari.“ „Ég vildi velta honum fyrir mér og spyrja hann spurninga og nota það síðan sem akkeri greinarinnar minnar.“ Penn sagðist ekki hafa svör við því af hverju El Chapo samþykkti að hitta sig. Hann kom á fundi við strokufangann í gegnum mexíkósku leikkonuna Kate del Castillo sem El Chapo mun vera afar hrifinn af. „Ég var furðu lostinn yfirþví að hann vildi hitta okkur,“ sagði Penn sem sagðist hafa fylgt öllum fyrirmælum El Chapo um heimsóknina. Fann hann ekki sjálfur „Við vitum að mexíkóskum stjórnvöldum fannst flótti hans niðurlægjandi. Þeim fannst niðurlægjandi að einhver fann hann á undan þeim,“ sagði Penn en tók strax fram að hann hefði ekki fundið hann, hann væri ekki klárari en mexíkósk stjórnvöld og eiturlyfjalögreglan í Bandaríkjunum. „Við nýttum tengilið sem leiddi til þess að okkur var boðið til hans.“ Penn segist hafa reiknað með því að yfirvöld vissu af fundi hans við El Chapo. „Ég var gáttaður á því að hann tæki slíka áhættu,“ sagði hann. El Chapo hitti fyrst Penn og leikkonuna og samþykkti að hitta hann átta dögum síðar fyrir viðtalið. Á þeim dögum varð leitin að honum hins vegar sífellt umfangsmeiri og vildi hann því ekki hætta á að hitta Penn aftur augliti til auglitis. Viðtalið var því tekið þannig að Penn sendi honum lista af spurningum og El Chapo tók upp svör sín á myndband og sendi til baka. Fram hefur komið að mexíkósk stjórnvöld telji að fundur þeirra Penn og El Chapo hafi átt þátt í því að lögreglunni tókst að handtaka hann að nýju. Sjálfur vill Penn meina að það segi stjórnvöld til að koma höggi á sig; til að gera hann að skotmarki eiturlyfjahringsins. Hann segist þó ekki óttast um líf sitt.Þátturinn var sýndur á Stöð 2 síðastliðin sunnudag en Vísir birtir nú þann hluta þáttarins sem inniheldur viðtalið við Penn. 60 Minutes er á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudögum klukkan 23.20.
Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira