Senda út neyðarkall eftir vistum Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. janúar 2016 14:46 Amon Bundy spjallar hér í símann í Malheur National Wildlife Refuge á fimmtudag. vísir/getty Svo virðist vera sem vopnuðu mennirnir í Oregon, sem tóku skrifstofur dýraathvarfs á sitt vald, hafi ekki skipulagt valdarán sitt nógu vel. Þeir hafa nú, í annað sinn á skömmum tíma, biðlað til föðurlandsvina um að senda sér fjöldann allan af vistum svo þeir geti haldið umsátri sínu áfram. Vísir hefur reglulega fjallað um mennina sem, undir forystu Bundy-bræðra, berjast gegn harðstjórn og alræði bandarísku alríkisstjórnarinnar.Sjá einnig: Kalla eftir liðsauka til að „koma í veg fyrir blóðsúthellingu“ Dýraverndunarsamtökin PETA sendu mönnunum vegan-afurðir í síðustu viku en af óskalista mannanna að dæma virðast þeir enn vera svangir og kaldir. Töluvert hefur snjóað á svæðinu, sem er í austurhluta Oregon, og mennirnir hafa sofið í bílum sínum ef marka má frétt Independent um málið. Umsátrið hefur nú staðið yfir í um átta sólarhringa og í gær sendi Ammon Bundy, annar talsmanna hreyfingarinnar, tölvupóst á stuðningsmenn þar sem hann fór fram á frekari vistir. Í póstinum óskaði hann eftir margvíslegum aðföngum, sem og peningum, en blaðamaður Forbes fékk afrit af póstinum í sínar hendur. Á óskalistanum eru meðal annars:Á listanum kennir ýmissa grasaTeppi Hey Inniskór Hnífapör úr plasti Rakvélar Þrjár mismunandi gerðir af sígarettum Lök Nærföt Rifinn ostur Skorinn ostur Egg („mikil þörf“) Listann í heild sinni má sjá hér til hliðar.Sjá einnig: FBI tekur málin í sínar hendur í Oregon Vopnuðu mennirnir segjast vera að berjast gegn oftæki ríkisstjórnar Bandaríkjanna og vilja að land sem ríkið á verði opnað fyrir íbúum. „Markmið okkar er að skila fólkinu hér réttindum sínum svo það geti nýtt landið og auðlindirnar,“ sagði Ryan Bundy, annar talsmanna hópsins í liðinni viku. „Við erum hér til að koma á reglu, við erum hér til að endurvekja réttindi fólks og það getur farið fram auðveldlega og án átaka,“ sagði Bundy. Fjölmiðlar í Oregon segja að meðlimir hópsins séu þungvopnaðir, en AP fréttaveitan ræddi við mann sem býr í nærliggjandi bæ. Hann sagðist vita til þess að lögreglumenn í bænum óttist meðlimi hópsins og þá sérstaklega að þeir gætu hefnt sín á börnum lögregluþjónanna. Ekki er vitað hversu margir menn eru í athvarfinu en fjölmiðlar í Oregon fullyrða að þeir skipti tugum. Tengdar fréttir Kalla eftir liðsauka til að „koma í veg fyrir blóðsúthellingu“ Vopnaðir menn sem tekið hafa yfir opinbert húsnæði í Oregon í Bandaríkjunum segjast ekki vilja stofna til átaka. 4. janúar 2016 22:00 Vopnaðir menn ögra alríkisstjórninni Hópur vopnaðra manna hefur náð á sitt vald skrifstofum dýraathvarfs í Oregon. Mennirnir segja markmið sitt vera að berjast gegn harðstjórn og hvetja föðurlandsvini til að ganga til liðs við sig. 3. janúar 2016 22:13 Ætla ekki að fara fyrr en landið er komið í einkaeign Vopnaðir menn í Oregon ætla sér að deila friðlandi til eigenda búgarða og skógarhöggsmanna. 5. janúar 2016 21:30 FBI tekur málin í sínar hendur í Oregon Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, stýrir nú lögregluaðgerðum í Oregon-ríki þar sem hópur vopnaðra manna hefur náð skrifstofum dýraathvarfs á sitt vald. 4. janúar 2016 11:06 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Sjá meira
Svo virðist vera sem vopnuðu mennirnir í Oregon, sem tóku skrifstofur dýraathvarfs á sitt vald, hafi ekki skipulagt valdarán sitt nógu vel. Þeir hafa nú, í annað sinn á skömmum tíma, biðlað til föðurlandsvina um að senda sér fjöldann allan af vistum svo þeir geti haldið umsátri sínu áfram. Vísir hefur reglulega fjallað um mennina sem, undir forystu Bundy-bræðra, berjast gegn harðstjórn og alræði bandarísku alríkisstjórnarinnar.Sjá einnig: Kalla eftir liðsauka til að „koma í veg fyrir blóðsúthellingu“ Dýraverndunarsamtökin PETA sendu mönnunum vegan-afurðir í síðustu viku en af óskalista mannanna að dæma virðast þeir enn vera svangir og kaldir. Töluvert hefur snjóað á svæðinu, sem er í austurhluta Oregon, og mennirnir hafa sofið í bílum sínum ef marka má frétt Independent um málið. Umsátrið hefur nú staðið yfir í um átta sólarhringa og í gær sendi Ammon Bundy, annar talsmanna hreyfingarinnar, tölvupóst á stuðningsmenn þar sem hann fór fram á frekari vistir. Í póstinum óskaði hann eftir margvíslegum aðföngum, sem og peningum, en blaðamaður Forbes fékk afrit af póstinum í sínar hendur. Á óskalistanum eru meðal annars:Á listanum kennir ýmissa grasaTeppi Hey Inniskór Hnífapör úr plasti Rakvélar Þrjár mismunandi gerðir af sígarettum Lök Nærföt Rifinn ostur Skorinn ostur Egg („mikil þörf“) Listann í heild sinni má sjá hér til hliðar.Sjá einnig: FBI tekur málin í sínar hendur í Oregon Vopnuðu mennirnir segjast vera að berjast gegn oftæki ríkisstjórnar Bandaríkjanna og vilja að land sem ríkið á verði opnað fyrir íbúum. „Markmið okkar er að skila fólkinu hér réttindum sínum svo það geti nýtt landið og auðlindirnar,“ sagði Ryan Bundy, annar talsmanna hópsins í liðinni viku. „Við erum hér til að koma á reglu, við erum hér til að endurvekja réttindi fólks og það getur farið fram auðveldlega og án átaka,“ sagði Bundy. Fjölmiðlar í Oregon segja að meðlimir hópsins séu þungvopnaðir, en AP fréttaveitan ræddi við mann sem býr í nærliggjandi bæ. Hann sagðist vita til þess að lögreglumenn í bænum óttist meðlimi hópsins og þá sérstaklega að þeir gætu hefnt sín á börnum lögregluþjónanna. Ekki er vitað hversu margir menn eru í athvarfinu en fjölmiðlar í Oregon fullyrða að þeir skipti tugum.
Tengdar fréttir Kalla eftir liðsauka til að „koma í veg fyrir blóðsúthellingu“ Vopnaðir menn sem tekið hafa yfir opinbert húsnæði í Oregon í Bandaríkjunum segjast ekki vilja stofna til átaka. 4. janúar 2016 22:00 Vopnaðir menn ögra alríkisstjórninni Hópur vopnaðra manna hefur náð á sitt vald skrifstofum dýraathvarfs í Oregon. Mennirnir segja markmið sitt vera að berjast gegn harðstjórn og hvetja föðurlandsvini til að ganga til liðs við sig. 3. janúar 2016 22:13 Ætla ekki að fara fyrr en landið er komið í einkaeign Vopnaðir menn í Oregon ætla sér að deila friðlandi til eigenda búgarða og skógarhöggsmanna. 5. janúar 2016 21:30 FBI tekur málin í sínar hendur í Oregon Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, stýrir nú lögregluaðgerðum í Oregon-ríki þar sem hópur vopnaðra manna hefur náð skrifstofum dýraathvarfs á sitt vald. 4. janúar 2016 11:06 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Sjá meira
Kalla eftir liðsauka til að „koma í veg fyrir blóðsúthellingu“ Vopnaðir menn sem tekið hafa yfir opinbert húsnæði í Oregon í Bandaríkjunum segjast ekki vilja stofna til átaka. 4. janúar 2016 22:00
Vopnaðir menn ögra alríkisstjórninni Hópur vopnaðra manna hefur náð á sitt vald skrifstofum dýraathvarfs í Oregon. Mennirnir segja markmið sitt vera að berjast gegn harðstjórn og hvetja föðurlandsvini til að ganga til liðs við sig. 3. janúar 2016 22:13
Ætla ekki að fara fyrr en landið er komið í einkaeign Vopnaðir menn í Oregon ætla sér að deila friðlandi til eigenda búgarða og skógarhöggsmanna. 5. janúar 2016 21:30
FBI tekur málin í sínar hendur í Oregon Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, stýrir nú lögregluaðgerðum í Oregon-ríki þar sem hópur vopnaðra manna hefur náð skrifstofum dýraathvarfs á sitt vald. 4. janúar 2016 11:06
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent