Senda út neyðarkall eftir vistum Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. janúar 2016 14:46 Amon Bundy spjallar hér í símann í Malheur National Wildlife Refuge á fimmtudag. vísir/getty Svo virðist vera sem vopnuðu mennirnir í Oregon, sem tóku skrifstofur dýraathvarfs á sitt vald, hafi ekki skipulagt valdarán sitt nógu vel. Þeir hafa nú, í annað sinn á skömmum tíma, biðlað til föðurlandsvina um að senda sér fjöldann allan af vistum svo þeir geti haldið umsátri sínu áfram. Vísir hefur reglulega fjallað um mennina sem, undir forystu Bundy-bræðra, berjast gegn harðstjórn og alræði bandarísku alríkisstjórnarinnar.Sjá einnig: Kalla eftir liðsauka til að „koma í veg fyrir blóðsúthellingu“ Dýraverndunarsamtökin PETA sendu mönnunum vegan-afurðir í síðustu viku en af óskalista mannanna að dæma virðast þeir enn vera svangir og kaldir. Töluvert hefur snjóað á svæðinu, sem er í austurhluta Oregon, og mennirnir hafa sofið í bílum sínum ef marka má frétt Independent um málið. Umsátrið hefur nú staðið yfir í um átta sólarhringa og í gær sendi Ammon Bundy, annar talsmanna hreyfingarinnar, tölvupóst á stuðningsmenn þar sem hann fór fram á frekari vistir. Í póstinum óskaði hann eftir margvíslegum aðföngum, sem og peningum, en blaðamaður Forbes fékk afrit af póstinum í sínar hendur. Á óskalistanum eru meðal annars:Á listanum kennir ýmissa grasaTeppi Hey Inniskór Hnífapör úr plasti Rakvélar Þrjár mismunandi gerðir af sígarettum Lök Nærföt Rifinn ostur Skorinn ostur Egg („mikil þörf“) Listann í heild sinni má sjá hér til hliðar.Sjá einnig: FBI tekur málin í sínar hendur í Oregon Vopnuðu mennirnir segjast vera að berjast gegn oftæki ríkisstjórnar Bandaríkjanna og vilja að land sem ríkið á verði opnað fyrir íbúum. „Markmið okkar er að skila fólkinu hér réttindum sínum svo það geti nýtt landið og auðlindirnar,“ sagði Ryan Bundy, annar talsmanna hópsins í liðinni viku. „Við erum hér til að koma á reglu, við erum hér til að endurvekja réttindi fólks og það getur farið fram auðveldlega og án átaka,“ sagði Bundy. Fjölmiðlar í Oregon segja að meðlimir hópsins séu þungvopnaðir, en AP fréttaveitan ræddi við mann sem býr í nærliggjandi bæ. Hann sagðist vita til þess að lögreglumenn í bænum óttist meðlimi hópsins og þá sérstaklega að þeir gætu hefnt sín á börnum lögregluþjónanna. Ekki er vitað hversu margir menn eru í athvarfinu en fjölmiðlar í Oregon fullyrða að þeir skipti tugum. Tengdar fréttir Kalla eftir liðsauka til að „koma í veg fyrir blóðsúthellingu“ Vopnaðir menn sem tekið hafa yfir opinbert húsnæði í Oregon í Bandaríkjunum segjast ekki vilja stofna til átaka. 4. janúar 2016 22:00 Vopnaðir menn ögra alríkisstjórninni Hópur vopnaðra manna hefur náð á sitt vald skrifstofum dýraathvarfs í Oregon. Mennirnir segja markmið sitt vera að berjast gegn harðstjórn og hvetja föðurlandsvini til að ganga til liðs við sig. 3. janúar 2016 22:13 Ætla ekki að fara fyrr en landið er komið í einkaeign Vopnaðir menn í Oregon ætla sér að deila friðlandi til eigenda búgarða og skógarhöggsmanna. 5. janúar 2016 21:30 FBI tekur málin í sínar hendur í Oregon Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, stýrir nú lögregluaðgerðum í Oregon-ríki þar sem hópur vopnaðra manna hefur náð skrifstofum dýraathvarfs á sitt vald. 4. janúar 2016 11:06 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Svo virðist vera sem vopnuðu mennirnir í Oregon, sem tóku skrifstofur dýraathvarfs á sitt vald, hafi ekki skipulagt valdarán sitt nógu vel. Þeir hafa nú, í annað sinn á skömmum tíma, biðlað til föðurlandsvina um að senda sér fjöldann allan af vistum svo þeir geti haldið umsátri sínu áfram. Vísir hefur reglulega fjallað um mennina sem, undir forystu Bundy-bræðra, berjast gegn harðstjórn og alræði bandarísku alríkisstjórnarinnar.Sjá einnig: Kalla eftir liðsauka til að „koma í veg fyrir blóðsúthellingu“ Dýraverndunarsamtökin PETA sendu mönnunum vegan-afurðir í síðustu viku en af óskalista mannanna að dæma virðast þeir enn vera svangir og kaldir. Töluvert hefur snjóað á svæðinu, sem er í austurhluta Oregon, og mennirnir hafa sofið í bílum sínum ef marka má frétt Independent um málið. Umsátrið hefur nú staðið yfir í um átta sólarhringa og í gær sendi Ammon Bundy, annar talsmanna hreyfingarinnar, tölvupóst á stuðningsmenn þar sem hann fór fram á frekari vistir. Í póstinum óskaði hann eftir margvíslegum aðföngum, sem og peningum, en blaðamaður Forbes fékk afrit af póstinum í sínar hendur. Á óskalistanum eru meðal annars:Á listanum kennir ýmissa grasaTeppi Hey Inniskór Hnífapör úr plasti Rakvélar Þrjár mismunandi gerðir af sígarettum Lök Nærföt Rifinn ostur Skorinn ostur Egg („mikil þörf“) Listann í heild sinni má sjá hér til hliðar.Sjá einnig: FBI tekur málin í sínar hendur í Oregon Vopnuðu mennirnir segjast vera að berjast gegn oftæki ríkisstjórnar Bandaríkjanna og vilja að land sem ríkið á verði opnað fyrir íbúum. „Markmið okkar er að skila fólkinu hér réttindum sínum svo það geti nýtt landið og auðlindirnar,“ sagði Ryan Bundy, annar talsmanna hópsins í liðinni viku. „Við erum hér til að koma á reglu, við erum hér til að endurvekja réttindi fólks og það getur farið fram auðveldlega og án átaka,“ sagði Bundy. Fjölmiðlar í Oregon segja að meðlimir hópsins séu þungvopnaðir, en AP fréttaveitan ræddi við mann sem býr í nærliggjandi bæ. Hann sagðist vita til þess að lögreglumenn í bænum óttist meðlimi hópsins og þá sérstaklega að þeir gætu hefnt sín á börnum lögregluþjónanna. Ekki er vitað hversu margir menn eru í athvarfinu en fjölmiðlar í Oregon fullyrða að þeir skipti tugum.
Tengdar fréttir Kalla eftir liðsauka til að „koma í veg fyrir blóðsúthellingu“ Vopnaðir menn sem tekið hafa yfir opinbert húsnæði í Oregon í Bandaríkjunum segjast ekki vilja stofna til átaka. 4. janúar 2016 22:00 Vopnaðir menn ögra alríkisstjórninni Hópur vopnaðra manna hefur náð á sitt vald skrifstofum dýraathvarfs í Oregon. Mennirnir segja markmið sitt vera að berjast gegn harðstjórn og hvetja föðurlandsvini til að ganga til liðs við sig. 3. janúar 2016 22:13 Ætla ekki að fara fyrr en landið er komið í einkaeign Vopnaðir menn í Oregon ætla sér að deila friðlandi til eigenda búgarða og skógarhöggsmanna. 5. janúar 2016 21:30 FBI tekur málin í sínar hendur í Oregon Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, stýrir nú lögregluaðgerðum í Oregon-ríki þar sem hópur vopnaðra manna hefur náð skrifstofum dýraathvarfs á sitt vald. 4. janúar 2016 11:06 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Kalla eftir liðsauka til að „koma í veg fyrir blóðsúthellingu“ Vopnaðir menn sem tekið hafa yfir opinbert húsnæði í Oregon í Bandaríkjunum segjast ekki vilja stofna til átaka. 4. janúar 2016 22:00
Vopnaðir menn ögra alríkisstjórninni Hópur vopnaðra manna hefur náð á sitt vald skrifstofum dýraathvarfs í Oregon. Mennirnir segja markmið sitt vera að berjast gegn harðstjórn og hvetja föðurlandsvini til að ganga til liðs við sig. 3. janúar 2016 22:13
Ætla ekki að fara fyrr en landið er komið í einkaeign Vopnaðir menn í Oregon ætla sér að deila friðlandi til eigenda búgarða og skógarhöggsmanna. 5. janúar 2016 21:30
FBI tekur málin í sínar hendur í Oregon Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, stýrir nú lögregluaðgerðum í Oregon-ríki þar sem hópur vopnaðra manna hefur náð skrifstofum dýraathvarfs á sitt vald. 4. janúar 2016 11:06