Kalla eftir liðsauka til að „koma í veg fyrir blóðsúthellingu“ Samúel Karl Ólason skrifar 4. janúar 2016 22:00 Meðlimir hópsins sem heldur dýraathvarfinu standa vörð fyrir utan svæðið. Vísir/AFP Hópur vopnaðra manna hefur tekið yfir opinbert húsnæði dýraathvarfs í Oregon í Bandaríkjunum. Þeir segjast vera að berjast gegn oftæki ríkisstjórnar Bandaríkjanna og vilja að land sem ríkið á verði opnað fyrir íbúum. Mennirnir réðust inn á skrifstofurnar stuttu eftir samstöðufund í bænum Burns í Oregon þar sem hópur fólks kom saman til að sýna feðgunum Dwight og Steven Hammond stuðning. Talsmaður hópsins heitir Ammon Bundy, en hann sagði fyrr í dag að hópurinn hefði ákveðið að kalla sig Citizens for Constitutional Freedom. Hann hefur neitað að segja hve margir menn haldi húsnæðinu. Hann hefur þó nefnt tvær kröfur sem hópurinn vill fá framfylgt með aðgerðum sínum. Auk Ammon er bróðir hans Ryan einnig í forsvari fyrir hópinn. Eitt er að ríkisstjórn Bandaríkjanna láti af stjórn sinni á landssvæði athvarfsins svo að „fólk geti endurheimt eigur sínar“ eins og hann orðaði það. Hitt atriðið er að fangelsisdómar yfir feðgunum Dwight og Steven Hammond verði mildaðir. Þeir voru nýverið dæmdir í fimm ára fangelsi fyrir að kveikja í landi ríkisins í Oregon. Það gerðist árið 2001. Alríkisdómari fyrirskipaði að þeir þyrftu þó eingöngu að sitja inni í tvö ár, sem þeir gerðu. Lágmarksdómur fyrir slík brot eru fimm ár og hafa dómstólar nú farið fram á að þeir verði aftur færðir í fangelsi. Þó ekki í þrjú ár heldur fjögur. Feðgarnir héldu því fram að þeir hefðu kveikt elda á sínu landi meðal annars til að sporna gegn ágengum plöntum. Saksóknarar sögðu hins vegar að eldarnir hefðu verið kveiktir til þess að fela vegsummerki um veiðiþjófnað þeirra. Feðgarnir segjast ekki styðja aðgerðir Bundybræðranna. Lögmaður þeirra hefur sagt að þeir muni gefa sig fram á mánudaginn og sætta sig við úrskurð dómsins. Þeir ætla þó að reyna að fá Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, til að náða þá. Hér að neðan má sjá staðsetningu dýraathvarfsins.Enn sem komið er hafa yfirvöld í Bandaríkjunum einungis fylgst með framvindu mála úr fjarska, sem hefur vakið furðu um víða veröld. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Bundy fjölskyldan grípur til aðgerða af þessu tagi. Árið 2014 stóð faðir þeirra Bundy bræðra í deilum við yfirvöld í Las Vegas sem endaði með umsátri. Þá ætluðu yfirvöld að leggja hald á búfénað Cliven Bundy þar sem hann skuldaði rúmlega milljón dala vegna gjalda og sekta fyrir að hafa beitt fénu á landi ríkisins í rúm 20 ár. Samkvæmt frétt FOX neitar Cliven að viðurkenna að ríkið eigi landið, sem var friðarland fyrir eyðimerkurskjaldböku sem er í útrýmingarhættu. Cliven hélt á sínum tíma ræðu fyrir stuðningsmenn sína þar sem hann kvartaði meðal annars yfir yfirgangi stjórnvalda og fóstureyðingum og velti því fyrir sér hvort að þeldökkir íbúar Bandaríkjanna væru ef til vill betur komnir í dag ef þrælahald hefði aldrei verið afnumið. Meðlimir vopnaðra hópa, e. militias, gengu til liðs við fjölskylduna. Nú hafa Bundy bræður beitt sömu aðferð aftur. Tveir menn sem halda til í dýraathvarfinu birtu í dag myndband þar sem þeir segja fleira fólki að ganga til liðs við þá. Þannig megi koma í veg fyrir blóðsúthellingar. Annar þeirra heitir Jon Ritzheimer og er fyrrverandi landgönguliði. Árið 2014 skipulagði hann mótmæli fyrir utan menningarmiðstöð múslima í Pheonix, Arizona, þar sem hann var í bol sem á stoð Fuck Islam. Þá líkti hann sjálfum sér við þá sem skrifuðu undir sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna. Myndbandið má sjá hér að neðan.Ammon Bundy hefur sagt hópurinn ætli sér ekki að yfirgefa svæðið á næstunni. Hann sagði einnig í dag að hópurinn ætlaði sér á næstunni að deila friðarsvæðinu til búgarðaeigenda sem eiga land að friðarsvæðinu og þar með vinda ofan af „aldalöngu óréttlæti stjórnvalda“. Fjölmiðlar í Oregon segja að meðlimir hópsins séu þungvopnaðir, en AP fréttaveitan ræddi við mann sem býr í nærliggjandi bæ. Hann sagðist vita til þess að lögreglumenn í bænum óttist meðlimi hópsins og þá sérstaklega að þeir gætu hefnt sín á börnum lögregluþjónanna. Hins vegar sagðist hann hafa búist við því þegar hann vaknaði í morgun að sjá fjölda alríkislögregluþjóna í bænum. Svo hafi ekki verið. Alríkislögregla Bandaríkjanna sagði frá því í morgun að þeir hefðu tekið við stjórn aðgerða á svæðinu.#OregonUnderAttack Tweets Tengdar fréttir Vopnaðir menn ögra alríkisstjórninni Hópur vopnaðra manna hefur náð á sitt vald skrifstofum dýraathvarfs í Oregon. Mennirnir segja markmið sitt vera að berjast gegn harðstjórn og hvetja föðurlandsvini til að ganga til liðs við sig. 3. janúar 2016 22:13 FBI tekur málin í sínar hendur í Oregon Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, stýrir nú lögregluaðgerðum í Oregon-ríki þar sem hópur vopnaðra manna hefur náð skrifstofum dýraathvarfs á sitt vald. 4. janúar 2016 11:06 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Sjá meira
Hópur vopnaðra manna hefur tekið yfir opinbert húsnæði dýraathvarfs í Oregon í Bandaríkjunum. Þeir segjast vera að berjast gegn oftæki ríkisstjórnar Bandaríkjanna og vilja að land sem ríkið á verði opnað fyrir íbúum. Mennirnir réðust inn á skrifstofurnar stuttu eftir samstöðufund í bænum Burns í Oregon þar sem hópur fólks kom saman til að sýna feðgunum Dwight og Steven Hammond stuðning. Talsmaður hópsins heitir Ammon Bundy, en hann sagði fyrr í dag að hópurinn hefði ákveðið að kalla sig Citizens for Constitutional Freedom. Hann hefur neitað að segja hve margir menn haldi húsnæðinu. Hann hefur þó nefnt tvær kröfur sem hópurinn vill fá framfylgt með aðgerðum sínum. Auk Ammon er bróðir hans Ryan einnig í forsvari fyrir hópinn. Eitt er að ríkisstjórn Bandaríkjanna láti af stjórn sinni á landssvæði athvarfsins svo að „fólk geti endurheimt eigur sínar“ eins og hann orðaði það. Hitt atriðið er að fangelsisdómar yfir feðgunum Dwight og Steven Hammond verði mildaðir. Þeir voru nýverið dæmdir í fimm ára fangelsi fyrir að kveikja í landi ríkisins í Oregon. Það gerðist árið 2001. Alríkisdómari fyrirskipaði að þeir þyrftu þó eingöngu að sitja inni í tvö ár, sem þeir gerðu. Lágmarksdómur fyrir slík brot eru fimm ár og hafa dómstólar nú farið fram á að þeir verði aftur færðir í fangelsi. Þó ekki í þrjú ár heldur fjögur. Feðgarnir héldu því fram að þeir hefðu kveikt elda á sínu landi meðal annars til að sporna gegn ágengum plöntum. Saksóknarar sögðu hins vegar að eldarnir hefðu verið kveiktir til þess að fela vegsummerki um veiðiþjófnað þeirra. Feðgarnir segjast ekki styðja aðgerðir Bundybræðranna. Lögmaður þeirra hefur sagt að þeir muni gefa sig fram á mánudaginn og sætta sig við úrskurð dómsins. Þeir ætla þó að reyna að fá Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, til að náða þá. Hér að neðan má sjá staðsetningu dýraathvarfsins.Enn sem komið er hafa yfirvöld í Bandaríkjunum einungis fylgst með framvindu mála úr fjarska, sem hefur vakið furðu um víða veröld. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Bundy fjölskyldan grípur til aðgerða af þessu tagi. Árið 2014 stóð faðir þeirra Bundy bræðra í deilum við yfirvöld í Las Vegas sem endaði með umsátri. Þá ætluðu yfirvöld að leggja hald á búfénað Cliven Bundy þar sem hann skuldaði rúmlega milljón dala vegna gjalda og sekta fyrir að hafa beitt fénu á landi ríkisins í rúm 20 ár. Samkvæmt frétt FOX neitar Cliven að viðurkenna að ríkið eigi landið, sem var friðarland fyrir eyðimerkurskjaldböku sem er í útrýmingarhættu. Cliven hélt á sínum tíma ræðu fyrir stuðningsmenn sína þar sem hann kvartaði meðal annars yfir yfirgangi stjórnvalda og fóstureyðingum og velti því fyrir sér hvort að þeldökkir íbúar Bandaríkjanna væru ef til vill betur komnir í dag ef þrælahald hefði aldrei verið afnumið. Meðlimir vopnaðra hópa, e. militias, gengu til liðs við fjölskylduna. Nú hafa Bundy bræður beitt sömu aðferð aftur. Tveir menn sem halda til í dýraathvarfinu birtu í dag myndband þar sem þeir segja fleira fólki að ganga til liðs við þá. Þannig megi koma í veg fyrir blóðsúthellingar. Annar þeirra heitir Jon Ritzheimer og er fyrrverandi landgönguliði. Árið 2014 skipulagði hann mótmæli fyrir utan menningarmiðstöð múslima í Pheonix, Arizona, þar sem hann var í bol sem á stoð Fuck Islam. Þá líkti hann sjálfum sér við þá sem skrifuðu undir sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna. Myndbandið má sjá hér að neðan.Ammon Bundy hefur sagt hópurinn ætli sér ekki að yfirgefa svæðið á næstunni. Hann sagði einnig í dag að hópurinn ætlaði sér á næstunni að deila friðarsvæðinu til búgarðaeigenda sem eiga land að friðarsvæðinu og þar með vinda ofan af „aldalöngu óréttlæti stjórnvalda“. Fjölmiðlar í Oregon segja að meðlimir hópsins séu þungvopnaðir, en AP fréttaveitan ræddi við mann sem býr í nærliggjandi bæ. Hann sagðist vita til þess að lögreglumenn í bænum óttist meðlimi hópsins og þá sérstaklega að þeir gætu hefnt sín á börnum lögregluþjónanna. Hins vegar sagðist hann hafa búist við því þegar hann vaknaði í morgun að sjá fjölda alríkislögregluþjóna í bænum. Svo hafi ekki verið. Alríkislögregla Bandaríkjanna sagði frá því í morgun að þeir hefðu tekið við stjórn aðgerða á svæðinu.#OregonUnderAttack Tweets
Tengdar fréttir Vopnaðir menn ögra alríkisstjórninni Hópur vopnaðra manna hefur náð á sitt vald skrifstofum dýraathvarfs í Oregon. Mennirnir segja markmið sitt vera að berjast gegn harðstjórn og hvetja föðurlandsvini til að ganga til liðs við sig. 3. janúar 2016 22:13 FBI tekur málin í sínar hendur í Oregon Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, stýrir nú lögregluaðgerðum í Oregon-ríki þar sem hópur vopnaðra manna hefur náð skrifstofum dýraathvarfs á sitt vald. 4. janúar 2016 11:06 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Sjá meira
Vopnaðir menn ögra alríkisstjórninni Hópur vopnaðra manna hefur náð á sitt vald skrifstofum dýraathvarfs í Oregon. Mennirnir segja markmið sitt vera að berjast gegn harðstjórn og hvetja föðurlandsvini til að ganga til liðs við sig. 3. janúar 2016 22:13
FBI tekur málin í sínar hendur í Oregon Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, stýrir nú lögregluaðgerðum í Oregon-ríki þar sem hópur vopnaðra manna hefur náð skrifstofum dýraathvarfs á sitt vald. 4. janúar 2016 11:06