Þrettán handteknir til viðbótar vegna flótta eiturlyfjabaróns Birgir Olgeirsson skrifar 19. september 2015 20:57 Guzman slapp úr Altiplano-fangelsinu í Mexíkó með því að smeygja sér í gegnum holu í sturtuklefa fangelsisins. Þaðan komst hann í rúmlega kílómetra löng göng sem voru búin lýsingu og loftræstikerfi og beið hans sérútbúið bifhjól. Vísir/EPA Mexíkósk yfirvöld hafa handtekið þrettán til viðbótar í tengslum við rannsóknina á fangelsisflótta eiturlyfjabarónsins Joaquin „El Chapo" Guzman. Hann er sagður einn valdamesti glæpamaður heimsins í dag en hann er eftirlýstur í Mexíkó og Bandaríkjunum fyrir glæpi sína. Hann slapp úr Altiplano-fangelsinu í Mexíkó 11. júlí síðastliðinn með því að smeygja sér í gegnum holu í sturtuklefa fangelsisins. Þaðan komst hann í rúmlega kílómetra löng göng sem voru búin lýsingu og loftræstikerfi og beið hans sérútbúið bifhjól.Sjá einnig: Sjáðu göngin sem hinn smávaxni notaði til að flýja Þetta var í annað skiptið sem hann nær að strjúka úr fangelsi. Síðast var það árið 2001 en það tók yfirvöld í Mexíkó þrettán ár að hafa upp á honum. Bandaríska fréttastofan CNN segir fjölmarga hafa verið grunaða um að hafa aðstoðað Guzman við flóttann en sex dögum eftir að hann slapp úr fangelsinu voru sjö starfsmenn fangelsisins handteknir. Eftir að Guzman hvarf úr augsýn eftirlitsmyndavéla í sturtuklefanum liðu átján mínútur áður en fangaverðir fóru og athuguðu málið. Nærri því hálftími leið frá þeirri stundu þar til tilkynnt var um flótta hans. Grunur innanríkisráðuneytisins í Mexíkó beindist fljótlega að starfsmönnum fangelsisins en CNN segir rannsóknarblaðamanninn AnabelHernandez hafa komist að því að yfirvöld hefðu haft fjölda vísbendinga um að Guzman væri að undirbúa flótta. Til að mynda var vitað frá því í mars að aðilar á vegum Guzmans hefðu skoðað teikningar af fangelsinu. Þá höfðu fangar kvartað yfir miklum hávaða sem væri í líkingu við stórframkvæmdir.Hernandez hafði komist yfir yfirheyrslugögn í tengslum við rannsókn á flóttanum en CNN segir embætti ríkissaksóknara Mexíkó hafa neitað að tjá sig um málið.Guzman er leiðtogi Sinaloa-glæpasamtakanna sem eru sögð standa að baki miklum innflutningi á kannabisefnum, kókaíni og heróíni til Bandaríkjanna. Bandaríska tímaritið Forbes lagði eitt sinn mat á auðæfi Guzman sem voru talin nema einum milljarði Bandaríkjadala. Yfirvöld hafa heitið 3,8 milljónum dala fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku hans. Tengdar fréttir Sjáðu göngin sem hinn smávaxni notaði til að flýja Strokufanginn Guzman hafði afnot af vélknúnum vagni til að flytja jarðveg úr flóttagöngunum sínum. 16. júlí 2015 12:00 Goðsagnakenndur eitulyfjabarón sleppur á ný Eiturlyfjabaróninn Joaquin Guzman, sem alla jafn er kallaður El Chapo eða "Sá stutti,“ slapp úr fangelsi í Mexíkó í morgun. 12. júlí 2015 11:22 Bjóða sextíu milljónir pesóa fyrir upplýsingar um eiturlyfjamógúl Joaquin Guzman hefur enn ekki fundist. Göngin sem veittu honum frelsi þykja fullkomin og víst að fangaverðir hafi aðstoðað hann við flóttann. 14. júlí 2015 07:57 Strokið þykir mikið áfall fyrir forsetann Ráðist hefur verið í umfangsmiklar aðgerðir til að finna strokufangann Joaquin Guzman í Mexíkó. 14. júlí 2015 07:00 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Mexíkósk yfirvöld hafa handtekið þrettán til viðbótar í tengslum við rannsóknina á fangelsisflótta eiturlyfjabarónsins Joaquin „El Chapo" Guzman. Hann er sagður einn valdamesti glæpamaður heimsins í dag en hann er eftirlýstur í Mexíkó og Bandaríkjunum fyrir glæpi sína. Hann slapp úr Altiplano-fangelsinu í Mexíkó 11. júlí síðastliðinn með því að smeygja sér í gegnum holu í sturtuklefa fangelsisins. Þaðan komst hann í rúmlega kílómetra löng göng sem voru búin lýsingu og loftræstikerfi og beið hans sérútbúið bifhjól.Sjá einnig: Sjáðu göngin sem hinn smávaxni notaði til að flýja Þetta var í annað skiptið sem hann nær að strjúka úr fangelsi. Síðast var það árið 2001 en það tók yfirvöld í Mexíkó þrettán ár að hafa upp á honum. Bandaríska fréttastofan CNN segir fjölmarga hafa verið grunaða um að hafa aðstoðað Guzman við flóttann en sex dögum eftir að hann slapp úr fangelsinu voru sjö starfsmenn fangelsisins handteknir. Eftir að Guzman hvarf úr augsýn eftirlitsmyndavéla í sturtuklefanum liðu átján mínútur áður en fangaverðir fóru og athuguðu málið. Nærri því hálftími leið frá þeirri stundu þar til tilkynnt var um flótta hans. Grunur innanríkisráðuneytisins í Mexíkó beindist fljótlega að starfsmönnum fangelsisins en CNN segir rannsóknarblaðamanninn AnabelHernandez hafa komist að því að yfirvöld hefðu haft fjölda vísbendinga um að Guzman væri að undirbúa flótta. Til að mynda var vitað frá því í mars að aðilar á vegum Guzmans hefðu skoðað teikningar af fangelsinu. Þá höfðu fangar kvartað yfir miklum hávaða sem væri í líkingu við stórframkvæmdir.Hernandez hafði komist yfir yfirheyrslugögn í tengslum við rannsókn á flóttanum en CNN segir embætti ríkissaksóknara Mexíkó hafa neitað að tjá sig um málið.Guzman er leiðtogi Sinaloa-glæpasamtakanna sem eru sögð standa að baki miklum innflutningi á kannabisefnum, kókaíni og heróíni til Bandaríkjanna. Bandaríska tímaritið Forbes lagði eitt sinn mat á auðæfi Guzman sem voru talin nema einum milljarði Bandaríkjadala. Yfirvöld hafa heitið 3,8 milljónum dala fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku hans.
Tengdar fréttir Sjáðu göngin sem hinn smávaxni notaði til að flýja Strokufanginn Guzman hafði afnot af vélknúnum vagni til að flytja jarðveg úr flóttagöngunum sínum. 16. júlí 2015 12:00 Goðsagnakenndur eitulyfjabarón sleppur á ný Eiturlyfjabaróninn Joaquin Guzman, sem alla jafn er kallaður El Chapo eða "Sá stutti,“ slapp úr fangelsi í Mexíkó í morgun. 12. júlí 2015 11:22 Bjóða sextíu milljónir pesóa fyrir upplýsingar um eiturlyfjamógúl Joaquin Guzman hefur enn ekki fundist. Göngin sem veittu honum frelsi þykja fullkomin og víst að fangaverðir hafi aðstoðað hann við flóttann. 14. júlí 2015 07:57 Strokið þykir mikið áfall fyrir forsetann Ráðist hefur verið í umfangsmiklar aðgerðir til að finna strokufangann Joaquin Guzman í Mexíkó. 14. júlí 2015 07:00 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Sjáðu göngin sem hinn smávaxni notaði til að flýja Strokufanginn Guzman hafði afnot af vélknúnum vagni til að flytja jarðveg úr flóttagöngunum sínum. 16. júlí 2015 12:00
Goðsagnakenndur eitulyfjabarón sleppur á ný Eiturlyfjabaróninn Joaquin Guzman, sem alla jafn er kallaður El Chapo eða "Sá stutti,“ slapp úr fangelsi í Mexíkó í morgun. 12. júlí 2015 11:22
Bjóða sextíu milljónir pesóa fyrir upplýsingar um eiturlyfjamógúl Joaquin Guzman hefur enn ekki fundist. Göngin sem veittu honum frelsi þykja fullkomin og víst að fangaverðir hafi aðstoðað hann við flóttann. 14. júlí 2015 07:57
Strokið þykir mikið áfall fyrir forsetann Ráðist hefur verið í umfangsmiklar aðgerðir til að finna strokufangann Joaquin Guzman í Mexíkó. 14. júlí 2015 07:00