Þrettán handteknir til viðbótar vegna flótta eiturlyfjabaróns Birgir Olgeirsson skrifar 19. september 2015 20:57 Guzman slapp úr Altiplano-fangelsinu í Mexíkó með því að smeygja sér í gegnum holu í sturtuklefa fangelsisins. Þaðan komst hann í rúmlega kílómetra löng göng sem voru búin lýsingu og loftræstikerfi og beið hans sérútbúið bifhjól. Vísir/EPA Mexíkósk yfirvöld hafa handtekið þrettán til viðbótar í tengslum við rannsóknina á fangelsisflótta eiturlyfjabarónsins Joaquin „El Chapo" Guzman. Hann er sagður einn valdamesti glæpamaður heimsins í dag en hann er eftirlýstur í Mexíkó og Bandaríkjunum fyrir glæpi sína. Hann slapp úr Altiplano-fangelsinu í Mexíkó 11. júlí síðastliðinn með því að smeygja sér í gegnum holu í sturtuklefa fangelsisins. Þaðan komst hann í rúmlega kílómetra löng göng sem voru búin lýsingu og loftræstikerfi og beið hans sérútbúið bifhjól.Sjá einnig: Sjáðu göngin sem hinn smávaxni notaði til að flýja Þetta var í annað skiptið sem hann nær að strjúka úr fangelsi. Síðast var það árið 2001 en það tók yfirvöld í Mexíkó þrettán ár að hafa upp á honum. Bandaríska fréttastofan CNN segir fjölmarga hafa verið grunaða um að hafa aðstoðað Guzman við flóttann en sex dögum eftir að hann slapp úr fangelsinu voru sjö starfsmenn fangelsisins handteknir. Eftir að Guzman hvarf úr augsýn eftirlitsmyndavéla í sturtuklefanum liðu átján mínútur áður en fangaverðir fóru og athuguðu málið. Nærri því hálftími leið frá þeirri stundu þar til tilkynnt var um flótta hans. Grunur innanríkisráðuneytisins í Mexíkó beindist fljótlega að starfsmönnum fangelsisins en CNN segir rannsóknarblaðamanninn AnabelHernandez hafa komist að því að yfirvöld hefðu haft fjölda vísbendinga um að Guzman væri að undirbúa flótta. Til að mynda var vitað frá því í mars að aðilar á vegum Guzmans hefðu skoðað teikningar af fangelsinu. Þá höfðu fangar kvartað yfir miklum hávaða sem væri í líkingu við stórframkvæmdir.Hernandez hafði komist yfir yfirheyrslugögn í tengslum við rannsókn á flóttanum en CNN segir embætti ríkissaksóknara Mexíkó hafa neitað að tjá sig um málið.Guzman er leiðtogi Sinaloa-glæpasamtakanna sem eru sögð standa að baki miklum innflutningi á kannabisefnum, kókaíni og heróíni til Bandaríkjanna. Bandaríska tímaritið Forbes lagði eitt sinn mat á auðæfi Guzman sem voru talin nema einum milljarði Bandaríkjadala. Yfirvöld hafa heitið 3,8 milljónum dala fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku hans. Tengdar fréttir Sjáðu göngin sem hinn smávaxni notaði til að flýja Strokufanginn Guzman hafði afnot af vélknúnum vagni til að flytja jarðveg úr flóttagöngunum sínum. 16. júlí 2015 12:00 Goðsagnakenndur eitulyfjabarón sleppur á ný Eiturlyfjabaróninn Joaquin Guzman, sem alla jafn er kallaður El Chapo eða "Sá stutti,“ slapp úr fangelsi í Mexíkó í morgun. 12. júlí 2015 11:22 Bjóða sextíu milljónir pesóa fyrir upplýsingar um eiturlyfjamógúl Joaquin Guzman hefur enn ekki fundist. Göngin sem veittu honum frelsi þykja fullkomin og víst að fangaverðir hafi aðstoðað hann við flóttann. 14. júlí 2015 07:57 Strokið þykir mikið áfall fyrir forsetann Ráðist hefur verið í umfangsmiklar aðgerðir til að finna strokufangann Joaquin Guzman í Mexíkó. 14. júlí 2015 07:00 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira
Mexíkósk yfirvöld hafa handtekið þrettán til viðbótar í tengslum við rannsóknina á fangelsisflótta eiturlyfjabarónsins Joaquin „El Chapo" Guzman. Hann er sagður einn valdamesti glæpamaður heimsins í dag en hann er eftirlýstur í Mexíkó og Bandaríkjunum fyrir glæpi sína. Hann slapp úr Altiplano-fangelsinu í Mexíkó 11. júlí síðastliðinn með því að smeygja sér í gegnum holu í sturtuklefa fangelsisins. Þaðan komst hann í rúmlega kílómetra löng göng sem voru búin lýsingu og loftræstikerfi og beið hans sérútbúið bifhjól.Sjá einnig: Sjáðu göngin sem hinn smávaxni notaði til að flýja Þetta var í annað skiptið sem hann nær að strjúka úr fangelsi. Síðast var það árið 2001 en það tók yfirvöld í Mexíkó þrettán ár að hafa upp á honum. Bandaríska fréttastofan CNN segir fjölmarga hafa verið grunaða um að hafa aðstoðað Guzman við flóttann en sex dögum eftir að hann slapp úr fangelsinu voru sjö starfsmenn fangelsisins handteknir. Eftir að Guzman hvarf úr augsýn eftirlitsmyndavéla í sturtuklefanum liðu átján mínútur áður en fangaverðir fóru og athuguðu málið. Nærri því hálftími leið frá þeirri stundu þar til tilkynnt var um flótta hans. Grunur innanríkisráðuneytisins í Mexíkó beindist fljótlega að starfsmönnum fangelsisins en CNN segir rannsóknarblaðamanninn AnabelHernandez hafa komist að því að yfirvöld hefðu haft fjölda vísbendinga um að Guzman væri að undirbúa flótta. Til að mynda var vitað frá því í mars að aðilar á vegum Guzmans hefðu skoðað teikningar af fangelsinu. Þá höfðu fangar kvartað yfir miklum hávaða sem væri í líkingu við stórframkvæmdir.Hernandez hafði komist yfir yfirheyrslugögn í tengslum við rannsókn á flóttanum en CNN segir embætti ríkissaksóknara Mexíkó hafa neitað að tjá sig um málið.Guzman er leiðtogi Sinaloa-glæpasamtakanna sem eru sögð standa að baki miklum innflutningi á kannabisefnum, kókaíni og heróíni til Bandaríkjanna. Bandaríska tímaritið Forbes lagði eitt sinn mat á auðæfi Guzman sem voru talin nema einum milljarði Bandaríkjadala. Yfirvöld hafa heitið 3,8 milljónum dala fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku hans.
Tengdar fréttir Sjáðu göngin sem hinn smávaxni notaði til að flýja Strokufanginn Guzman hafði afnot af vélknúnum vagni til að flytja jarðveg úr flóttagöngunum sínum. 16. júlí 2015 12:00 Goðsagnakenndur eitulyfjabarón sleppur á ný Eiturlyfjabaróninn Joaquin Guzman, sem alla jafn er kallaður El Chapo eða "Sá stutti,“ slapp úr fangelsi í Mexíkó í morgun. 12. júlí 2015 11:22 Bjóða sextíu milljónir pesóa fyrir upplýsingar um eiturlyfjamógúl Joaquin Guzman hefur enn ekki fundist. Göngin sem veittu honum frelsi þykja fullkomin og víst að fangaverðir hafi aðstoðað hann við flóttann. 14. júlí 2015 07:57 Strokið þykir mikið áfall fyrir forsetann Ráðist hefur verið í umfangsmiklar aðgerðir til að finna strokufangann Joaquin Guzman í Mexíkó. 14. júlí 2015 07:00 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira
Sjáðu göngin sem hinn smávaxni notaði til að flýja Strokufanginn Guzman hafði afnot af vélknúnum vagni til að flytja jarðveg úr flóttagöngunum sínum. 16. júlí 2015 12:00
Goðsagnakenndur eitulyfjabarón sleppur á ný Eiturlyfjabaróninn Joaquin Guzman, sem alla jafn er kallaður El Chapo eða "Sá stutti,“ slapp úr fangelsi í Mexíkó í morgun. 12. júlí 2015 11:22
Bjóða sextíu milljónir pesóa fyrir upplýsingar um eiturlyfjamógúl Joaquin Guzman hefur enn ekki fundist. Göngin sem veittu honum frelsi þykja fullkomin og víst að fangaverðir hafi aðstoðað hann við flóttann. 14. júlí 2015 07:57
Strokið þykir mikið áfall fyrir forsetann Ráðist hefur verið í umfangsmiklar aðgerðir til að finna strokufangann Joaquin Guzman í Mexíkó. 14. júlí 2015 07:00