Framundan árið 2016: Forsetakosningar, Ólympíuleikar, hlaupár og Independence Day 2 Atli Ísleifsson skrifar 7. janúar 2016 09:15 Mikið fréttaár framundan. Myndir/AFP Forsetakosningar í Bandaríkjunum, Ólympíuleikar í Rio de Janeiro, geimferðir, þingkosningar í Rússlandi, mögulegt kjör á nýjum framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og fleiri mál verða vafalaust áberandi á árinu sem nú er nýhafið. Vísir hefur tekið saman brot af því markverðasta sem verður á dagskrá á erlendum vettvangi á árinu 2016 sem er nú gengið í garð.HlaupárÁrið verður lengra en vanalega þar sem árið 2016 er hlaupár. Þar sem 29. febrúar bætist við verða dagarnir á árinu því 366 talsins.Bandarískar forsetakosningarBandaríkjamenn munu kjósa sér nýjan forseta þann 8. nóvember, en annað kjörtímabil Barack Obama Bandaríkjaforseta mun klárast í janúar á næsta ári. Forval flokkanna hefjast í Iowa-ríki þann 1. febrúar. Fastlega er búist við að Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra, verði frambjóðandi Demókrataflokksins, en meiri spenna er í herbúðum Repúblikanaflokksins þar sem auðjöfurinn Donald Trump hefur mælst með mest fylgi í skoðanakönnunum. Síðasta forval flokkanna verður haldið þann 7. júní.Juno skotið á loft.Vísir/aFPGeimferða- og stjarnvísindaáriðEvrópska geimvísindastofnunin ESA mun senda ExoMars á loft milli 14.-25. mars. ExoMars er tvö geimför og mun kanninn fara á braut um Mars 19. október 2016 en Schiaparelli tilraunarfarið á að lenda á yfirborði Mars sama dag. Geimfarið Juno (NASA) fer á braut um Júpíter hinn 4. júlí 2016 eftir fimm ára ferðalag frá Jörðinni. Þá verður OSIRIS-REx (NASA) skotið á loft í september 2016. Í september 2019 á geimfarið að lenda á og safna sýnum af smástirninu (101955 Bennu). Nánar má lesa um árið framundan á sviði stjarnvísinda og geimferða á Stjörnufræðivefnum.Kosningar víða um heimRússar munu kjósa sér nýtt þing þann 18. september. Sömuleiðis verða á árinu haldnar þingkosningar á Írlandi (í síðasta lagi í apríl), Slóvakíu (5. mars), Rúmeníu og Litháen (9. október). Portúgalir munu kjósa sér nýjan forseta (24. janúar og 14. febrúar), líkt og Austurríkismenn (apríl) og við Íslendingar (25. júní). Þá munu Skotar og Norður-Írar kjósa sér nýtt þing, auk þess að Lundúnabúar kjósa sér nýjan borgarstjóra þann 5. maí. Einnig er möguleiki á að Ástralir muni kjósa sér nýtt þing en þingkosningar verða að fara fram í landinu fyrir miðjan janúarmánuð 2017.Merkúr gengur fyrir sóluReikistjarnan Merkúr mun ganga fyrir sólu hinn 9. maí og er það í fyrsta sinn sem það gerist frá árinu 2006. Á Stjörnufræðivefnum segir að þvergangan hefjist þegar Merkúr gengur inn fyrir skífu sólar vinstra megin frá Jörðu séð klukkan 11:13. Klukkan 14:57 er þvergangan í hámarki en henni lýkur klukkan 18:41. Merkúr er svo smár að hann sést ekki með berum augum og því verður nauðsynlegt að nota sjónauka með viðeigandi sólarsíum framan við til að fylgjast með þvergöngunni.Ban Ki-moon mun líklegast láta af störfum sem framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í árslok.Vísir/AFPLengstu og dýpstu göng heims opnaÁætlað er við að Gotthard-göngin í svissnesku Ölpunum verði opnuð þann 1. júní. Lestargöngin eru 57 kílómetrar að lengd og verða þau lengstu í heimi.EM í fótboltaEvrópumótið í fótbolta karla fer fram í Frakklandi dagana 10. júní til 10. júlí. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenska karlalandsliðið hefur unnið sér þátttökurétt á stórmóti og verða Íslendingar í riðli með Portúgölum, Austurríkismönnum og Ungverjum. Úrslitaleikur mótsins fer fram á Stade de France í Parísarborg þann 10. júlí.Ólympíuleikarnir í Ríó de JaneiroSumarólympíuleikar fara fram í brasilísku stórborginni Rio de Janeiro dagana 5. til 21. ágúst. Þetta er í fyrsta sinn sem leikarnir fara fram í Suður-Ameríku. Búist er við að 10.500 íþróttamenn muni taka þátt í leikunum og keppa undir fánum 206 landa.Nýr framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna?Búist er við að Suður-Kóreumaðurinn Ban Ki-moon láti af embætti framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í árslok þegar annað kjörtímabil hans er á enda. Ban tók við embættinu í ársbyrjun 2007 af Ganamanninum Kofi Annan. Nýr framkvæmdastjóri verður því líklegast valinn í haust.BíóáriðKvikmyndaunnendur geta einnig hlakkað til komandi mánaða þar sem hver stórmyndin á fætur annarri verður frumsýnd. Á meðal þeirra mynda sem beðið er með sérstakri eftirvæntingu má nefna Marvel-myndina Captain America: Civil War, Batman vs. Superman: The Dawn of Justice, Batman-myndina Suicide Squad, Finding Dory (framhald á Finding Nemo), Star Trek Beyond, Ghostbusters, Independence Day: Resurgence, Zoolander 2, Deadpool, Fantastic Beasts and Where to Find Them og Rogue One: A Star Wars Story. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Innlendar fréttir ársins 2015: Hlín og Malín, verkföll, óveður, flóttamenn og kúkur á Þingvöllum Líkt og fyrri ár er af nógu að taka þegar litið er yfir það sem bar hæst í fréttum á árinu sem er að líða. 18. desember 2015 10:00 Þau kvöddu á árinu 2015 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. Vísir tók saman nokkur nöfn sem Íslendingum ættu að vera kunnug. 17. desember 2015 14:45 Erlendar fréttir ársins 2015: Flóttamenn, hryðjuverk í París, skuldavandi Grikkja, loftslagsmál og fleira Árið 2015 var síður en svo tíðindalítið og hefur Vísir tekið saman nokkur af helstu fréttamálum ársins á erlendum vettvangi. 16. desember 2015 09:45 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Sjá meira
Forsetakosningar í Bandaríkjunum, Ólympíuleikar í Rio de Janeiro, geimferðir, þingkosningar í Rússlandi, mögulegt kjör á nýjum framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og fleiri mál verða vafalaust áberandi á árinu sem nú er nýhafið. Vísir hefur tekið saman brot af því markverðasta sem verður á dagskrá á erlendum vettvangi á árinu 2016 sem er nú gengið í garð.HlaupárÁrið verður lengra en vanalega þar sem árið 2016 er hlaupár. Þar sem 29. febrúar bætist við verða dagarnir á árinu því 366 talsins.Bandarískar forsetakosningarBandaríkjamenn munu kjósa sér nýjan forseta þann 8. nóvember, en annað kjörtímabil Barack Obama Bandaríkjaforseta mun klárast í janúar á næsta ári. Forval flokkanna hefjast í Iowa-ríki þann 1. febrúar. Fastlega er búist við að Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra, verði frambjóðandi Demókrataflokksins, en meiri spenna er í herbúðum Repúblikanaflokksins þar sem auðjöfurinn Donald Trump hefur mælst með mest fylgi í skoðanakönnunum. Síðasta forval flokkanna verður haldið þann 7. júní.Juno skotið á loft.Vísir/aFPGeimferða- og stjarnvísindaáriðEvrópska geimvísindastofnunin ESA mun senda ExoMars á loft milli 14.-25. mars. ExoMars er tvö geimför og mun kanninn fara á braut um Mars 19. október 2016 en Schiaparelli tilraunarfarið á að lenda á yfirborði Mars sama dag. Geimfarið Juno (NASA) fer á braut um Júpíter hinn 4. júlí 2016 eftir fimm ára ferðalag frá Jörðinni. Þá verður OSIRIS-REx (NASA) skotið á loft í september 2016. Í september 2019 á geimfarið að lenda á og safna sýnum af smástirninu (101955 Bennu). Nánar má lesa um árið framundan á sviði stjarnvísinda og geimferða á Stjörnufræðivefnum.Kosningar víða um heimRússar munu kjósa sér nýtt þing þann 18. september. Sömuleiðis verða á árinu haldnar þingkosningar á Írlandi (í síðasta lagi í apríl), Slóvakíu (5. mars), Rúmeníu og Litháen (9. október). Portúgalir munu kjósa sér nýjan forseta (24. janúar og 14. febrúar), líkt og Austurríkismenn (apríl) og við Íslendingar (25. júní). Þá munu Skotar og Norður-Írar kjósa sér nýtt þing, auk þess að Lundúnabúar kjósa sér nýjan borgarstjóra þann 5. maí. Einnig er möguleiki á að Ástralir muni kjósa sér nýtt þing en þingkosningar verða að fara fram í landinu fyrir miðjan janúarmánuð 2017.Merkúr gengur fyrir sóluReikistjarnan Merkúr mun ganga fyrir sólu hinn 9. maí og er það í fyrsta sinn sem það gerist frá árinu 2006. Á Stjörnufræðivefnum segir að þvergangan hefjist þegar Merkúr gengur inn fyrir skífu sólar vinstra megin frá Jörðu séð klukkan 11:13. Klukkan 14:57 er þvergangan í hámarki en henni lýkur klukkan 18:41. Merkúr er svo smár að hann sést ekki með berum augum og því verður nauðsynlegt að nota sjónauka með viðeigandi sólarsíum framan við til að fylgjast með þvergöngunni.Ban Ki-moon mun líklegast láta af störfum sem framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í árslok.Vísir/AFPLengstu og dýpstu göng heims opnaÁætlað er við að Gotthard-göngin í svissnesku Ölpunum verði opnuð þann 1. júní. Lestargöngin eru 57 kílómetrar að lengd og verða þau lengstu í heimi.EM í fótboltaEvrópumótið í fótbolta karla fer fram í Frakklandi dagana 10. júní til 10. júlí. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenska karlalandsliðið hefur unnið sér þátttökurétt á stórmóti og verða Íslendingar í riðli með Portúgölum, Austurríkismönnum og Ungverjum. Úrslitaleikur mótsins fer fram á Stade de France í Parísarborg þann 10. júlí.Ólympíuleikarnir í Ríó de JaneiroSumarólympíuleikar fara fram í brasilísku stórborginni Rio de Janeiro dagana 5. til 21. ágúst. Þetta er í fyrsta sinn sem leikarnir fara fram í Suður-Ameríku. Búist er við að 10.500 íþróttamenn muni taka þátt í leikunum og keppa undir fánum 206 landa.Nýr framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna?Búist er við að Suður-Kóreumaðurinn Ban Ki-moon láti af embætti framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í árslok þegar annað kjörtímabil hans er á enda. Ban tók við embættinu í ársbyrjun 2007 af Ganamanninum Kofi Annan. Nýr framkvæmdastjóri verður því líklegast valinn í haust.BíóáriðKvikmyndaunnendur geta einnig hlakkað til komandi mánaða þar sem hver stórmyndin á fætur annarri verður frumsýnd. Á meðal þeirra mynda sem beðið er með sérstakri eftirvæntingu má nefna Marvel-myndina Captain America: Civil War, Batman vs. Superman: The Dawn of Justice, Batman-myndina Suicide Squad, Finding Dory (framhald á Finding Nemo), Star Trek Beyond, Ghostbusters, Independence Day: Resurgence, Zoolander 2, Deadpool, Fantastic Beasts and Where to Find Them og Rogue One: A Star Wars Story.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Innlendar fréttir ársins 2015: Hlín og Malín, verkföll, óveður, flóttamenn og kúkur á Þingvöllum Líkt og fyrri ár er af nógu að taka þegar litið er yfir það sem bar hæst í fréttum á árinu sem er að líða. 18. desember 2015 10:00 Þau kvöddu á árinu 2015 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. Vísir tók saman nokkur nöfn sem Íslendingum ættu að vera kunnug. 17. desember 2015 14:45 Erlendar fréttir ársins 2015: Flóttamenn, hryðjuverk í París, skuldavandi Grikkja, loftslagsmál og fleira Árið 2015 var síður en svo tíðindalítið og hefur Vísir tekið saman nokkur af helstu fréttamálum ársins á erlendum vettvangi. 16. desember 2015 09:45 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Sjá meira
Innlendar fréttir ársins 2015: Hlín og Malín, verkföll, óveður, flóttamenn og kúkur á Þingvöllum Líkt og fyrri ár er af nógu að taka þegar litið er yfir það sem bar hæst í fréttum á árinu sem er að líða. 18. desember 2015 10:00
Þau kvöddu á árinu 2015 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. Vísir tók saman nokkur nöfn sem Íslendingum ættu að vera kunnug. 17. desember 2015 14:45
Erlendar fréttir ársins 2015: Flóttamenn, hryðjuverk í París, skuldavandi Grikkja, loftslagsmál og fleira Árið 2015 var síður en svo tíðindalítið og hefur Vísir tekið saman nokkur af helstu fréttamálum ársins á erlendum vettvangi. 16. desember 2015 09:45