Erlent

Stjórn Karólínska vikið frá störfum

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Frá einni af fyrstu aðgerðunum þegar gervibarki var græddur í manneskju.
Frá einni af fyrstu aðgerðunum þegar gervibarki var græddur í manneskju. vísir/epa
Sænska ríkisstjórnin hefur vikið stjórn Karólínska sjúkrahússins frá störfum eftir að rannsókn leyddi í ljós að stjórnin hafi gerst sek um vanrækslu þegar skurðlæknirinn Paolo Macchiarini var ráðinn til starfa og honum leyft að framkvæma skurðaðgerðir. Þetta kemur fram á vef Reuters.

Sjúkrahúsið sér um að veita Nóbelsverðlaunin í læknisfræði, en ritari nóbelsverðlaunanefndarinnar hafði áður sagt af sér vegna málsins. Ljóst er að málið er högg á orðstýr sjúkrahússins en rektor Karólínska hefur einnig sagt af sér vegna málsins.

Macchiarini var rekinn í mars síðastliðnum þegar upp kom að hann hefði getið upp rangar upplýsingar á ferilskrá sinni og gerst sekur um vanrækslu eftir að tveir sjúklingar hans létust. 

Yfirvöld í Svíþjóð rannsaka nú Macchiarini en hann liggur undir grun um alvarlega vanrækslu sem leiddi til dauða annars einstaklings. Hann hefur neitað allri sök. 

Hneyksli rétta orðið

Helene Hellmark Knutsson, ráðherra menntamála og rannsókna í Svíþjóð sagði á blaðamannfundi að hneyksli væri rétta orðið yfir málið. „Fólk hefur orðið fyrir skaða vegna gjörða Karolinska stofnunarinnar og Karolinska sjúkrahússins,“ sagði Helene.

Ríkisstjórnin tilkynnti uppsagnirnar eftir að niðurstöður óháðrar rannsóknar voru kynntar. Þar sagði að stjórnin hefði sýnt „sláandi hlutleysi“ gagnvart miklu magni af neikvæðum umsögnun þegar Macchiarini var ráðinn. 

Hellmark Knutsson sagði að rannsóknin leyddi í ljós að sjúkrahúsið hafi brotið lög og reglugerðir og hefði sýnt lögum og siðareglum vanvirðingu. 

Verðlaunaféi verði ráðstafað til aðstandenda

Bo Risberg, fyrrum formaður siðanefndar Karólínska, hefur krafist þess að Nóbels verðlaunin í læknisfræði verði ekki veitt í tvö ár og að verðlaunafénu verði þess í stað ráðstafað til aðstandenda þeirra sjúklinga sem Macchiarini gerði aðgerðir á. 

Macchiarini var ráðinn til Karólínska árið 2010 til að rannsaka stofnfrumumeðferðir. Læknarnir Tómas Guðbjartsson og Óskar Einarsson tóku þátt í einni aðgerð Macchiarini árið 2011 þegar Eritríumaðurinn Andemariam Beyene fékk ígræddan plastbarka með stofnfrumum. Tómas og Óskar hafa aðstoðað við rannsókn á barkaígræðslum Macchiarini.


Tengdar fréttir

Barkaígræðsla sögð siðferðislegt stórslys

Í bréfi Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands til heilbrigðisráðherra er talið mikilvægt að rannsaka þátt íslenskra stofnana í barkaígræðslumálinu svokallaða. Heilbrigðisráðherra vill að þingið skoði möguleika á rannsóknarnefn




Fleiri fréttir

Sjá meira


×