Barkaígræðsla sögð siðferðislegt stórslys Sveinn Arnarsson skrifar 31. maí 2016 07:00 Tómas Þór Guðbjartsson læknir og Andamarian Beyene sumarið 2012. Barkaígræðslan er meðal annars rannsökuð af sænsku lögreglunni. vísir/vilhelm Siðfræðistofnun Háskóla Íslands segir engan vafa leika á að plastbarkamálið svokallaða, þar sem Íslendingar voru bæði leikendur og gerendur, sé eitt alvarlegasta siðferðisslys í heilbrigðisþjónustu á Norðurlöndum. Telur stofnunin mikilvægt að rannsóknarnefnd verði sett á laggirnar til þess að rannsaka hlut Íslands í málinu. „Það er okkar mat, eftir að hafa farið yfir málið og kynnt okkur það sem komið hefur fram, að æskilegt sé að koma upp rannsóknarnefnd hér á landi,“ segir Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands.Salvör Nordal„Rannsóknir Svía nægja ekki til að varpa ljósi á íslenska hluta málsins. Slíka rannsókn verðum við að gera sjálf. Því skiptir miklu máli að við rannsökum hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis og hvað af málinu megi læra. Svíar taka málið föstum tökum og við ættum að gera slíkt hið sama.“ Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði heilbrigðisráðherra að því í fyrirspurn á þingi í gær hvort honum hugnaðist að rannsaka hlut Íslands varðandi barkaígræðslu Paolos Macchiarini, læknis við Karolinska sjúkrahúsið í Stokkhólmi, á Andamarian Beyene sem lést stuttu eftir ígræðsluna.Kristján Þór JúlíussonKristján Þór Júlíusson taldi eðlilegt og æskilegt að Alþingi tæki til skoðunar að skipa sérstaka rannsóknarnefnd til þess að skoða þátt íslenskra sérfræðinga í málinu. Fram hefur komið að barkinn hafi aldrei verið lífvænlegur og það hafi dregið sjúklinginn til dauða. Til þess að rannsóknarnefnd verði að veruleika þarf Alþingi að samþykkja þingsályktun þess efnis. Tómas Guðbjartsson, sem tók þátt í rannsókninni á sínum tíma, vildi ekki tjá sig við Fréttablaðið þegar eftir því var leitað.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. maí Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Plastbarkamálið Tengdar fréttir Ítalski skurðlæknirinn lifði tvöföldu lífi Saga Paolo Macchiarini er svo ótrúleg að hún hljómar eins og handrit að kvikmynd. 15. febrúar 2016 20:55 Ráðherra telur rétt að Alþingi skoði að skipa sérstaka rannsóknarnefnd um barkaígræðslumál Íslenskir læknar höfðu milligöngu um að Erítreumaðurinn Andemariam Beyene undirgekkst barkaígræðslu í Svíþjóð. 30. maí 2016 15:22 Barkaskurðlæknirinn rekinn frá Karólínska Paolo Macchiarini hefur talsvert verið til umfjöllunar vegna plastbarkaígræðslna sinna. 23. mars 2016 13:07 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira
Siðfræðistofnun Háskóla Íslands segir engan vafa leika á að plastbarkamálið svokallaða, þar sem Íslendingar voru bæði leikendur og gerendur, sé eitt alvarlegasta siðferðisslys í heilbrigðisþjónustu á Norðurlöndum. Telur stofnunin mikilvægt að rannsóknarnefnd verði sett á laggirnar til þess að rannsaka hlut Íslands í málinu. „Það er okkar mat, eftir að hafa farið yfir málið og kynnt okkur það sem komið hefur fram, að æskilegt sé að koma upp rannsóknarnefnd hér á landi,“ segir Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands.Salvör Nordal„Rannsóknir Svía nægja ekki til að varpa ljósi á íslenska hluta málsins. Slíka rannsókn verðum við að gera sjálf. Því skiptir miklu máli að við rannsökum hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis og hvað af málinu megi læra. Svíar taka málið föstum tökum og við ættum að gera slíkt hið sama.“ Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði heilbrigðisráðherra að því í fyrirspurn á þingi í gær hvort honum hugnaðist að rannsaka hlut Íslands varðandi barkaígræðslu Paolos Macchiarini, læknis við Karolinska sjúkrahúsið í Stokkhólmi, á Andamarian Beyene sem lést stuttu eftir ígræðsluna.Kristján Þór JúlíussonKristján Þór Júlíusson taldi eðlilegt og æskilegt að Alþingi tæki til skoðunar að skipa sérstaka rannsóknarnefnd til þess að skoða þátt íslenskra sérfræðinga í málinu. Fram hefur komið að barkinn hafi aldrei verið lífvænlegur og það hafi dregið sjúklinginn til dauða. Til þess að rannsóknarnefnd verði að veruleika þarf Alþingi að samþykkja þingsályktun þess efnis. Tómas Guðbjartsson, sem tók þátt í rannsókninni á sínum tíma, vildi ekki tjá sig við Fréttablaðið þegar eftir því var leitað.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. maí
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Plastbarkamálið Tengdar fréttir Ítalski skurðlæknirinn lifði tvöföldu lífi Saga Paolo Macchiarini er svo ótrúleg að hún hljómar eins og handrit að kvikmynd. 15. febrúar 2016 20:55 Ráðherra telur rétt að Alþingi skoði að skipa sérstaka rannsóknarnefnd um barkaígræðslumál Íslenskir læknar höfðu milligöngu um að Erítreumaðurinn Andemariam Beyene undirgekkst barkaígræðslu í Svíþjóð. 30. maí 2016 15:22 Barkaskurðlæknirinn rekinn frá Karólínska Paolo Macchiarini hefur talsvert verið til umfjöllunar vegna plastbarkaígræðslna sinna. 23. mars 2016 13:07 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira
Ítalski skurðlæknirinn lifði tvöföldu lífi Saga Paolo Macchiarini er svo ótrúleg að hún hljómar eins og handrit að kvikmynd. 15. febrúar 2016 20:55
Ráðherra telur rétt að Alþingi skoði að skipa sérstaka rannsóknarnefnd um barkaígræðslumál Íslenskir læknar höfðu milligöngu um að Erítreumaðurinn Andemariam Beyene undirgekkst barkaígræðslu í Svíþjóð. 30. maí 2016 15:22
Barkaskurðlæknirinn rekinn frá Karólínska Paolo Macchiarini hefur talsvert verið til umfjöllunar vegna plastbarkaígræðslna sinna. 23. mars 2016 13:07