Döpur yfir því að svona athugasemdir viðgangist í samfélaginu nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 9. október 2016 21:40 Nancy O'Dell, meðstjórnandi þáttarins Entertainment Tonight, er konan sem Trump talaði um í myndbandinu. MYND/GETTY Nancy O‘Dell, gifta konan sem Donald Trump sagðist hafa reynt við í myndbandi sem var lekið nú á dögunum, hefur tjáð sig opinberlega um ummæli hans. Myndbandið hefur vakið heimsathygli frá birtingu þess og hafa áhrifamiklir repúblikanar dregið stuðning sinn við Trump til baka vegna þess. Í myndbandinu hreykti Trump sér meðal annars af því að komast upp með að káfa á konum og kyssa þær vegna þess að hann væri „stjarna“. „Ég dregst bara sjálfkrafa að fallegum konum. Ég byrja bara að kyssa þær, eins og segull. Bara kyssi þær. Ég bíð ekki einu sinni. Þegar þú ert stjarna leyfa þær þér það. Þú getur gert hvað sem er. Gripið í píkuna á þeim. Þú getur gert hvað sem er,“ sagði Trump í myndbandinu. Hann talaði einnig um konu sem hann hefði reynt ákaflega að sænga hjá, án árangurs, en sú kona er áðurnefnd Nancy O'Dell. „Ég reyndi við hana en það tókst ekki. Ég viðurkenni það,“ sagði Trump um O‘Dell í myndbandinu. „Hún var gift,“ bætti Trump við og sagðist jafnframt hafa farið með konunni í verslunarleiðangur til þess að aðstoða hana við kaup á húsgögnum. O’Dell gaf út yfirlýsingu um málið í Entertainment Tonight en hún er meðstjórnandi þáttarins. „Án alls tillits til stjórnmála, þá er ég döpur yfir því að svona athugasemdir viðgangist yfirhöfuð ennþá í samfélaginu. Þegar ég heyrði athugasemdir [Trumps] í gær voru mikil vonbrigði að heyra slíka hlutgervingu á konum,“ sagði O‘Dell í þættinum. Að hennar mati þarf orðræðan að breytast enda ætti engin kona, eða nokkur manneskja, að verða að umfjöllunarefni af þessu tagi, jafnvel þegar engar myndavélar eru nærri. Donald Trump hefur beðist afsökunar á ummælum sínum en hann fullyrti að ummælin endurspegluðu ekki hans innri mann. Ljóst þykir þó að myndbandið komi til með að hafa skaðleg áhrif á Trump en kosningar til Bandaríkjaforseta munu fara fram 8. nóvember næstkomandi. Myndbandið má sjá í heild sinni hér að neðan. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Harðjaxlar hafa fengið nóg af Trump Robert De Niro og Arnold Schwarzenegger eru búnir að gefast upp á auðkýfingnum. 8. október 2016 19:10 Donald Trump er ekki af baki dottinn Þrátt fyrir mikla ólgu innan Repúblikanaflokksins ætlar auðkýfingurinn sér að halda ótrauður áfram 8. október 2016 17:26 Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31 Trump biðst afsökunar á ummælum sínum um konur „Þessi orð endurspegla ekki hver ég er. Ég biðst afsökunar.“ 8. október 2016 13:15 Frammámenn í Repúblikanaflokknum draga stuðning sinn til baka Fjölmargir áhrifamenn í bandaríska Repúblikanaflokknum hafa farið fram á að Donald Trump forsetaframbjóðandi dragi framboð sitt til baka. 9. október 2016 10:44 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Nancy O‘Dell, gifta konan sem Donald Trump sagðist hafa reynt við í myndbandi sem var lekið nú á dögunum, hefur tjáð sig opinberlega um ummæli hans. Myndbandið hefur vakið heimsathygli frá birtingu þess og hafa áhrifamiklir repúblikanar dregið stuðning sinn við Trump til baka vegna þess. Í myndbandinu hreykti Trump sér meðal annars af því að komast upp með að káfa á konum og kyssa þær vegna þess að hann væri „stjarna“. „Ég dregst bara sjálfkrafa að fallegum konum. Ég byrja bara að kyssa þær, eins og segull. Bara kyssi þær. Ég bíð ekki einu sinni. Þegar þú ert stjarna leyfa þær þér það. Þú getur gert hvað sem er. Gripið í píkuna á þeim. Þú getur gert hvað sem er,“ sagði Trump í myndbandinu. Hann talaði einnig um konu sem hann hefði reynt ákaflega að sænga hjá, án árangurs, en sú kona er áðurnefnd Nancy O'Dell. „Ég reyndi við hana en það tókst ekki. Ég viðurkenni það,“ sagði Trump um O‘Dell í myndbandinu. „Hún var gift,“ bætti Trump við og sagðist jafnframt hafa farið með konunni í verslunarleiðangur til þess að aðstoða hana við kaup á húsgögnum. O’Dell gaf út yfirlýsingu um málið í Entertainment Tonight en hún er meðstjórnandi þáttarins. „Án alls tillits til stjórnmála, þá er ég döpur yfir því að svona athugasemdir viðgangist yfirhöfuð ennþá í samfélaginu. Þegar ég heyrði athugasemdir [Trumps] í gær voru mikil vonbrigði að heyra slíka hlutgervingu á konum,“ sagði O‘Dell í þættinum. Að hennar mati þarf orðræðan að breytast enda ætti engin kona, eða nokkur manneskja, að verða að umfjöllunarefni af þessu tagi, jafnvel þegar engar myndavélar eru nærri. Donald Trump hefur beðist afsökunar á ummælum sínum en hann fullyrti að ummælin endurspegluðu ekki hans innri mann. Ljóst þykir þó að myndbandið komi til með að hafa skaðleg áhrif á Trump en kosningar til Bandaríkjaforseta munu fara fram 8. nóvember næstkomandi. Myndbandið má sjá í heild sinni hér að neðan.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Harðjaxlar hafa fengið nóg af Trump Robert De Niro og Arnold Schwarzenegger eru búnir að gefast upp á auðkýfingnum. 8. október 2016 19:10 Donald Trump er ekki af baki dottinn Þrátt fyrir mikla ólgu innan Repúblikanaflokksins ætlar auðkýfingurinn sér að halda ótrauður áfram 8. október 2016 17:26 Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31 Trump biðst afsökunar á ummælum sínum um konur „Þessi orð endurspegla ekki hver ég er. Ég biðst afsökunar.“ 8. október 2016 13:15 Frammámenn í Repúblikanaflokknum draga stuðning sinn til baka Fjölmargir áhrifamenn í bandaríska Repúblikanaflokknum hafa farið fram á að Donald Trump forsetaframbjóðandi dragi framboð sitt til baka. 9. október 2016 10:44 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Harðjaxlar hafa fengið nóg af Trump Robert De Niro og Arnold Schwarzenegger eru búnir að gefast upp á auðkýfingnum. 8. október 2016 19:10
Donald Trump er ekki af baki dottinn Þrátt fyrir mikla ólgu innan Repúblikanaflokksins ætlar auðkýfingurinn sér að halda ótrauður áfram 8. október 2016 17:26
Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31
Trump biðst afsökunar á ummælum sínum um konur „Þessi orð endurspegla ekki hver ég er. Ég biðst afsökunar.“ 8. október 2016 13:15
Frammámenn í Repúblikanaflokknum draga stuðning sinn til baka Fjölmargir áhrifamenn í bandaríska Repúblikanaflokknum hafa farið fram á að Donald Trump forsetaframbjóðandi dragi framboð sitt til baka. 9. október 2016 10:44