Erlent

Boaty McBoatface fær ekki að heita Boaty McBoatface

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Þetta skip verður nefnt Sir David Attenbourogh.
Þetta skip verður nefnt Sir David Attenbourogh. Mynd/NERC
Hið rándýra rannsóknaskip, sem breskur almenningur vildi að skýrt yrði Boaty McBoatface, hefur verið skýrt í höfuðið á náttúrufræðingnum og sjónvarpsmanninum Sir David Attenborough.

Þegar The Natural Environmental Reaserch Council í Bretlandi kynnti áætlanir sínar um smíði skipsins, sem gjörbylta á vísindarannsóknum Breta á norðurslóðum, var efnt til nafnasamkeppni meðal almennings í Bretlandi. Tillagan Boaty McBoatface, fékk langflest atkvæði, um 124 þúsund, og var því þrýst á að skipið yrði nefnt Boaty McBoatface.

Ráðherra vísinda í Bretlandi, Jo Johnson, var þó ekki alveg á þeim buxunum og sagði að til væru nöfn sem væru „meira við hæfi.“ Áætlaður kostnaður við smíði skipsins er 200 milljónir punda og verður það stærsta og þróaðasta rannsóknarskip sem Bretar hafa smíðað.

Skipið verður því verið nefnt eftir Sir David Attenbourogh sem hefur gert það að ævistarfi að rannsaka náttúruna og miðla undrum hennar áfram til sjónvarpsáhorfenda heima í stofu. Hann verður níræður þann 8. maí næstkomandi og segir það vera mikinn heiður að skipið verði nefnt eftir sér.

Nafnið Boaty McBoatface mun þó lifa áfram en Jo Johnson tilkynnti að lítill kafbátur sem um borð verður í skipinu verði nefndur Boaty McBoatface. Áætlað er að skipið verði sjósett árið 2019.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.