Erlent

Vilja að rándýrt rannsóknarskip verði nefnt Boaty McBoatface

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Skipið er myndarlegt.
Skipið er myndarlegt. Mynd/Skjáskot
Rándýrt rannsóknarskip sem ráðgert er að muni gjörbylta vísindarannsóknum Breta á norðurslóðum er nú í smíðum í Bretlandi. Stofnunin sem stendur að baki smíði skipsins ákvað að almenningur gæti sent inn tillögur að nafni skipsins og er hið skemmtilega en nokkuð undarleg nafn Boaty McBoatface með langflest atkvæði eins og stendur.

Það er The Natural Environmental Reaserch Council í Bretlandi, rannsóknarráð sem styður við rannsóknir í umhverfisvísindum sem fjármagnar skipið og nafnasamkeppnina.

Stefnt er að því að skipið verði sjósett árið 2019 og verður það stærsta og þróaðasta rannsóknarskip sem Bretar hafa smíðað. Um borð verða 20 rannsóknarstofur en áætlaður kostnaður smíðinnar er um 200 milljón punda.

Rannsóknarráðinu þótti það fullkomlega eðlilegt að auglýsa eftir en líklega bjuggust forráðamenn nafnasamkeppninnar ekki við því að Boaty McBoatface myndi hljóta svo góða kosningu.

Önnur nöfn sem koma til greina eru álíka góð. Big Metal Floaty Thingy-Thing, Dave, Bowie og It's Bloody Cold Here koma einnig til greina ásamt Usain Boat og fjölmörgum öðrum nöfnum.

Skipið sjálft mun verða nokkuð glæsilegt eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.