Oscar á leið til Kína fyrir morðfjár Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. desember 2016 16:28 Oscar fær væntanlega smá í vasann fyrir að spila í Kína. vísir/getty Brasilíski fótboltamaðurinn Oscar, sem leikur með Chelsea í ensku úrvalsdeildinni, er á leið til kínverska úrvalsdeildarliðsins Shanghai SIPG fyrir 52 milljónr punda eða því sem nemur 7,3 milljörðum króna. Frá þessu greinir Daily Mail. Oscar, sem er 25 ára gamall sóknarsinnaður miðjumaður, kom til Chelsea frá Internacional í heimalandinu árið 2012. Hann hefur síðan þá spilað 203 leiki, skorað 38 mörk og lagt upp önnur 37. Brassinn hefur verið einn af lykilmönnum Chelsea undanfarin ár en á síðustu leiktíð spilaði hann 27 leiki Chelsea í ensku úrvalsdeildinni, sjö í Meistaradeildinni og fjóra í bikarnum. Tækifærunum hefur farið fækkandi á þessu tímabili. Hann var í byrjunarliði Chelsea undir stjórn Antonio Conte til að byrja með á leiktíðinni. Oscar byrjaði fyrstu fimm leikina í ensku úrvalsdeildinni en eftir 2-1 tap gegn Liverpool í fimmtu umferð hefur hann ekki byrjað leik. Oscar hefur síðan þá aðeins komið við sögu í fjórum af tíu leikjum Chelsea og ekki spilað í heildina nema 36 mínútur af síðustu 900 í deildinni. Brassinn virðist ætla að vera næsta stjarna sem kínverska úrvalsdeildarfélag kaupir fyrir morðfjár en þangað hafa farið leikmenn á borð við Jackson Martínez, Ezequiel Lavezzi, Ramires og Alex Teixeira á undanförnum mánuðum. Oscar mun hitta aðra slíka stjörnu, samlanda sinn Hulk, hjá Sjanghæ-liðinu en hann var keyptur þangað á svipaða upphæð í sumar. Hulk fær greiddar 20 milljónir evra árlega fyrir störf sín í Kína. Liðið þjálfar Portúgalinn André Villas-Boas sem áður stýrði Porto, Chelsea, Tottenham og Zenit frá Pétursborg. Shanghai SHIP hafnaði í þriðja sæti kínversku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Enski boltinn Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Fleiri fréttir Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Sjá meira
Brasilíski fótboltamaðurinn Oscar, sem leikur með Chelsea í ensku úrvalsdeildinni, er á leið til kínverska úrvalsdeildarliðsins Shanghai SIPG fyrir 52 milljónr punda eða því sem nemur 7,3 milljörðum króna. Frá þessu greinir Daily Mail. Oscar, sem er 25 ára gamall sóknarsinnaður miðjumaður, kom til Chelsea frá Internacional í heimalandinu árið 2012. Hann hefur síðan þá spilað 203 leiki, skorað 38 mörk og lagt upp önnur 37. Brassinn hefur verið einn af lykilmönnum Chelsea undanfarin ár en á síðustu leiktíð spilaði hann 27 leiki Chelsea í ensku úrvalsdeildinni, sjö í Meistaradeildinni og fjóra í bikarnum. Tækifærunum hefur farið fækkandi á þessu tímabili. Hann var í byrjunarliði Chelsea undir stjórn Antonio Conte til að byrja með á leiktíðinni. Oscar byrjaði fyrstu fimm leikina í ensku úrvalsdeildinni en eftir 2-1 tap gegn Liverpool í fimmtu umferð hefur hann ekki byrjað leik. Oscar hefur síðan þá aðeins komið við sögu í fjórum af tíu leikjum Chelsea og ekki spilað í heildina nema 36 mínútur af síðustu 900 í deildinni. Brassinn virðist ætla að vera næsta stjarna sem kínverska úrvalsdeildarfélag kaupir fyrir morðfjár en þangað hafa farið leikmenn á borð við Jackson Martínez, Ezequiel Lavezzi, Ramires og Alex Teixeira á undanförnum mánuðum. Oscar mun hitta aðra slíka stjörnu, samlanda sinn Hulk, hjá Sjanghæ-liðinu en hann var keyptur þangað á svipaða upphæð í sumar. Hulk fær greiddar 20 milljónir evra árlega fyrir störf sín í Kína. Liðið þjálfar Portúgalinn André Villas-Boas sem áður stýrði Porto, Chelsea, Tottenham og Zenit frá Pétursborg. Shanghai SHIP hafnaði í þriðja sæti kínversku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð.
Enski boltinn Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Fleiri fréttir Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn