Erlent

Trump, Pútín og Beyoncé tilnefnd sem manneskja ársins hjá TIME

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Nú líður að áramótum og því styttist í val tímaritsins TIME á manneskju ársins.
Nú líður að áramótum og því styttist í val tímaritsins TIME á manneskju ársins. Vísir/Getty
Nú líður að áramótum og því styttist í val tímaritsins TIME á manneskju ársins. Meðal tilnefndra eru Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, Vladimír Pútín forseti Rússlands og poppstjarnan Beyoncé.

TIME velur árlega manneskju eða hugmynd sem hefur haft hve mest áhrif á alheimsfréttir á hverju ári. TIME hefur valið manneskju ársins síðan 1927. Í fyrra var Angela Merkel Þýskalandskanslari manneskja ársins. Árið 2014 voru það manneskjurnar sem börðust gegn Ebólu og árið 2013 varð Frans páfi fyrir valinu. Hver hreppir titilinn þetta árið verður tilkynnt á miðvikudaginn í sjónvarpsþættinum Today á NBC.

Eftirfarandi ellefu manns eru á lokalista TIME:

Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook.

Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna,

Beyoncé, poppstjarna.

Hillary Clinton, fyrrum forsetaframbjóðandi Demókrata.

Vladimir Putin, forseti Rússlands.

Uppljóstrararnir í Flint, Michingan sem sviptu hulunni af vatnsskorti í Flint og blýmagni í blóði barna í borginni.

Nigel Farage, fyrrum formaður breska sjálfstæðisflokksins.

Simone Biles, fjórfaldur ólympíugullverðlaunahafi í fimleikum.

Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands.

Rannsakendur CRISPR erfðabreytinga.

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands




Fleiri fréttir

Sjá meira


×