Cameron fundar með leiðtogum Evrópusambandsins Atli Ísleifsson skrifar 28. júní 2016 08:44 David Cameron lætur senn af embætti forsætisráðherra Bretlands. Vísir/AFP David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, mun funda með leiðtogum Evrópusambandsins í fyrsta sinn síðan meirihluti Breta greiddi með útgöngu úr sambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu í síðustu viku. Cameron hyggst ræða afleiðingar niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar og hvað framundan sé á fundi ESB í Brussel. Í frétt BBC kemur fram að leiðtogar Þýskalands, Frakklands og Ítalíu hafi sagt í gær að það yrðu engar formlegar eða óformlegar viðræður um útgöngu Bretlands úr sambandinu á þessu stigi máls. Breski heilbrigðisráðherrann Jeremy Hunt hefur kallað eftir annarri þjóðaratkvæðagreiðslu varðandi hvernig hátta skuli útgöngunni. Sagði hann að fresta ætti útgöngunni fram að mánuðunum fyrir næstu þingkosningar. Hunt er fyrsti ráðherrann til að lýsa yfir þessari skoðun. Hunt íhugar nú að bjóða sig fram til að taka við formannsembætti í breska Íhaldsflokknum af Cameron. Hunt segir nauðsynlegt að Bretar verði áfram aðilar að innri markaðnum og hefur nefnt möguleikann á fyrirkomulagi sambærilegu því sem Norðmenn [og Íslendingar] njóta. Cameron mun munda með Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs ESB, og Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB. Hann mun þó ekki eiga sæti á morgunverðarfundi leiðtoga hinna aðildarríkjanna 27 sem haldinn verður á morgun. Brexit Tengdar fréttir Reyna að koma í veg fyrir Brexit Milljónir Breta krefjast annarra kosninga um áframhaldandi viðveru Bretlands í Evrópusambandinu. Æðsti ráðherra Skotlands íhugar að beita neitunarvaldi gegn Brexit. 27. júní 2016 07:00 Leggur til að nýr forsætisráðherra taki við fyrir 2. september Nefnd breska Íhaldsflokksins sem heldur utan um komandi leiðtogakjör flokksins hefur skilað tímaáætlun sinni. 27. júní 2016 13:28 Þjóðverjar útiloka óformlegar viðræður um Brexit Leiðtogar stærstu aðildarríkja ESB munu funda í Berlín síðar í dag. 27. júní 2016 12:21 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, mun funda með leiðtogum Evrópusambandsins í fyrsta sinn síðan meirihluti Breta greiddi með útgöngu úr sambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu í síðustu viku. Cameron hyggst ræða afleiðingar niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar og hvað framundan sé á fundi ESB í Brussel. Í frétt BBC kemur fram að leiðtogar Þýskalands, Frakklands og Ítalíu hafi sagt í gær að það yrðu engar formlegar eða óformlegar viðræður um útgöngu Bretlands úr sambandinu á þessu stigi máls. Breski heilbrigðisráðherrann Jeremy Hunt hefur kallað eftir annarri þjóðaratkvæðagreiðslu varðandi hvernig hátta skuli útgöngunni. Sagði hann að fresta ætti útgöngunni fram að mánuðunum fyrir næstu þingkosningar. Hunt er fyrsti ráðherrann til að lýsa yfir þessari skoðun. Hunt íhugar nú að bjóða sig fram til að taka við formannsembætti í breska Íhaldsflokknum af Cameron. Hunt segir nauðsynlegt að Bretar verði áfram aðilar að innri markaðnum og hefur nefnt möguleikann á fyrirkomulagi sambærilegu því sem Norðmenn [og Íslendingar] njóta. Cameron mun munda með Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs ESB, og Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB. Hann mun þó ekki eiga sæti á morgunverðarfundi leiðtoga hinna aðildarríkjanna 27 sem haldinn verður á morgun.
Brexit Tengdar fréttir Reyna að koma í veg fyrir Brexit Milljónir Breta krefjast annarra kosninga um áframhaldandi viðveru Bretlands í Evrópusambandinu. Æðsti ráðherra Skotlands íhugar að beita neitunarvaldi gegn Brexit. 27. júní 2016 07:00 Leggur til að nýr forsætisráðherra taki við fyrir 2. september Nefnd breska Íhaldsflokksins sem heldur utan um komandi leiðtogakjör flokksins hefur skilað tímaáætlun sinni. 27. júní 2016 13:28 Þjóðverjar útiloka óformlegar viðræður um Brexit Leiðtogar stærstu aðildarríkja ESB munu funda í Berlín síðar í dag. 27. júní 2016 12:21 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira
Reyna að koma í veg fyrir Brexit Milljónir Breta krefjast annarra kosninga um áframhaldandi viðveru Bretlands í Evrópusambandinu. Æðsti ráðherra Skotlands íhugar að beita neitunarvaldi gegn Brexit. 27. júní 2016 07:00
Leggur til að nýr forsætisráðherra taki við fyrir 2. september Nefnd breska Íhaldsflokksins sem heldur utan um komandi leiðtogakjör flokksins hefur skilað tímaáætlun sinni. 27. júní 2016 13:28
Þjóðverjar útiloka óformlegar viðræður um Brexit Leiðtogar stærstu aðildarríkja ESB munu funda í Berlín síðar í dag. 27. júní 2016 12:21