Erlent

Leggur til að nýr forsætisráðherra taki við fyrir 2. september

Atli Ísleifsson skrifar
Meirihluti breskra kjósenda kusu með útgöngu Bretlands úr ESB.
Meirihluti breskra kjósenda kusu með útgöngu Bretlands úr ESB. Vísir/AFP
Nýr forsætisráðherra Bretlands mun taka við völdum af David Cameron fyrir 2. september næstkomandi samkvæmt áætlun nefndar breska Íhaldsflokksins sem heldur utan um komandi leiðtogakjör flokksins. Reuters greinir frá þessu.

Cameron greindi frá ákvörðun sinni að segja af sér í kjölfar þess að meirihluti breskra kjósenda greiddi ákvörðun með útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.

„Við leggjum til að ferlið við að velja nýjan leiðtoga Íhaldsflokksins hefjist í næstu viku [...] og ljúki eigi síðar en föstudaginn 2. september,“ segir Graham Brady, formaður nefndarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×