Frá bikiní til búrkíni: Sagan endurtekur sig með öfugum formerkjum Una Sighvatsdóttir skrifar 28. ágúst 2016 20:15 Það var franski tískuhönnuðurinn Louis Reard sem kynnti fyrstur til sögunnar mun efnisminni sundfatnað en áður hafði sést á kvenlíkama, á fegurðarsamkeppni í Frakklandi sumarið 1946. Sköpunarverk sitt nefndi hann bikiní, í höfuðið á samnefndu kóralrifi í Marshall-eyjaklasanum þar sem Bandaríkjamenn stunduðu kjarnorkutilraunir á þessum tíma.Bikiníklæddar konur sektaðar Bikiníið náði lítilli útbreiðslu framan af enda þótti það beinlínis hneykslanlegur klæðnaður og var bannað með lögum og voru dæmi um að konur væru sektaðar á ströndum Frakklands, Ítalíu, Belgíu og Þýskalands, þar sem banninu var ekki aflétt fyrr en árið 1970. Bikiníið varð hluti af kvennabyltingunni, og er eitt af mörgum dæmum úr mannkynssögunni þar sem konur sigrast á tilraunum yfirvalda, fyrst og fremst karla, til þess að stjórna því með lögum og reglum hvers konar klæðaburður sé konum fyrir bestu.Sagan endurtekur sig með öfugum formerkjum En þeirri sögu er hvergi nærri lokið. Bikiníbann síðustu aldar kallast um margt á við tilraunir franskra yfirvalda til þess að banna búrkini sundfatnað múslímakvenna. Franskir stjórnmálamenn, bæði innanríkisráðherrann Manuel Valls og forsetaframbjóðandinn Nicolas Sarkozy tjáðu sig báðir á þá leið í vikunni að konur í búrkíníum séu kúgaðar og standa verði vörð um frelsi þeirra með því að banna þeim að klæðast búrkum. Múslímakonur sjálfar segjast hinsvegar vilja hafa frelsið til að velja, og margar konur virðast ætla að fullnýta sér það frelsi því sala á búrkíníum hefur rokið upp síðan bannið kom til umræðu. Sjá einnig: Leysir engan vanda að banna múslímakonum að hylja sigEkki útséð um búrkiní-bannið Mannréttindasamtök kærðu búrkinibannið og nú fyrir helgi ógilti æðsti stjórnsýsludómstóll Frakklands bannið með þeim rökum að það brjóti gegn frelsi einstaklingsins til trúar og athafna. Franska þingið gæti þó enn farið þá leið að setja landslög sem banni þennan klæðnað kvenna. Fari svo má að vissu leyti segja að sagan sé að endurtaka sig í þeirri aldalöngu baráttu sem háð hefur verið um yfirráð yfir líkömum kvenna, í þetta sinn frá bikiníi til búrkínís. Tengdar fréttir Frakkar afturkalla búrkíníbann Bannið hefur vakið hörð viðbrögð alþjóðasamfélagsins. 26. ágúst 2016 13:30 Sala á búrkíníi margfaldast Aukist um 200 prósent. 24. ágúst 2016 08:07 „Lítur sprengjan mín út fyrir að vera of feit í þessu?“ Blaðakona The Guardian setur fram fimm góðar ástæður til þess að klæðast búrkíni á sólarströndinni. 19. ágúst 2016 20:36 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Fleiri fréttir Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Sjá meira
Það var franski tískuhönnuðurinn Louis Reard sem kynnti fyrstur til sögunnar mun efnisminni sundfatnað en áður hafði sést á kvenlíkama, á fegurðarsamkeppni í Frakklandi sumarið 1946. Sköpunarverk sitt nefndi hann bikiní, í höfuðið á samnefndu kóralrifi í Marshall-eyjaklasanum þar sem Bandaríkjamenn stunduðu kjarnorkutilraunir á þessum tíma.Bikiníklæddar konur sektaðar Bikiníið náði lítilli útbreiðslu framan af enda þótti það beinlínis hneykslanlegur klæðnaður og var bannað með lögum og voru dæmi um að konur væru sektaðar á ströndum Frakklands, Ítalíu, Belgíu og Þýskalands, þar sem banninu var ekki aflétt fyrr en árið 1970. Bikiníið varð hluti af kvennabyltingunni, og er eitt af mörgum dæmum úr mannkynssögunni þar sem konur sigrast á tilraunum yfirvalda, fyrst og fremst karla, til þess að stjórna því með lögum og reglum hvers konar klæðaburður sé konum fyrir bestu.Sagan endurtekur sig með öfugum formerkjum En þeirri sögu er hvergi nærri lokið. Bikiníbann síðustu aldar kallast um margt á við tilraunir franskra yfirvalda til þess að banna búrkini sundfatnað múslímakvenna. Franskir stjórnmálamenn, bæði innanríkisráðherrann Manuel Valls og forsetaframbjóðandinn Nicolas Sarkozy tjáðu sig báðir á þá leið í vikunni að konur í búrkíníum séu kúgaðar og standa verði vörð um frelsi þeirra með því að banna þeim að klæðast búrkum. Múslímakonur sjálfar segjast hinsvegar vilja hafa frelsið til að velja, og margar konur virðast ætla að fullnýta sér það frelsi því sala á búrkíníum hefur rokið upp síðan bannið kom til umræðu. Sjá einnig: Leysir engan vanda að banna múslímakonum að hylja sigEkki útséð um búrkiní-bannið Mannréttindasamtök kærðu búrkinibannið og nú fyrir helgi ógilti æðsti stjórnsýsludómstóll Frakklands bannið með þeim rökum að það brjóti gegn frelsi einstaklingsins til trúar og athafna. Franska þingið gæti þó enn farið þá leið að setja landslög sem banni þennan klæðnað kvenna. Fari svo má að vissu leyti segja að sagan sé að endurtaka sig í þeirri aldalöngu baráttu sem háð hefur verið um yfirráð yfir líkömum kvenna, í þetta sinn frá bikiníi til búrkínís.
Tengdar fréttir Frakkar afturkalla búrkíníbann Bannið hefur vakið hörð viðbrögð alþjóðasamfélagsins. 26. ágúst 2016 13:30 Sala á búrkíníi margfaldast Aukist um 200 prósent. 24. ágúst 2016 08:07 „Lítur sprengjan mín út fyrir að vera of feit í þessu?“ Blaðakona The Guardian setur fram fimm góðar ástæður til þess að klæðast búrkíni á sólarströndinni. 19. ágúst 2016 20:36 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Fleiri fréttir Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Sjá meira
Frakkar afturkalla búrkíníbann Bannið hefur vakið hörð viðbrögð alþjóðasamfélagsins. 26. ágúst 2016 13:30
„Lítur sprengjan mín út fyrir að vera of feit í þessu?“ Blaðakona The Guardian setur fram fimm góðar ástæður til þess að klæðast búrkíni á sólarströndinni. 19. ágúst 2016 20:36