Myrti fimmtíu manns á næturklúbbi Guðsteinn Bjarnason skrifar 13. júní 2016 07:00 Mikill viðbúnaður var við næturklúbbinn Pulse í Orlando eftir skotárásina í fyrrinótt. Vísir/EPA Omar Saddiqui Mateen, 29 ára gamall starfsmaður öryggisfyrirtækisins G4S, féll fyrir skotum lögreglu í fyrrinótt eftir að hafa myrt um 50 manns á næturklúbbi hinsegin fólks í Orlando. Árásin hófst um klukkan tvö eftir miðnætti og lauk um klukkan fimm að morgni þegar lögreglan réðst inn. Þessa þrjá tíma hafði Mateen notað til þess að skjóta meira en hundrað manns. Meira en fimmtíu voru særðir, flestir lífshættulega, þannig að búist var við að tala látinna myndi hækka. Árásarmaðurinn, sem er bandarískur ríkisborgari af afgönskum uppruna, hringdi sjálfur í bandarísku neyðarlínuna og sagðist fylgja Daish-samtökunum, sem hafa haldið uppi ógnarstjórn á stórum svæðum í Sýrlandi og Írak og hvetja fólk um heim allan til að fremja hryðjuverk í sínu nafni. Hann hefur tvisvar áður komið við sögu lögreglunnar. Jerry Demings, lögreglustjóri í Orange-sýslu, sagði lögregluna flokka árásina undir hryðjuverk. Faðir árásarmannsins, Mir Seddique, segist samt viss um að árásin hafi ekki haft neitt með trúarbrögð að gera. Hann sagðist vera í áfalli og ekki hafa vitað hvað sonur hans hefði haft í hyggju. „Við viljum biðjast afsökunar á þessu öllu,“ sagði hann í gær. „Við erum í áfalli eins og öll þjóðin.“ Seddique segir að sonur hans hafi fyllst reiði þegar hann sá tvo karlmenn kyssast. Árásin gæti hafa haft eitthvað með það að gera. Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði þetta vera bæði hryðjuverk og hatursárás: „Við erum enn að átta okkur á staðreyndunum,“ sagði hann í ávarpi til þjóðarinnar. „Það sem er ljóst er að þetta var maður sem var fullur haturs.“ Hann minnti einnig, eins og hann hefur gert í hvert sinn sem hann hefur ávarpað þjóð sína í kjölfar mannskæðra skotárása, á það hve auðvelt það er fyrir ofbeldismenn að nálgast stórhættuleg skotvopn. Leiðtogar og talsmenn múslima hafa eins og aðrir fordæmt þessi fjöldamorð, sem eru þau fjölmennustu í sögu Bandaríkjanna, að minnsta kosti síðustu öldina og rúmlega það. Mannskæðustu skotárásir í sögu Bandaríkjanna Virginia Tech háskólinn í Blacksburg, Virginíu 16. apríl 200732 látnir Seung-Hui Cho, 23 ára námsmaður Sandy Hook grunnskólinn í Newtown, Connecticut 14. desember 201227 látnir Adam Lanza, 20 ára Killen í Texas 16. október 199123 látnir George Hennard, 35 ára San Ysidro, Kaliforníu 18. júlí 198421 látinn James Huberty, 41 árs Austin, Texas 1. ágúst 196618 látnir Joseph Whitman, 25 ára San Bernardino, Kaliforníu 2. desember 201514 látnir Sayed Rizwan Farook, 28 ára, og Tashfeen Malik, 29 ára Edmond, Oklahoma 20. ágúst 198614 látnir Patrick Henry Sherrill, 44 ára Fort Hood, Texas 5. nóvember 200913 látnir Nidal Malik Hasan, 39 áraÞessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu 13. júní 2016 Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Sjá meira
Omar Saddiqui Mateen, 29 ára gamall starfsmaður öryggisfyrirtækisins G4S, féll fyrir skotum lögreglu í fyrrinótt eftir að hafa myrt um 50 manns á næturklúbbi hinsegin fólks í Orlando. Árásin hófst um klukkan tvö eftir miðnætti og lauk um klukkan fimm að morgni þegar lögreglan réðst inn. Þessa þrjá tíma hafði Mateen notað til þess að skjóta meira en hundrað manns. Meira en fimmtíu voru særðir, flestir lífshættulega, þannig að búist var við að tala látinna myndi hækka. Árásarmaðurinn, sem er bandarískur ríkisborgari af afgönskum uppruna, hringdi sjálfur í bandarísku neyðarlínuna og sagðist fylgja Daish-samtökunum, sem hafa haldið uppi ógnarstjórn á stórum svæðum í Sýrlandi og Írak og hvetja fólk um heim allan til að fremja hryðjuverk í sínu nafni. Hann hefur tvisvar áður komið við sögu lögreglunnar. Jerry Demings, lögreglustjóri í Orange-sýslu, sagði lögregluna flokka árásina undir hryðjuverk. Faðir árásarmannsins, Mir Seddique, segist samt viss um að árásin hafi ekki haft neitt með trúarbrögð að gera. Hann sagðist vera í áfalli og ekki hafa vitað hvað sonur hans hefði haft í hyggju. „Við viljum biðjast afsökunar á þessu öllu,“ sagði hann í gær. „Við erum í áfalli eins og öll þjóðin.“ Seddique segir að sonur hans hafi fyllst reiði þegar hann sá tvo karlmenn kyssast. Árásin gæti hafa haft eitthvað með það að gera. Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði þetta vera bæði hryðjuverk og hatursárás: „Við erum enn að átta okkur á staðreyndunum,“ sagði hann í ávarpi til þjóðarinnar. „Það sem er ljóst er að þetta var maður sem var fullur haturs.“ Hann minnti einnig, eins og hann hefur gert í hvert sinn sem hann hefur ávarpað þjóð sína í kjölfar mannskæðra skotárása, á það hve auðvelt það er fyrir ofbeldismenn að nálgast stórhættuleg skotvopn. Leiðtogar og talsmenn múslima hafa eins og aðrir fordæmt þessi fjöldamorð, sem eru þau fjölmennustu í sögu Bandaríkjanna, að minnsta kosti síðustu öldina og rúmlega það. Mannskæðustu skotárásir í sögu Bandaríkjanna Virginia Tech háskólinn í Blacksburg, Virginíu 16. apríl 200732 látnir Seung-Hui Cho, 23 ára námsmaður Sandy Hook grunnskólinn í Newtown, Connecticut 14. desember 201227 látnir Adam Lanza, 20 ára Killen í Texas 16. október 199123 látnir George Hennard, 35 ára San Ysidro, Kaliforníu 18. júlí 198421 látinn James Huberty, 41 árs Austin, Texas 1. ágúst 196618 látnir Joseph Whitman, 25 ára San Bernardino, Kaliforníu 2. desember 201514 látnir Sayed Rizwan Farook, 28 ára, og Tashfeen Malik, 29 ára Edmond, Oklahoma 20. ágúst 198614 látnir Patrick Henry Sherrill, 44 ára Fort Hood, Texas 5. nóvember 200913 látnir Nidal Malik Hasan, 39 áraÞessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu 13. júní 2016
Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Sjá meira