Myrti fimmtíu manns á næturklúbbi Guðsteinn Bjarnason skrifar 13. júní 2016 07:00 Mikill viðbúnaður var við næturklúbbinn Pulse í Orlando eftir skotárásina í fyrrinótt. Vísir/EPA Omar Saddiqui Mateen, 29 ára gamall starfsmaður öryggisfyrirtækisins G4S, féll fyrir skotum lögreglu í fyrrinótt eftir að hafa myrt um 50 manns á næturklúbbi hinsegin fólks í Orlando. Árásin hófst um klukkan tvö eftir miðnætti og lauk um klukkan fimm að morgni þegar lögreglan réðst inn. Þessa þrjá tíma hafði Mateen notað til þess að skjóta meira en hundrað manns. Meira en fimmtíu voru særðir, flestir lífshættulega, þannig að búist var við að tala látinna myndi hækka. Árásarmaðurinn, sem er bandarískur ríkisborgari af afgönskum uppruna, hringdi sjálfur í bandarísku neyðarlínuna og sagðist fylgja Daish-samtökunum, sem hafa haldið uppi ógnarstjórn á stórum svæðum í Sýrlandi og Írak og hvetja fólk um heim allan til að fremja hryðjuverk í sínu nafni. Hann hefur tvisvar áður komið við sögu lögreglunnar. Jerry Demings, lögreglustjóri í Orange-sýslu, sagði lögregluna flokka árásina undir hryðjuverk. Faðir árásarmannsins, Mir Seddique, segist samt viss um að árásin hafi ekki haft neitt með trúarbrögð að gera. Hann sagðist vera í áfalli og ekki hafa vitað hvað sonur hans hefði haft í hyggju. „Við viljum biðjast afsökunar á þessu öllu,“ sagði hann í gær. „Við erum í áfalli eins og öll þjóðin.“ Seddique segir að sonur hans hafi fyllst reiði þegar hann sá tvo karlmenn kyssast. Árásin gæti hafa haft eitthvað með það að gera. Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði þetta vera bæði hryðjuverk og hatursárás: „Við erum enn að átta okkur á staðreyndunum,“ sagði hann í ávarpi til þjóðarinnar. „Það sem er ljóst er að þetta var maður sem var fullur haturs.“ Hann minnti einnig, eins og hann hefur gert í hvert sinn sem hann hefur ávarpað þjóð sína í kjölfar mannskæðra skotárása, á það hve auðvelt það er fyrir ofbeldismenn að nálgast stórhættuleg skotvopn. Leiðtogar og talsmenn múslima hafa eins og aðrir fordæmt þessi fjöldamorð, sem eru þau fjölmennustu í sögu Bandaríkjanna, að minnsta kosti síðustu öldina og rúmlega það. Mannskæðustu skotárásir í sögu Bandaríkjanna Virginia Tech háskólinn í Blacksburg, Virginíu 16. apríl 200732 látnir Seung-Hui Cho, 23 ára námsmaður Sandy Hook grunnskólinn í Newtown, Connecticut 14. desember 201227 látnir Adam Lanza, 20 ára Killen í Texas 16. október 199123 látnir George Hennard, 35 ára San Ysidro, Kaliforníu 18. júlí 198421 látinn James Huberty, 41 árs Austin, Texas 1. ágúst 196618 látnir Joseph Whitman, 25 ára San Bernardino, Kaliforníu 2. desember 201514 látnir Sayed Rizwan Farook, 28 ára, og Tashfeen Malik, 29 ára Edmond, Oklahoma 20. ágúst 198614 látnir Patrick Henry Sherrill, 44 ára Fort Hood, Texas 5. nóvember 200913 látnir Nidal Malik Hasan, 39 áraÞessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu 13. júní 2016 Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira
Omar Saddiqui Mateen, 29 ára gamall starfsmaður öryggisfyrirtækisins G4S, féll fyrir skotum lögreglu í fyrrinótt eftir að hafa myrt um 50 manns á næturklúbbi hinsegin fólks í Orlando. Árásin hófst um klukkan tvö eftir miðnætti og lauk um klukkan fimm að morgni þegar lögreglan réðst inn. Þessa þrjá tíma hafði Mateen notað til þess að skjóta meira en hundrað manns. Meira en fimmtíu voru særðir, flestir lífshættulega, þannig að búist var við að tala látinna myndi hækka. Árásarmaðurinn, sem er bandarískur ríkisborgari af afgönskum uppruna, hringdi sjálfur í bandarísku neyðarlínuna og sagðist fylgja Daish-samtökunum, sem hafa haldið uppi ógnarstjórn á stórum svæðum í Sýrlandi og Írak og hvetja fólk um heim allan til að fremja hryðjuverk í sínu nafni. Hann hefur tvisvar áður komið við sögu lögreglunnar. Jerry Demings, lögreglustjóri í Orange-sýslu, sagði lögregluna flokka árásina undir hryðjuverk. Faðir árásarmannsins, Mir Seddique, segist samt viss um að árásin hafi ekki haft neitt með trúarbrögð að gera. Hann sagðist vera í áfalli og ekki hafa vitað hvað sonur hans hefði haft í hyggju. „Við viljum biðjast afsökunar á þessu öllu,“ sagði hann í gær. „Við erum í áfalli eins og öll þjóðin.“ Seddique segir að sonur hans hafi fyllst reiði þegar hann sá tvo karlmenn kyssast. Árásin gæti hafa haft eitthvað með það að gera. Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði þetta vera bæði hryðjuverk og hatursárás: „Við erum enn að átta okkur á staðreyndunum,“ sagði hann í ávarpi til þjóðarinnar. „Það sem er ljóst er að þetta var maður sem var fullur haturs.“ Hann minnti einnig, eins og hann hefur gert í hvert sinn sem hann hefur ávarpað þjóð sína í kjölfar mannskæðra skotárása, á það hve auðvelt það er fyrir ofbeldismenn að nálgast stórhættuleg skotvopn. Leiðtogar og talsmenn múslima hafa eins og aðrir fordæmt þessi fjöldamorð, sem eru þau fjölmennustu í sögu Bandaríkjanna, að minnsta kosti síðustu öldina og rúmlega það. Mannskæðustu skotárásir í sögu Bandaríkjanna Virginia Tech háskólinn í Blacksburg, Virginíu 16. apríl 200732 látnir Seung-Hui Cho, 23 ára námsmaður Sandy Hook grunnskólinn í Newtown, Connecticut 14. desember 201227 látnir Adam Lanza, 20 ára Killen í Texas 16. október 199123 látnir George Hennard, 35 ára San Ysidro, Kaliforníu 18. júlí 198421 látinn James Huberty, 41 árs Austin, Texas 1. ágúst 196618 látnir Joseph Whitman, 25 ára San Bernardino, Kaliforníu 2. desember 201514 látnir Sayed Rizwan Farook, 28 ára, og Tashfeen Malik, 29 ára Edmond, Oklahoma 20. ágúst 198614 látnir Patrick Henry Sherrill, 44 ára Fort Hood, Texas 5. nóvember 200913 látnir Nidal Malik Hasan, 39 áraÞessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu 13. júní 2016
Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira