Íslenski boltinn

Pape bætir við öðru Víkingsliði á ferilskrána sína

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pape Mamadou Faye og Jónas Gesti Jónassyni formaður knd. Víkings Ó við undirskrift á tveggja ára samningi á starfsstöð Jako í Kópavogi.
Pape Mamadou Faye og Jónas Gesti Jónassyni formaður knd. Víkings Ó við undirskrift á tveggja ára samningi á starfsstöð Jako í Kópavogi. Mynd/Víkingur Ó.
Pape Mamadou Faye hefur gert tveggja ára samning við nýliða Víkinga úr Ólafsvík og mun því spila með liðinu í Pepsi-deildinni í sumar.

Þessi 24 ára framherji hefur því fundið sér nýtt Víkingslið en hann hætti hjá Víkingi í Reykjavík eftir aðeins fjórar umferðir í fyrra.

Pape Mamadou Faye skoraði 1 mark í 4 leikjum í Pepsi-deildinni í fyrra en var með 8 mörk í 20 leikjum með Víkingum sumarið 2014.

Pape Mamadou Faye hefur líka spilað með Fylki, Leikni og Grindavík en hann endaði tímabilið í fyrra með BÍ/Bolungarvík í 1. deildinni og skoraði þá 5 mörk í 10 leikjum.

Pape Mamadou Faye verður væntanlega fyrsti leikmaður til að spila fyrir tvö Víkingslið í efstu deild á Íslandi.


Tengdar fréttir

Pape hættur hjá Víkingi

Framherjinn tilkynnti leikmönnum liðsins á æfingu í gær að hann myndi ekki mæta aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×