Taldi sig hafa skýran stuðning ríkisstjórnar vegna þvingana Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. ágúst 2015 19:45 Ekki fást skýr svör við því hvenær ríkisstjórnin ákvað að styðja áframhaldandi viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum. Forsetinn fundaði í dag með sendiherra Rússlands um innflutningsbann á íslensk matvæli í Rússlandi. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands átti í dag fund með Anton Vasiliev sendiherra Rússlands á Íslandi um innflutningsbann Rússa á íslensk matvæli. Fundurinn var haldinn að frumkvæði forsetans en að fengnu samráði við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Á fundinum var rætt um ýmsar leiðir sem gætu leitt til lausnar í ljósi þess að í báðum löndunum væri ríkur vilji til að varðveita langvarandi og gagnkvæma viðskiptahagsmuni þrátt fyrir tímabundinn ágreining ríkjanna. Íslendingar fluttu út vörur til Rússlands í fyrra fyrir rúmlega 29 milljarða króna. Stærstur hluti upphæðarinnar er uppsjávarfiskur eins og makríll og loðna. Tjón íslenskra fyrirtækja gæti hlaupið á 10-15 milljörðum króna á ári vegna viðskiptabannsins, að sögn sérfræðinga. Ekki er hlaupið að því að finna nýja markaði fyrir makrílinn. Í raun eru slíkir rmarkaðir ekki til því fiskútflytjendur hafa leitað logandi ljósi að nýjum mörkuðum undanfarna 12 mánuði. Á þeim mörkuðum þar sem eftirspurn er eftir makríl fæst miklu lægra verð fyrir hann en í Rússlandi. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur verið sakaður um að hafa sagt ósatt þegar hann sagði einhug í ríkisstjórn um viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum og að málið hafi verið samþykkt í ríkisstjórn. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, var spurður um þetta í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær og sagði hann að utanríkisráðherra hefði gert „grein fyrir málinu“ fyrir bæði ríkisstjórn og utanríkismálanefnd. Orðrétt sagði Bjarni: Sp: „Var þessi ákvörðun tekin á ríkisstjórnarfundi? BB: Hvaða ákvörðun? Sp: Ákvörðun að fara á þennan lista? BB: Það er ekki í sjálfu sér neinn listi sem menn tóku ákvörðun um að fara á. En utanríkisráðherra gerði grein fyrir því á sínum tíma að Íslendingar myndu taka undir viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins fyrir ríkisstjórn og fyrir utanríkismálanefnd.“ Ljóst er að upphaflegur stuðningur við viðskiptaþvinganir ESB og Bandaríkjanna gagnvart Rússum var ræddur í ríkisstjórn sumarið 2014. Í október síðastliðnum kom málið aftur til umræðu og hefur fréttastofan fengið staðfest að svo sé. Hins vegar sér þess ekki stað í dagskrá ríkisstjórnarinnar í október. Ekkert er minnst á málið í dagskrártilkynningum frá október og því virðist það hafa verið rætt utan dagskrár. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra taldi sig hafa skýran stuðning í ríkisstjórninni fyrir stuðningi Íslands við upphaflegum viðskiptaþvingunum ESB og Bandaríkjanna gagnvart Rússum, tæknilegri úfærslu slíkra þvingana og framlengingu á stuðningi Íslands við þær. Ljóst er að engin mótmæli komu fram á ríkisstjórnarfundi þegar málið var kynnt og því má draga þá ályktun að ráðherrann hafi litið svo á að einhugur væri um stuðning við aðgerðirnar í ríkisstjórn. Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lýst efasemdum um stuðning við viðskiptaþvinganir ESB og Bandaríkjanna gagnvart Rússum. Gagnaðgerðir Rússa bitna verst á Íslendingum af þeim löndum sem bættust við þau ríki sem sæta innflutningsbanni í Rússlandi. Ráðherrann lýsti þessu viðhorfi síðast í viðtali við Stöð 2 á sunnudag. Hins vegar hefur engin ákvörðun verið tekin um að falla frá stuðningnum. Það þykir pólitískt erfitt fyrir íslensk stjórnvöld að draga stuðning til baka úr því Ísland er þegar komið á lista yfir ríki sem styðja viðskiptaþvinganirnar. Sérstaklega í ljósi þess að ríki Atlantshafsbandalagsins hafa ályktað um málið og Ísland er stofnaðili bandalagsins. Tengdar fréttir Samráðsvettvangur vegna viðskiptabanns Rússa tekur til starfa Forsætisráðuneytið, viðkomandi ráðuneyti og hagsmunaaðilar funda vegna viðskiptabanns Rússa. 17. ágúst 2015 16:46 Gunnar Bragi segir viðskiptabann Rússa vonbrigði „Við höfum verið í stöðugum samskiptum við rússneska embættismenn og stjórnvöld, reynt að fylgjast með þessu en fengum engar upplýsingar um þetta,“ segir utanríkisráðherra. 13. ágúst 2015 11:53 Þvinganir gætu komið Íslandi verst Rússland hefur sett viðskiptabann á Ísland. Stjórnvöld vinna í að finna út hversu víðtækt bannið er. Fjármálaráðherra útilokar ekki aðgerðir til stuðnings útflutningsfyrirtækjum og segir að það megi hafa efasemdir um það hvort viðskiptaþvinganir skili sér. 14. ágúst 2015 07:00 Árni Páll segir utanríkisstefnu Íslands virðast til sölu hæstbjóðanda Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, hyggst ræða við Evrópusambandið í næstu viku um tollaívilnanir vegna viðskiptabanns við Rússa. 16. ágúst 2015 13:40 Rússar setja viðskiptabann á Íslendinga Rússland hefur ákveðið að setja viðskiptabann á matvæli frá fimm ríkjum til viðbótar við það bann sem þegar hafði verið sett á ríki Evrópusambandsins. Löndin eru Albanía, Svartfjallaland Liechtenstein og Úkraína. 13. ágúst 2015 11:12 Hafa ekki óskað eftir formlegu liðsinni forsetans Ríkisstjórnin hefur ekki óskað eftir aðstoð forseta Íslands vegna viðskiptabanns Rússa. Sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum segir að það yrði litið alvarlegum augum af samstarfsaðilum Íslands í Atlantshafsbandalaginu ef Íslendingar myndu semja einhliða við Rússa. 17. ágúst 2015 20:00 Vilja nýta góð samskipti Ólafs Ragnars og Putin Stjórn Landssambands smábátaeigenda lýsir yfir miklum áhyggjum vegna ákvörðunar Rússa að setja viðskiptabann á vörur frá Íslandi. 13. ágúst 2015 23:22 HB Grandi sér fram á tekjutap Á síðasta ári námu tekjur félagsins vegna viðskipta við Rússland um 36 milljónum evra. 13. ágúst 2015 13:49 Skoða hvort ESB sé tilbúið að lækka tolla á fiskafurðir Forsætisráðherra segir aðgerðir Rússa bitna tuttugu sinnum meira á Íslandi en Evrópusambandinu. Utanríkisráðherra hefur þegar haft samband við ESB vegna hugsanlegra tollalækkana á sjávarafurðum. 15. ágúst 2015 07:00 Kemur 20 sinnum verr við okkur en aðrar Evrópuþjóðir Sigmundur Davíð segir að þátttaka okkar í viðskiptaþvingunum gegn öðrum þjóðum sé tilkomin vegna veru okkar í EES og eigi sér 20 ára langa sögu. 14. ágúst 2015 19:34 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Ekki fást skýr svör við því hvenær ríkisstjórnin ákvað að styðja áframhaldandi viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum. Forsetinn fundaði í dag með sendiherra Rússlands um innflutningsbann á íslensk matvæli í Rússlandi. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands átti í dag fund með Anton Vasiliev sendiherra Rússlands á Íslandi um innflutningsbann Rússa á íslensk matvæli. Fundurinn var haldinn að frumkvæði forsetans en að fengnu samráði við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Á fundinum var rætt um ýmsar leiðir sem gætu leitt til lausnar í ljósi þess að í báðum löndunum væri ríkur vilji til að varðveita langvarandi og gagnkvæma viðskiptahagsmuni þrátt fyrir tímabundinn ágreining ríkjanna. Íslendingar fluttu út vörur til Rússlands í fyrra fyrir rúmlega 29 milljarða króna. Stærstur hluti upphæðarinnar er uppsjávarfiskur eins og makríll og loðna. Tjón íslenskra fyrirtækja gæti hlaupið á 10-15 milljörðum króna á ári vegna viðskiptabannsins, að sögn sérfræðinga. Ekki er hlaupið að því að finna nýja markaði fyrir makrílinn. Í raun eru slíkir rmarkaðir ekki til því fiskútflytjendur hafa leitað logandi ljósi að nýjum mörkuðum undanfarna 12 mánuði. Á þeim mörkuðum þar sem eftirspurn er eftir makríl fæst miklu lægra verð fyrir hann en í Rússlandi. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur verið sakaður um að hafa sagt ósatt þegar hann sagði einhug í ríkisstjórn um viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum og að málið hafi verið samþykkt í ríkisstjórn. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, var spurður um þetta í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær og sagði hann að utanríkisráðherra hefði gert „grein fyrir málinu“ fyrir bæði ríkisstjórn og utanríkismálanefnd. Orðrétt sagði Bjarni: Sp: „Var þessi ákvörðun tekin á ríkisstjórnarfundi? BB: Hvaða ákvörðun? Sp: Ákvörðun að fara á þennan lista? BB: Það er ekki í sjálfu sér neinn listi sem menn tóku ákvörðun um að fara á. En utanríkisráðherra gerði grein fyrir því á sínum tíma að Íslendingar myndu taka undir viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins fyrir ríkisstjórn og fyrir utanríkismálanefnd.“ Ljóst er að upphaflegur stuðningur við viðskiptaþvinganir ESB og Bandaríkjanna gagnvart Rússum var ræddur í ríkisstjórn sumarið 2014. Í október síðastliðnum kom málið aftur til umræðu og hefur fréttastofan fengið staðfest að svo sé. Hins vegar sér þess ekki stað í dagskrá ríkisstjórnarinnar í október. Ekkert er minnst á málið í dagskrártilkynningum frá október og því virðist það hafa verið rætt utan dagskrár. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra taldi sig hafa skýran stuðning í ríkisstjórninni fyrir stuðningi Íslands við upphaflegum viðskiptaþvingunum ESB og Bandaríkjanna gagnvart Rússum, tæknilegri úfærslu slíkra þvingana og framlengingu á stuðningi Íslands við þær. Ljóst er að engin mótmæli komu fram á ríkisstjórnarfundi þegar málið var kynnt og því má draga þá ályktun að ráðherrann hafi litið svo á að einhugur væri um stuðning við aðgerðirnar í ríkisstjórn. Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lýst efasemdum um stuðning við viðskiptaþvinganir ESB og Bandaríkjanna gagnvart Rússum. Gagnaðgerðir Rússa bitna verst á Íslendingum af þeim löndum sem bættust við þau ríki sem sæta innflutningsbanni í Rússlandi. Ráðherrann lýsti þessu viðhorfi síðast í viðtali við Stöð 2 á sunnudag. Hins vegar hefur engin ákvörðun verið tekin um að falla frá stuðningnum. Það þykir pólitískt erfitt fyrir íslensk stjórnvöld að draga stuðning til baka úr því Ísland er þegar komið á lista yfir ríki sem styðja viðskiptaþvinganirnar. Sérstaklega í ljósi þess að ríki Atlantshafsbandalagsins hafa ályktað um málið og Ísland er stofnaðili bandalagsins.
Tengdar fréttir Samráðsvettvangur vegna viðskiptabanns Rússa tekur til starfa Forsætisráðuneytið, viðkomandi ráðuneyti og hagsmunaaðilar funda vegna viðskiptabanns Rússa. 17. ágúst 2015 16:46 Gunnar Bragi segir viðskiptabann Rússa vonbrigði „Við höfum verið í stöðugum samskiptum við rússneska embættismenn og stjórnvöld, reynt að fylgjast með þessu en fengum engar upplýsingar um þetta,“ segir utanríkisráðherra. 13. ágúst 2015 11:53 Þvinganir gætu komið Íslandi verst Rússland hefur sett viðskiptabann á Ísland. Stjórnvöld vinna í að finna út hversu víðtækt bannið er. Fjármálaráðherra útilokar ekki aðgerðir til stuðnings útflutningsfyrirtækjum og segir að það megi hafa efasemdir um það hvort viðskiptaþvinganir skili sér. 14. ágúst 2015 07:00 Árni Páll segir utanríkisstefnu Íslands virðast til sölu hæstbjóðanda Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, hyggst ræða við Evrópusambandið í næstu viku um tollaívilnanir vegna viðskiptabanns við Rússa. 16. ágúst 2015 13:40 Rússar setja viðskiptabann á Íslendinga Rússland hefur ákveðið að setja viðskiptabann á matvæli frá fimm ríkjum til viðbótar við það bann sem þegar hafði verið sett á ríki Evrópusambandsins. Löndin eru Albanía, Svartfjallaland Liechtenstein og Úkraína. 13. ágúst 2015 11:12 Hafa ekki óskað eftir formlegu liðsinni forsetans Ríkisstjórnin hefur ekki óskað eftir aðstoð forseta Íslands vegna viðskiptabanns Rússa. Sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum segir að það yrði litið alvarlegum augum af samstarfsaðilum Íslands í Atlantshafsbandalaginu ef Íslendingar myndu semja einhliða við Rússa. 17. ágúst 2015 20:00 Vilja nýta góð samskipti Ólafs Ragnars og Putin Stjórn Landssambands smábátaeigenda lýsir yfir miklum áhyggjum vegna ákvörðunar Rússa að setja viðskiptabann á vörur frá Íslandi. 13. ágúst 2015 23:22 HB Grandi sér fram á tekjutap Á síðasta ári námu tekjur félagsins vegna viðskipta við Rússland um 36 milljónum evra. 13. ágúst 2015 13:49 Skoða hvort ESB sé tilbúið að lækka tolla á fiskafurðir Forsætisráðherra segir aðgerðir Rússa bitna tuttugu sinnum meira á Íslandi en Evrópusambandinu. Utanríkisráðherra hefur þegar haft samband við ESB vegna hugsanlegra tollalækkana á sjávarafurðum. 15. ágúst 2015 07:00 Kemur 20 sinnum verr við okkur en aðrar Evrópuþjóðir Sigmundur Davíð segir að þátttaka okkar í viðskiptaþvingunum gegn öðrum þjóðum sé tilkomin vegna veru okkar í EES og eigi sér 20 ára langa sögu. 14. ágúst 2015 19:34 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Samráðsvettvangur vegna viðskiptabanns Rússa tekur til starfa Forsætisráðuneytið, viðkomandi ráðuneyti og hagsmunaaðilar funda vegna viðskiptabanns Rússa. 17. ágúst 2015 16:46
Gunnar Bragi segir viðskiptabann Rússa vonbrigði „Við höfum verið í stöðugum samskiptum við rússneska embættismenn og stjórnvöld, reynt að fylgjast með þessu en fengum engar upplýsingar um þetta,“ segir utanríkisráðherra. 13. ágúst 2015 11:53
Þvinganir gætu komið Íslandi verst Rússland hefur sett viðskiptabann á Ísland. Stjórnvöld vinna í að finna út hversu víðtækt bannið er. Fjármálaráðherra útilokar ekki aðgerðir til stuðnings útflutningsfyrirtækjum og segir að það megi hafa efasemdir um það hvort viðskiptaþvinganir skili sér. 14. ágúst 2015 07:00
Árni Páll segir utanríkisstefnu Íslands virðast til sölu hæstbjóðanda Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, hyggst ræða við Evrópusambandið í næstu viku um tollaívilnanir vegna viðskiptabanns við Rússa. 16. ágúst 2015 13:40
Rússar setja viðskiptabann á Íslendinga Rússland hefur ákveðið að setja viðskiptabann á matvæli frá fimm ríkjum til viðbótar við það bann sem þegar hafði verið sett á ríki Evrópusambandsins. Löndin eru Albanía, Svartfjallaland Liechtenstein og Úkraína. 13. ágúst 2015 11:12
Hafa ekki óskað eftir formlegu liðsinni forsetans Ríkisstjórnin hefur ekki óskað eftir aðstoð forseta Íslands vegna viðskiptabanns Rússa. Sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum segir að það yrði litið alvarlegum augum af samstarfsaðilum Íslands í Atlantshafsbandalaginu ef Íslendingar myndu semja einhliða við Rússa. 17. ágúst 2015 20:00
Vilja nýta góð samskipti Ólafs Ragnars og Putin Stjórn Landssambands smábátaeigenda lýsir yfir miklum áhyggjum vegna ákvörðunar Rússa að setja viðskiptabann á vörur frá Íslandi. 13. ágúst 2015 23:22
HB Grandi sér fram á tekjutap Á síðasta ári námu tekjur félagsins vegna viðskipta við Rússland um 36 milljónum evra. 13. ágúst 2015 13:49
Skoða hvort ESB sé tilbúið að lækka tolla á fiskafurðir Forsætisráðherra segir aðgerðir Rússa bitna tuttugu sinnum meira á Íslandi en Evrópusambandinu. Utanríkisráðherra hefur þegar haft samband við ESB vegna hugsanlegra tollalækkana á sjávarafurðum. 15. ágúst 2015 07:00
Kemur 20 sinnum verr við okkur en aðrar Evrópuþjóðir Sigmundur Davíð segir að þátttaka okkar í viðskiptaþvingunum gegn öðrum þjóðum sé tilkomin vegna veru okkar í EES og eigi sér 20 ára langa sögu. 14. ágúst 2015 19:34