Árni Páll segir utanríkisstefnu Íslands virðast til sölu hæstbjóðanda Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 16. ágúst 2015 13:40 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir ólíklegt að Íslendingar hætti að styðja viðskiptaþvinganir ESB þótt tollar verði óbreyttir á makríl frá Íslandi. Hann segir hinsvegar nauðsynlegt að taka þá umræðu beri viðræður við ESB í næstu viku engan árangur. Hann segir að einhugur sé í ríkisstjórn um viðskiptaþvinganirnar. Formaður Samfylkingarinnar spyr hvort afstaða Íslands sé til sölu. Gunnar Bragi segir að viðræðum verði haldið áfram á næstu dögum í framhaldi af símafundi forsætisráðherra Íslands og Mededev forsætisráðherra Rússlands á föstudag. „Á sama tíma munum við að sjálfsögðu ræða við Evrópusambandið af því að Evrópusambandið hefur boðið upp á þær viðræður að liðka til fyrir þessar afurðir sem lenda í banninu með því að mögulega fella niður tolla inn á Evrópumarkaðinn. Vonandi náum við að fara í þær viðræður í næstu viku. Það er ekki komin dagsetning á það en embættismenn Íslands og Evrópusambandsins munu ræða saman eftir helgina.“ Gunnar Bragi segir nauðsynlegt að fara yfir málið eftir fundinn með Evrópusambandinu. „Við höfum lagt áherslu á að það sé liðsheild sem er í þessum þvingunum. Við erum hluti af þessari liðsheild. Þess vegna hef ég sagt bara að ef það kemur lítið út úr þeim viðræðum við bandamenn okkar þá hljótum við að tala um það í ríkisstjórn hvaða áhrif það hefur. Ég er ekki að boða það að það verði breytt um stefnu, ég er einfaldlega að segja það að það verði að fara yfir málin.“Þú ert ekki að útiloka það að það verði breytt umstefnu? „Það er ekki hægt að útiloka neitt að sjálfsögðu án þess að umræða fari fram. En það er ekki hægt að túlka þetta með þeim hætti að það verði breytt um stefnu. Við hljótum hins vegar að ræða það.“ Árni Páll Árnason segist aldrei hafa heyrt að tollaívilnanir frá ESB væru forsenda fyrir stuðningi Íslands við efnahagsþvinganir gangvart Rússlandi. „Þeir sem hafa viljað gera afstöðu Íslands að féþúfu hafa verið úthrópaðir. Það er skrýtið að þessi ríkisstjórn ætli að innleiða það í utanríkisstefnu að afstaða Íslands sé til sölu fyrir hæstbjóðanda hverju sinni.“ Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir ólíklegt að Íslendingar hætti að styðja viðskiptaþvinganir ESB þótt tollar verði óbreyttir á makríl frá Íslandi. Hann segir hinsvegar nauðsynlegt að taka þá umræðu beri viðræður við ESB í næstu viku engan árangur. Hann segir að einhugur sé í ríkisstjórn um viðskiptaþvinganirnar. Formaður Samfylkingarinnar spyr hvort afstaða Íslands sé til sölu. Gunnar Bragi segir að viðræðum verði haldið áfram á næstu dögum í framhaldi af símafundi forsætisráðherra Íslands og Mededev forsætisráðherra Rússlands á föstudag. „Á sama tíma munum við að sjálfsögðu ræða við Evrópusambandið af því að Evrópusambandið hefur boðið upp á þær viðræður að liðka til fyrir þessar afurðir sem lenda í banninu með því að mögulega fella niður tolla inn á Evrópumarkaðinn. Vonandi náum við að fara í þær viðræður í næstu viku. Það er ekki komin dagsetning á það en embættismenn Íslands og Evrópusambandsins munu ræða saman eftir helgina.“ Gunnar Bragi segir nauðsynlegt að fara yfir málið eftir fundinn með Evrópusambandinu. „Við höfum lagt áherslu á að það sé liðsheild sem er í þessum þvingunum. Við erum hluti af þessari liðsheild. Þess vegna hef ég sagt bara að ef það kemur lítið út úr þeim viðræðum við bandamenn okkar þá hljótum við að tala um það í ríkisstjórn hvaða áhrif það hefur. Ég er ekki að boða það að það verði breytt um stefnu, ég er einfaldlega að segja það að það verði að fara yfir málin.“Þú ert ekki að útiloka það að það verði breytt umstefnu? „Það er ekki hægt að útiloka neitt að sjálfsögðu án þess að umræða fari fram. En það er ekki hægt að túlka þetta með þeim hætti að það verði breytt um stefnu. Við hljótum hins vegar að ræða það.“ Árni Páll Árnason segist aldrei hafa heyrt að tollaívilnanir frá ESB væru forsenda fyrir stuðningi Íslands við efnahagsþvinganir gangvart Rússlandi. „Þeir sem hafa viljað gera afstöðu Íslands að féþúfu hafa verið úthrópaðir. Það er skrýtið að þessi ríkisstjórn ætli að innleiða það í utanríkisstefnu að afstaða Íslands sé til sölu fyrir hæstbjóðanda hverju sinni.“
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira