Innlent

Kemur 20 sinnum verr við okkur en aðrar Evrópuþjóðir

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar
Vísir/Valli
Sigmundur Davíð segir að þátttaka okkar í viðskiptaþvingunum gegn öðrum þjóðum sé tilkomin vegna veru okkar í EES og eigi sér 20 ára langa sögu. Síðast í gær hafi frétt að tvö önnur lönd hafi bæst á þann lista fyrir 2 dögum, Norður-Kórea og Hvíta-Rússland.

Viðskiptabann Rússa sé þó mjög þungt högg fyrir Íslenskt efnahagslíf en það komi tuttugu sinnum verr við okkur en aðrar Evrópuþjóðir, þar sem stærstur hluti okkar útflutnings til Rússlands sé matvæli.

Draga ekki stuðninginn til baka

Viðskiptabannið var rætt í þaula á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun en síðdegis í dag átti forsætisráðherra símafund með Dmitry Medvedev, þar sem hann lagði áherslu á að skýra áhrif bannsins á íslenskt efnahagslíf. Hann segir að ekki hafi komið til álita að Ísland dragi til baka stuðning sinn við efnahagsþvinganirnar eða lýsi yfir hlutleysi.

Þeir urðu ásáttir um að fela embættismönnum að ræða málin áfram. Sigmundur Davíð ræddi einnig við Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands og segir að hann líkt og aðrir forsetar geti beitt sér til að liðka fyrir milliríkjaviðskiptum. Hann segir Ólaf Ragnar deila áhyggjum stjórnvalda af viðskiptabanninu, Hann verði þó að meta sjálfur hvernig hann kjósi að beita sér.


Tengdar fréttir

Þvinganir gætu komið Íslandi verst

Rússland hefur sett viðskiptabann á Ísland. Stjórnvöld vinna í að finna út hversu víðtækt bannið er. Fjármálaráðherra útilokar ekki aðgerðir til stuðnings útflutningsfyrirtækjum og segir að það megi hafa efasemdir um það hvort viðskiptaþvinganir skili sér.

Óvissa um makrílfarminn

Verð á makrílafurðum lækkar enn á heimsmarkaði eftir að Rússar ákváðu innflutningsbann í gær. Þær hlaðast nú upp í frystigeymslum og hætt var við brottför tveggja flutningaskipa með makríl til Rússlands í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×