Skoða hvort ESB sé tilbúið að lækka tolla á fiskafurðir Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 15. ágúst 2015 07:00 Rússar hafa fargað hundruðum tonna af innfluttum matvælum. Frosinn makríll gæti endað undir beltum jarðýtunnar. Nordicphotos/AFP „Miðað við þær tölur sem ég hef séð ef við berum saman áhrif á Ísland annars vegar og Evrópusambandið hins vegar með tilliti til landsframleiðslu þá eru þau tuttugu sinnum meiri fyrir okkur en ESB,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra um viðskiptabann Rússlands gagnvart Íslandi. Ríkisstjórnin fundaði vegna málsins í gær. „Þetta eru margar hverjar vörur sem við erum að flytja út en á meðan til dæmis Þjóðverjar flytja enn út ýmiss konar iðnvarning á borð við bíla, verkfæri og fleira.“ Sigmundur átti símafund með Dímitrí Medvedev, forsætisráðherra Rússlands í gær.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson„Rússar leggja áherslu á að þeir hafi ekki verið fyrri til að innleiða þvingunaraðgerðir,“ segir Sigmundur. „Á móti minnti ég á að mikill munur væri á áhrifunum af Íslands hálfu annars vegar og Rússlands hins vegar.“ Ríkisstjórnin fundaði meðal annars um hugsanlegar leiðir til að bæta útflutningsaðilum skaðann og allra leiða er leitað. „Við erum að leita allra leiða til að koma þeim til aðstoðar sem fyrir þessu verða. Hvort sem það er að leita nýrra markaða og við höfum jafnvel verið tilbúin að skoða það að bakka fólk upp með tryggingu eða slíku.“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í lok ríkisstjórnarfundar í dag að þar sem Ísland væri að taka á sig mikið högg vegna þeirra þvingunaraðgerða sem Ísland tekur þátt í með Evrópusambandinu gegn Rússum væri eðlilegt að sambandið opnaði markaði sína fyrir innflutningi á íslenskum sjávarútvegsvörum. Sigmundur segir að slíkar þreifingar séu þegar farnar af stað.Dímitrí Medvedev„Utanríkisráðherra hefur verið í sambandi við Evrópusambandið og átt símafundi út af þessum tollamálum. Okkur þykir það eðlilegt í ljósi þess hve þungt þetta bitnar á Íslandi að Evrópusambandið endurskoði þessa háu tolla sem það leggur á þessar vörur.“ Þá fundaði Sigmundur með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og meðal annars var viðskiptabann Rússa rætt. Landssamband smábátaeigenda hefur meðal annars lagt til að Ólafur beiti tengslum sínum við Vladimír Pútín Rússlandsforseta til að aflétta viðskiptabanninu. „Forseti metur það sjálfur hvort og hvernig hann beitir sér í þessu máli. Þessi forseti og raunar forverar hans hafa iðulega beitt sér fyrir því að liðka fyrir milliríkjaviðskiptum. Það hefur oft haft töluverð áhrif,“ segir Sigmundur. Ekki náðist í forseta Íslands þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Margir hagsmunaaðilar í sjávarútvegi hafa gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir að grípa ekki nógu snemma inn í og að ríkisstjórnarfundir hafi ekki verið haldnir í sumar. Sigmundur er ekki sammála þeirri gagnrýni en hann bendir á að hvorki ríkisstjórnin né hagsmunaaðilar hafi frétt af þessu fyrr en í lok júní og að ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafi unnið í málinu allan tímann. Hann segir að ríkisstjórnin hafi ekki rætt hvort Ísland ætti að hætta þvingunaraðgerðum sínum gagnvart Rússum. Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
„Miðað við þær tölur sem ég hef séð ef við berum saman áhrif á Ísland annars vegar og Evrópusambandið hins vegar með tilliti til landsframleiðslu þá eru þau tuttugu sinnum meiri fyrir okkur en ESB,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra um viðskiptabann Rússlands gagnvart Íslandi. Ríkisstjórnin fundaði vegna málsins í gær. „Þetta eru margar hverjar vörur sem við erum að flytja út en á meðan til dæmis Þjóðverjar flytja enn út ýmiss konar iðnvarning á borð við bíla, verkfæri og fleira.“ Sigmundur átti símafund með Dímitrí Medvedev, forsætisráðherra Rússlands í gær.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson„Rússar leggja áherslu á að þeir hafi ekki verið fyrri til að innleiða þvingunaraðgerðir,“ segir Sigmundur. „Á móti minnti ég á að mikill munur væri á áhrifunum af Íslands hálfu annars vegar og Rússlands hins vegar.“ Ríkisstjórnin fundaði meðal annars um hugsanlegar leiðir til að bæta útflutningsaðilum skaðann og allra leiða er leitað. „Við erum að leita allra leiða til að koma þeim til aðstoðar sem fyrir þessu verða. Hvort sem það er að leita nýrra markaða og við höfum jafnvel verið tilbúin að skoða það að bakka fólk upp með tryggingu eða slíku.“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í lok ríkisstjórnarfundar í dag að þar sem Ísland væri að taka á sig mikið högg vegna þeirra þvingunaraðgerða sem Ísland tekur þátt í með Evrópusambandinu gegn Rússum væri eðlilegt að sambandið opnaði markaði sína fyrir innflutningi á íslenskum sjávarútvegsvörum. Sigmundur segir að slíkar þreifingar séu þegar farnar af stað.Dímitrí Medvedev„Utanríkisráðherra hefur verið í sambandi við Evrópusambandið og átt símafundi út af þessum tollamálum. Okkur þykir það eðlilegt í ljósi þess hve þungt þetta bitnar á Íslandi að Evrópusambandið endurskoði þessa háu tolla sem það leggur á þessar vörur.“ Þá fundaði Sigmundur með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og meðal annars var viðskiptabann Rússa rætt. Landssamband smábátaeigenda hefur meðal annars lagt til að Ólafur beiti tengslum sínum við Vladimír Pútín Rússlandsforseta til að aflétta viðskiptabanninu. „Forseti metur það sjálfur hvort og hvernig hann beitir sér í þessu máli. Þessi forseti og raunar forverar hans hafa iðulega beitt sér fyrir því að liðka fyrir milliríkjaviðskiptum. Það hefur oft haft töluverð áhrif,“ segir Sigmundur. Ekki náðist í forseta Íslands þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Margir hagsmunaaðilar í sjávarútvegi hafa gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir að grípa ekki nógu snemma inn í og að ríkisstjórnarfundir hafi ekki verið haldnir í sumar. Sigmundur er ekki sammála þeirri gagnrýni en hann bendir á að hvorki ríkisstjórnin né hagsmunaaðilar hafi frétt af þessu fyrr en í lok júní og að ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafi unnið í málinu allan tímann. Hann segir að ríkisstjórnin hafi ekki rætt hvort Ísland ætti að hætta þvingunaraðgerðum sínum gagnvart Rússum.
Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira