Innlent

Samráðsvettvangur vegna viðskiptabanns Rússa tekur til starfa

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Forsætisráðuneytið stýrir fundum samráðsvettvangsins.
Forsætisráðuneytið stýrir fundum samráðsvettvangsins. Vísir/Stefán Karlsson
Settur hefur verið á laggirnar samráðsvettvangur stjórnvalda- og hagsmunaaðila á Rússlandsmarkaði vegna viðskiptabanns Rússa sem nær til Íslands og var sett á fyrir helgi. Fyrsti fundur var haldinn í dag er kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

Fulltrúar forsætisráðuneytisins, viðkomandi ráðuneyta og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hittust í dag og á morgun er áætlað að funda með fulltrúum Landssamtaka fiskeldisstöðva og Landssambands smábátaeigenda. Markmið samráðsvettvangsins er að aðilar skiptist á upplýsingum vegna málsins og til þess að samræma þeir aðgerðir sem gripið verður til vegna málsins.

Hagsmunaaðilar hafa kallað eftir aðgerðum frá íslenskum stjórnvöldum en utanríkisráðherra segir ólíklegt að stuðningurinn við viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins og annarra vestrænna ríkja verði afturkallaður. Viðskiptahagsmunir íslenskra fyrirækja á Rússlandsmarkaði eru talsverðir en á síðasta ári flutti íslensk fyrirtæki út vörur fyrir tæplega 30 milljarða íslenskra króna.


Tengdar fréttir

Þvinganir gætu komið Íslandi verst

Rússland hefur sett viðskiptabann á Ísland. Stjórnvöld vinna í að finna út hversu víðtækt bannið er. Fjármálaráðherra útilokar ekki aðgerðir til stuðnings útflutningsfyrirtækjum og segir að það megi hafa efasemdir um það hvort viðskiptaþvinganir skili sér.

Rússar setja viðskiptabann á Íslendinga

Rússland hefur ákveðið að setja viðskiptabann á matvæli frá fimm ríkjum til viðbótar við það bann sem þegar hafði verið sett á ríki Evrópusambandsins. Löndin eru Albanía, Svartfjallaland Liechtenstein og Úkraína.

Stjórnvöld ekki gætt íslenskra hagsmuna

Utanríkisráðherra gagnrýndi útgerðarmenn vegna orða þeirra um ákvörðun Íslands um að styðja viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins gegn Rússum. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi svarar ráðherranum í grein sinni í Fréttablaðinu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×