Þvinganir gætu komið Íslandi verst Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 14. ágúst 2015 07:00 Rússar hafa bætt fimm ríkjum á bannlista sinn. nordicphotos/AFP „Ef um er að ræða algert bann við innflutningi matvæla til Rússlands, þar með talið sjávarfangs, þá eru það mjög alvarleg tíðindi fyrir okkur Íslendinga,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Í gær bætti Rússland Íslandi á lista yfir þjóðir sem falla undir viðskiptabann þeirra. Albaníu, Svartfjallalandi, Úkraínu og Liechtenstein var einnig bætt á listann. Rússland setti síðast viðskiptabann á Ísland árið 1949 þegar Ísland gekk í Atlantshafsbandalagið. Það bann varði í fimm ár. Á þessum tímapunkti eru stjórnvöld að afla upplýsinga um eðli bannsins og munu leita allra leiða til að bregðast við því. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Anton V. Vasilíjev, sendiherra Rússlands, ræddust við á óformlegum fundi í gær.Bjarni BenediktssonBjarni segir að líklega muni bannið koma Íslendingum mun verr en nokkurri annarri Evrópuþjóð sem stendur að banninu enda sé hlutfall útfluttra matvara til Rússlands hæst hjá Íslendingum. Rússar hafa beitt Evrópusambandið, Bandaríkin og önnur ríki banni í rúmlega ár en viðskiptabannið er tilkomið vegna þvingunaraðgerða Vesturlanda gegn Rússlandi. Ýmis ríki hafa tekið upp á því að veita þeim fyrirtækjum sem verða fyrir skaða vegna viðskiptabannsins aðstoð. ESB hefur til að mynda í rúmt ár veitt bændum innan sambandsins sérstaka fjárhagsaðstoð vegna viðskiptabanns Rússlands. Framkvæmdastjórn ESB hefur varið rúmlega 155 milljónum evra í aðstoð til framleiðenda vegna viðskiptabannsins. Bjarni útilokar ekki slíkar aðgerðir á Íslandi. „Það er ólíku saman að jafna þegar Evrópusambandið deilir úr digrum sjóðum sínum vegna þess takmarkaða tjóns sem verður fyrir einstaka aðildarríki eða fyrir okkur Íslendinga að taka á okkur allt höggið sjálf,“ segir hann. „Bæði kann tjónið að vera meira hér ef við erum að ræða algert innflutningsbann og við erum ekki að deila því með neinum, heldur værum við að taka það allt á okkur sjálf,“ segir Bjarni og bendir á að Ísland sé í einkennilegri stöðu þar sem þvingunaraðgerðirnar sem Ísland taki þátt í með ESB útiloki makrílútflutning á Rússlandsmarkað en á sama tíma sé ESB með átján prósenta toll á innflutning á makríl frá Íslandi. „Það hlýtur að vera eitthvað sem þarf að skoða.“ Viðskiptabann Rússlands hefur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir þjóðir sem stunda fiskútflutning en útflutningur á fiski frá Noregi til Rússlands fór úr 97 þúsund tonnum árið 2013 í 42 þúsund tonn ári seinna eftir að viðskiptabann var sett á Noreg síðla árs 2014. „Ég hef ávallt verið hugsi yfir þessum þvingunaraðgerðum,“ segir Bjarni. „Í fyrsta lagi finnst mér það álitamál hvort þær séu óaðskiljanlegur hluti af því að fordæma framferði Rússa í Úkraínu sem við höfum gert með skýrum hætti. Í öðru lagi má hafa efasemdir hvaða virkni viðskiptaþvinganir hafa haft í sögulegu samhengi og hverju þær skila í þessu tilviki. Í þriðja lagi þá finnst mér að við getum með ýmsum öðrum hætti komið á framfæri okkar sjónarmiðum varðandi framferði Rússa og eftir atvikum gert það þannig að efnahagslegir hagsmunir séu hafðir til hliðsjónar í því samhengi.“ Þrátt fyrir þátttöku Íslands í þvingunaraðgerðum Vesturlanda gegn Rússlandi eru þær afskaplega takmarkaðar af Íslands hálfu. Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Sjá meira
„Ef um er að ræða algert bann við innflutningi matvæla til Rússlands, þar með talið sjávarfangs, þá eru það mjög alvarleg tíðindi fyrir okkur Íslendinga,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Í gær bætti Rússland Íslandi á lista yfir þjóðir sem falla undir viðskiptabann þeirra. Albaníu, Svartfjallalandi, Úkraínu og Liechtenstein var einnig bætt á listann. Rússland setti síðast viðskiptabann á Ísland árið 1949 þegar Ísland gekk í Atlantshafsbandalagið. Það bann varði í fimm ár. Á þessum tímapunkti eru stjórnvöld að afla upplýsinga um eðli bannsins og munu leita allra leiða til að bregðast við því. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Anton V. Vasilíjev, sendiherra Rússlands, ræddust við á óformlegum fundi í gær.Bjarni BenediktssonBjarni segir að líklega muni bannið koma Íslendingum mun verr en nokkurri annarri Evrópuþjóð sem stendur að banninu enda sé hlutfall útfluttra matvara til Rússlands hæst hjá Íslendingum. Rússar hafa beitt Evrópusambandið, Bandaríkin og önnur ríki banni í rúmlega ár en viðskiptabannið er tilkomið vegna þvingunaraðgerða Vesturlanda gegn Rússlandi. Ýmis ríki hafa tekið upp á því að veita þeim fyrirtækjum sem verða fyrir skaða vegna viðskiptabannsins aðstoð. ESB hefur til að mynda í rúmt ár veitt bændum innan sambandsins sérstaka fjárhagsaðstoð vegna viðskiptabanns Rússlands. Framkvæmdastjórn ESB hefur varið rúmlega 155 milljónum evra í aðstoð til framleiðenda vegna viðskiptabannsins. Bjarni útilokar ekki slíkar aðgerðir á Íslandi. „Það er ólíku saman að jafna þegar Evrópusambandið deilir úr digrum sjóðum sínum vegna þess takmarkaða tjóns sem verður fyrir einstaka aðildarríki eða fyrir okkur Íslendinga að taka á okkur allt höggið sjálf,“ segir hann. „Bæði kann tjónið að vera meira hér ef við erum að ræða algert innflutningsbann og við erum ekki að deila því með neinum, heldur værum við að taka það allt á okkur sjálf,“ segir Bjarni og bendir á að Ísland sé í einkennilegri stöðu þar sem þvingunaraðgerðirnar sem Ísland taki þátt í með ESB útiloki makrílútflutning á Rússlandsmarkað en á sama tíma sé ESB með átján prósenta toll á innflutning á makríl frá Íslandi. „Það hlýtur að vera eitthvað sem þarf að skoða.“ Viðskiptabann Rússlands hefur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir þjóðir sem stunda fiskútflutning en útflutningur á fiski frá Noregi til Rússlands fór úr 97 þúsund tonnum árið 2013 í 42 þúsund tonn ári seinna eftir að viðskiptabann var sett á Noreg síðla árs 2014. „Ég hef ávallt verið hugsi yfir þessum þvingunaraðgerðum,“ segir Bjarni. „Í fyrsta lagi finnst mér það álitamál hvort þær séu óaðskiljanlegur hluti af því að fordæma framferði Rússa í Úkraínu sem við höfum gert með skýrum hætti. Í öðru lagi má hafa efasemdir hvaða virkni viðskiptaþvinganir hafa haft í sögulegu samhengi og hverju þær skila í þessu tilviki. Í þriðja lagi þá finnst mér að við getum með ýmsum öðrum hætti komið á framfæri okkar sjónarmiðum varðandi framferði Rússa og eftir atvikum gert það þannig að efnahagslegir hagsmunir séu hafðir til hliðsjónar í því samhengi.“ Þrátt fyrir þátttöku Íslands í þvingunaraðgerðum Vesturlanda gegn Rússlandi eru þær afskaplega takmarkaðar af Íslands hálfu.
Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent