Gunnar Bragi segir viðskiptabann Rússa vonbrigði Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 13. ágúst 2015 11:53 Gunnar Bragi leitar upplýsinga um bannið. Vísir „Viðbrögðin eru vitanlega mikil vonbrigði. Auðvitað hefur þetta hangið yfir okkur frá því að þeir gripu til gagnaðgerða,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, um viðskiptabann Rússa en í dag bárust fregnir þess efnis að Rússland hafi ákveðið að setja viðskiptabann á matvæli frá Íslandi. Gunnar Bragi segir íslensk stjórnvöld engar upplýsingar hafa fengið um hvernig útfærslan á banninu verður; hvort einhverjar tegundir séu undanskildar eða um hvaða tímaramma er að ræða.Sjá einnig: Rússar setja viðskiptabann á Ísland „Eins og allir sem hafa fylgst með þessu máli, hvort sem það eru stjórnvöld eða hagsmunaaðilar, þá var ljóst frá því að þeir gripu til gagnaðgerða að við gætum endað á þessum lista. Það kemur hins vegar á óvart að þeir skuli gera það núna þar sem ekki var um neinar nýjar þvinganir að ræða.“Hagsmunir í húfi fyrir sjávarútveginn Íslensk stjórnvöld hafa átt í góðum samskiptum við þau rússnesku undanfarið að sögn Gunnars. Hefur undanfarna daga oft verið óskað eftir fundum með rússneskum embættismönnum. „Við höfum verið í stöðugum samskiptum við rússneska embættismenn og stjórnvöld, reynt að fylgjast með þessu en fengum engar upplýsingar um þetta.“Frosinn makríll, loðna og síld eru meðal sjávarafurða sem Ísland selur til Rússa.Fréttablaðið/ÓskarAuk Íslands var fjórum löndum bætt við lista yfir ríki sem Rússland hefur sett í viðskiptabann með matvæli. Löndin eru Albanía, Svartfjallaland, Liechtenstein og Úkraína. Bannið á matvælum nær einnig til Evrópusambandsins, Ástralíu, Kanada, Noregs og Bandaríkjanna. „Þessi ríki útskýrðu ákvörðun sína um að leggja viðskiptaþvinganir á Rússa með því að þeim bæri skylda til þess vegna samninga við Evrópusambandið. En þessi skýring er einungis rétt að hluta,“ sagði Dmitry Medvedev, forsætisráðherra Rússa. Hann segir að fjöldi ríkja hafi samninga við Evrópusambandið en hafi ekki lagt viðskiptaþvinganir á hendur Rússum. Þetta hafi því verið meðvituð ákvörðun á hendur Rússum. Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki þar sem mikill útflutningur er héðan af landi til Rússlands. Gunnar Bragi segir frekari upplýsingar munu liggja fyrir síðar; vonandi strax í dag. Tengdar fréttir Viðskiptabann Rússa líklegra nú en áður Pólitísk samstaða er um að halda áfram þvingunaraðgerðum gegn Rússlandi. Utanríkisráðherra segist opinn fyrir því að koma á tryggingakerfi fyrir útflutningsfyrirtæki sem hljóta skaða af hugsanlegu viðskiptabanni Rússa á Ísland. 7. ágúst 2015 07:00 SFS: Slæm tíðindi fyrir þjóðina alla Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hefur áhyggjur af stöðu íslenskra sjávarútvegisfyrirtækja í kjölfar viðskiptabanns Rússa. 13. ágúst 2015 11:41 Segir stutt í ákvörðunina um viðskiptabann Varaforsætisráðherra Rússlands segir að verið sé að sníða hnökra af frumvarpi um stækkun viðskiptabanns. 12. ágúst 2015 07:00 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira
„Viðbrögðin eru vitanlega mikil vonbrigði. Auðvitað hefur þetta hangið yfir okkur frá því að þeir gripu til gagnaðgerða,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, um viðskiptabann Rússa en í dag bárust fregnir þess efnis að Rússland hafi ákveðið að setja viðskiptabann á matvæli frá Íslandi. Gunnar Bragi segir íslensk stjórnvöld engar upplýsingar hafa fengið um hvernig útfærslan á banninu verður; hvort einhverjar tegundir séu undanskildar eða um hvaða tímaramma er að ræða.Sjá einnig: Rússar setja viðskiptabann á Ísland „Eins og allir sem hafa fylgst með þessu máli, hvort sem það eru stjórnvöld eða hagsmunaaðilar, þá var ljóst frá því að þeir gripu til gagnaðgerða að við gætum endað á þessum lista. Það kemur hins vegar á óvart að þeir skuli gera það núna þar sem ekki var um neinar nýjar þvinganir að ræða.“Hagsmunir í húfi fyrir sjávarútveginn Íslensk stjórnvöld hafa átt í góðum samskiptum við þau rússnesku undanfarið að sögn Gunnars. Hefur undanfarna daga oft verið óskað eftir fundum með rússneskum embættismönnum. „Við höfum verið í stöðugum samskiptum við rússneska embættismenn og stjórnvöld, reynt að fylgjast með þessu en fengum engar upplýsingar um þetta.“Frosinn makríll, loðna og síld eru meðal sjávarafurða sem Ísland selur til Rússa.Fréttablaðið/ÓskarAuk Íslands var fjórum löndum bætt við lista yfir ríki sem Rússland hefur sett í viðskiptabann með matvæli. Löndin eru Albanía, Svartfjallaland, Liechtenstein og Úkraína. Bannið á matvælum nær einnig til Evrópusambandsins, Ástralíu, Kanada, Noregs og Bandaríkjanna. „Þessi ríki útskýrðu ákvörðun sína um að leggja viðskiptaþvinganir á Rússa með því að þeim bæri skylda til þess vegna samninga við Evrópusambandið. En þessi skýring er einungis rétt að hluta,“ sagði Dmitry Medvedev, forsætisráðherra Rússa. Hann segir að fjöldi ríkja hafi samninga við Evrópusambandið en hafi ekki lagt viðskiptaþvinganir á hendur Rússum. Þetta hafi því verið meðvituð ákvörðun á hendur Rússum. Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki þar sem mikill útflutningur er héðan af landi til Rússlands. Gunnar Bragi segir frekari upplýsingar munu liggja fyrir síðar; vonandi strax í dag.
Tengdar fréttir Viðskiptabann Rússa líklegra nú en áður Pólitísk samstaða er um að halda áfram þvingunaraðgerðum gegn Rússlandi. Utanríkisráðherra segist opinn fyrir því að koma á tryggingakerfi fyrir útflutningsfyrirtæki sem hljóta skaða af hugsanlegu viðskiptabanni Rússa á Ísland. 7. ágúst 2015 07:00 SFS: Slæm tíðindi fyrir þjóðina alla Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hefur áhyggjur af stöðu íslenskra sjávarútvegisfyrirtækja í kjölfar viðskiptabanns Rússa. 13. ágúst 2015 11:41 Segir stutt í ákvörðunina um viðskiptabann Varaforsætisráðherra Rússlands segir að verið sé að sníða hnökra af frumvarpi um stækkun viðskiptabanns. 12. ágúst 2015 07:00 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira
Viðskiptabann Rússa líklegra nú en áður Pólitísk samstaða er um að halda áfram þvingunaraðgerðum gegn Rússlandi. Utanríkisráðherra segist opinn fyrir því að koma á tryggingakerfi fyrir útflutningsfyrirtæki sem hljóta skaða af hugsanlegu viðskiptabanni Rússa á Ísland. 7. ágúst 2015 07:00
SFS: Slæm tíðindi fyrir þjóðina alla Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hefur áhyggjur af stöðu íslenskra sjávarútvegisfyrirtækja í kjölfar viðskiptabanns Rússa. 13. ágúst 2015 11:41
Segir stutt í ákvörðunina um viðskiptabann Varaforsætisráðherra Rússlands segir að verið sé að sníða hnökra af frumvarpi um stækkun viðskiptabanns. 12. ágúst 2015 07:00