Allt að 1.247 almennir borgarar féllu í loftárásum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. ágúst 2015 07:00 Almennir borgarar forða sér úr rústum húss sem varð fyrir loftárás í sýrlenska bænum Douma. nordicphotos/afp Á milli 489 og 1.247 almennir borgarar hafa fallið í loftárásum Bandaríkjahers og herja bandamanna þeirra á Íslamska ríkið. Þetta kemur fram í úttekt hóps blaðamanna sem kallar sig Airwars. Hópurinn hefur tekið saman og birt tölfræði um loftárásirnar, sem nú hafa staðið yfir í eitt ár. Mannfallið varð í 140 loftárásum en bandalagið gegn Íslamska ríkinu viðurkennir einungis fall tveggja almennra borgara. Samtals eru loftárásir bandalagsins rúmlega 5.700 talsins og hafa í þeim fallið um 17.000 sprengjur. „Herferðin er sú nákvæmasta og agaðasta í sögu lofthernaðar,“ sagði John Hesterman yfirhershöfðingi. Verkefnisstjóri Airwars, Chris Woods, er hins vegar ekki sammála Hesterman. „Áherslan á nákvæmni hefur ekki skilað sér á jörðu niðri að okkar mati,“ sagði Woods við fréttastofu Guardian. Í yfirlýsingu Airwars segir að misræmi milli mannfalls sem bandalagið viðurkennir og þess sem sést á jörðu niðri sé áhyggjuefni. Bandalagið ætlar hins vegar ekki að rannsaka mannfall nema efnisleg sönnunargögn séu fyrir hendi. Sahr Muhamadally, baráttumaður fyrir réttindum almennra borgara í stríðinu, segir að rannsaka þurfi öll tilfelli mannfalls meðal almennra borgara sem greint er frá, hvort sem sönnunargögn séu fyrir hendi eður ei. Mið-Austurlönd Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Sjá meira
Á milli 489 og 1.247 almennir borgarar hafa fallið í loftárásum Bandaríkjahers og herja bandamanna þeirra á Íslamska ríkið. Þetta kemur fram í úttekt hóps blaðamanna sem kallar sig Airwars. Hópurinn hefur tekið saman og birt tölfræði um loftárásirnar, sem nú hafa staðið yfir í eitt ár. Mannfallið varð í 140 loftárásum en bandalagið gegn Íslamska ríkinu viðurkennir einungis fall tveggja almennra borgara. Samtals eru loftárásir bandalagsins rúmlega 5.700 talsins og hafa í þeim fallið um 17.000 sprengjur. „Herferðin er sú nákvæmasta og agaðasta í sögu lofthernaðar,“ sagði John Hesterman yfirhershöfðingi. Verkefnisstjóri Airwars, Chris Woods, er hins vegar ekki sammála Hesterman. „Áherslan á nákvæmni hefur ekki skilað sér á jörðu niðri að okkar mati,“ sagði Woods við fréttastofu Guardian. Í yfirlýsingu Airwars segir að misræmi milli mannfalls sem bandalagið viðurkennir og þess sem sést á jörðu niðri sé áhyggjuefni. Bandalagið ætlar hins vegar ekki að rannsaka mannfall nema efnisleg sönnunargögn séu fyrir hendi. Sahr Muhamadally, baráttumaður fyrir réttindum almennra borgara í stríðinu, segir að rannsaka þurfi öll tilfelli mannfalls meðal almennra borgara sem greint er frá, hvort sem sönnunargögn séu fyrir hendi eður ei.
Mið-Austurlönd Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Sjá meira