Hryllingur í París:120 látnir og 200 særðir eftir sprengju- og skotárásir víðsvegar um borgina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. nóvember 2015 08:45 Árásirnar voru samhæfðar. Vísir/Getty Minnst 120 létust og 200 særðust, þar af 99 alvarlega, eftir samhæfðar sprengju- og skotárásir í París í gærkvöldi. Francois Hollande Frakklandsforseti segir að ISIS beri ábyrgð á ódæðunum og samtökin hafa yfir lýst yfir ábyrgð. Eru þetta verstu hryðjuverkaárásir í Evrópu síðan árið 2004 þegar 191 lést í mannskæðum hryðjuverkarárásum í Madrid. Alls réðust minnst átta árásarmenn á sex staði víðsvegar um París fyrir miðnætti í gærkvöldi en fyrstu fregnir bárust á tíunda tímanum.Francois Hollande Frakklandsforseti segir að ISIS standi á bak við hryðjuverkaárásirnar í París, þær hafi verið skipulagðar og samhæfðar utan Frakklands með hjálp manna innan landsins.Samtökin ISIS hafa jafnframt lýst yfir ábyrgð á hendur sér vegna hryðjuverkaárásanna í Frakklandi í gærkvöldi. Samtökin segja að Frakkland sé helsta skotmark ISIS og að árásirnar í gær séu einungis upphafið. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að árásirnar hafi verið ISIS vegna móðgana á hendur Múhameðs og loftárása Frakka á landssvæði undir tangarhaldi ISIS.Bataclan-tónlistarhúsið miðpunktur árásannaStærstur hluti hinna látnu var myrtur í árás sem gerð var á Bataclan-tónlistarhúsið, þar létust minnst 87 tónleikagestir en um 1.200 manns voru staddir á tónleikum Eagles of Death Metal. Gíslatökuástand myndaðist um stund en það varði skammt. Vitni segja frá því að mennirnir hafi hafið aftökur á fólki hið snarasta áður en að lögregla réðst til atlögu um klukkan eitt í nótt.Kort af árásarstöðunumBataclan-tónlistarhúsið virðist hafa verið miðpunktur árásanna en á leið sinni að tónlistarhúsinu létu árásarmennirnir skotum rigna yfir kaffihús og veitingastaði í nágrenninu og létust minnst 38 í þeim árásum. Einnig sprungu sprengjur í grennd við Stade de France, þjóðarleikvang Frakka þar sem landslið þeirra atti kappi gegn við Þjóðverja. Greinilega mátti heyra sprengingar í sjónvarpsútsendingum frá leiknum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í París voru árásirnar gerðar með skömmu millibili, sú fyrsta klukkan 22.20 og sú síðasta klukkan 23.00 að íslenskum tíma.The timeline of yesterday's seven attacks in #Paris according to police source of @leJDD pic.twitter.com/mosZbJqjDL— Agnes Poirier (@AgnesCPoirier) November 14, 2015 Minnst átta árásarmannanna eru fallnir, sjö af þeim voru útbúnir sjálfsmorðsprengjum sem þeir sprengdu. Einn árásarmannanna féll fyrir hendi lögreglu. Ekki er vitað hvort að fleiri árásarmenn hafi tekið þátt í árásanum en lögreglan leitar mögulegra vitorðsmanna og eru íbúar Parísar hvattir til að halda sig innandyra. Árásirnar virtust skipulagðar og til þess ætlaðar að skapa sem mestan glundroða. Þeim var öllum beint gegn vinsælum stöðum sem almenningur sækir en ekki gegn sendiráðum eða embættisbyggingum.Tala látinnaBataclan-tónlistarhúsið - 87 látnirStade de France - tala látinna liggur ekki fyrirBoulevard de Charonne - 18 látnirBoulevard Voltaire - einn látinnRue de la Fontaine-au-Roi - fimm látnirRue Alibert - 14 látnir Hollande ávarpaði þjóð sína á miðnætti og lýsti yfir neyðarástandi í borginni. Þetta er í fyrsta sinn frá 1945 sem neyðarástandi er lýst yfir í Frakklandi. Hermenn hafa verið kallaðir til og landamærum landsins verið lokað. Boðað hefur verið til fundar í fyrramálið í varnarmálaráðuneytinu til að ákveða til hvaða aðgerða skuli gripið. Allir skólar, söfn, kaffihús, verslanir og hvers kyns þjónusta í borginni mun vera lokuð í dag. Íbúar Parísar hafa verið beðnir um að halda sig innandyra á meðan í ljós kemur hver staðan er. Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Utanríkisráðherra: Hugur okkar er hjá Frökkum Engar fregnir hafa borist af Íslendingum sem lent hafa í hryðjuverkaárásinni í París. 14. nóvember 2015 00:56 „Var skíthrædd á vellinum“ Anna Lára Sigurðardóttir var stödd á knattspyrnuleik Frakklands og Þýskalands þegar hryðjuverkin voru framin um alla Parísarborg 14. nóvember 2015 00:54 Francois Hollande segir árásirnar hrylling Francois Hollande Frakklandsforseti ávarpaði frönsku þjóðina í kvöld og talaði um hryðjuverkaárásirnar á Parísarborg. 14. nóvember 2015 00:30 Sýna Frökkum stuðning með að lýsa byggingar með fánalitunum Frakkar eru ekki einir í baráttunni. 14. nóvember 2015 02:23 Íslendingur sat að snæðingi nærri skotárás í París Sigurður Árni Sigurðsson myndlistamaður var staddur á veitingahúsi í götunni þar sem ellefu létust í skotárás í tíunda hverfi Parísar í kvöld. 13. nóvember 2015 23:21 Sungu þjóðsönginn einróma er þeir yfirgáfu leikvanginn Stuðningsmenn landsliða Frakklands og Þýskalands, sem voru samankomnir á Stade de France þegar árásarmennirnir í París frömdu ódæði sín í nótt, sameinuðust í söng þegar þeim var sagt að yfirgefa leikvanginn. 14. nóvember 2015 08:49 ISIS lýsir yfir ábyrgð Samtökin hafa gefið út yfirlýsingu þar sem þau segjast hafa ráðist á „höfuðborg viðurstyggðar og spillingar.“ 14. nóvember 2015 11:36 Hollande:Árásirnar eru stríðsyfirlýsing af hálfu ISIS Frakklandsforseti segir að ISIS standi á bak við hryðjuverkaárásirnar í París. Búið er að lýsa yfir þriggja daga þjóðarsorg í Frakklandi. 14. nóvember 2015 10:21 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Fleiri fréttir Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Sjá meira
Minnst 120 létust og 200 særðust, þar af 99 alvarlega, eftir samhæfðar sprengju- og skotárásir í París í gærkvöldi. Francois Hollande Frakklandsforseti segir að ISIS beri ábyrgð á ódæðunum og samtökin hafa yfir lýst yfir ábyrgð. Eru þetta verstu hryðjuverkaárásir í Evrópu síðan árið 2004 þegar 191 lést í mannskæðum hryðjuverkarárásum í Madrid. Alls réðust minnst átta árásarmenn á sex staði víðsvegar um París fyrir miðnætti í gærkvöldi en fyrstu fregnir bárust á tíunda tímanum.Francois Hollande Frakklandsforseti segir að ISIS standi á bak við hryðjuverkaárásirnar í París, þær hafi verið skipulagðar og samhæfðar utan Frakklands með hjálp manna innan landsins.Samtökin ISIS hafa jafnframt lýst yfir ábyrgð á hendur sér vegna hryðjuverkaárásanna í Frakklandi í gærkvöldi. Samtökin segja að Frakkland sé helsta skotmark ISIS og að árásirnar í gær séu einungis upphafið. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að árásirnar hafi verið ISIS vegna móðgana á hendur Múhameðs og loftárása Frakka á landssvæði undir tangarhaldi ISIS.Bataclan-tónlistarhúsið miðpunktur árásannaStærstur hluti hinna látnu var myrtur í árás sem gerð var á Bataclan-tónlistarhúsið, þar létust minnst 87 tónleikagestir en um 1.200 manns voru staddir á tónleikum Eagles of Death Metal. Gíslatökuástand myndaðist um stund en það varði skammt. Vitni segja frá því að mennirnir hafi hafið aftökur á fólki hið snarasta áður en að lögregla réðst til atlögu um klukkan eitt í nótt.Kort af árásarstöðunumBataclan-tónlistarhúsið virðist hafa verið miðpunktur árásanna en á leið sinni að tónlistarhúsinu létu árásarmennirnir skotum rigna yfir kaffihús og veitingastaði í nágrenninu og létust minnst 38 í þeim árásum. Einnig sprungu sprengjur í grennd við Stade de France, þjóðarleikvang Frakka þar sem landslið þeirra atti kappi gegn við Þjóðverja. Greinilega mátti heyra sprengingar í sjónvarpsútsendingum frá leiknum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í París voru árásirnar gerðar með skömmu millibili, sú fyrsta klukkan 22.20 og sú síðasta klukkan 23.00 að íslenskum tíma.The timeline of yesterday's seven attacks in #Paris according to police source of @leJDD pic.twitter.com/mosZbJqjDL— Agnes Poirier (@AgnesCPoirier) November 14, 2015 Minnst átta árásarmannanna eru fallnir, sjö af þeim voru útbúnir sjálfsmorðsprengjum sem þeir sprengdu. Einn árásarmannanna féll fyrir hendi lögreglu. Ekki er vitað hvort að fleiri árásarmenn hafi tekið þátt í árásanum en lögreglan leitar mögulegra vitorðsmanna og eru íbúar Parísar hvattir til að halda sig innandyra. Árásirnar virtust skipulagðar og til þess ætlaðar að skapa sem mestan glundroða. Þeim var öllum beint gegn vinsælum stöðum sem almenningur sækir en ekki gegn sendiráðum eða embættisbyggingum.Tala látinnaBataclan-tónlistarhúsið - 87 látnirStade de France - tala látinna liggur ekki fyrirBoulevard de Charonne - 18 látnirBoulevard Voltaire - einn látinnRue de la Fontaine-au-Roi - fimm látnirRue Alibert - 14 látnir Hollande ávarpaði þjóð sína á miðnætti og lýsti yfir neyðarástandi í borginni. Þetta er í fyrsta sinn frá 1945 sem neyðarástandi er lýst yfir í Frakklandi. Hermenn hafa verið kallaðir til og landamærum landsins verið lokað. Boðað hefur verið til fundar í fyrramálið í varnarmálaráðuneytinu til að ákveða til hvaða aðgerða skuli gripið. Allir skólar, söfn, kaffihús, verslanir og hvers kyns þjónusta í borginni mun vera lokuð í dag. Íbúar Parísar hafa verið beðnir um að halda sig innandyra á meðan í ljós kemur hver staðan er.
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Utanríkisráðherra: Hugur okkar er hjá Frökkum Engar fregnir hafa borist af Íslendingum sem lent hafa í hryðjuverkaárásinni í París. 14. nóvember 2015 00:56 „Var skíthrædd á vellinum“ Anna Lára Sigurðardóttir var stödd á knattspyrnuleik Frakklands og Þýskalands þegar hryðjuverkin voru framin um alla Parísarborg 14. nóvember 2015 00:54 Francois Hollande segir árásirnar hrylling Francois Hollande Frakklandsforseti ávarpaði frönsku þjóðina í kvöld og talaði um hryðjuverkaárásirnar á Parísarborg. 14. nóvember 2015 00:30 Sýna Frökkum stuðning með að lýsa byggingar með fánalitunum Frakkar eru ekki einir í baráttunni. 14. nóvember 2015 02:23 Íslendingur sat að snæðingi nærri skotárás í París Sigurður Árni Sigurðsson myndlistamaður var staddur á veitingahúsi í götunni þar sem ellefu létust í skotárás í tíunda hverfi Parísar í kvöld. 13. nóvember 2015 23:21 Sungu þjóðsönginn einróma er þeir yfirgáfu leikvanginn Stuðningsmenn landsliða Frakklands og Þýskalands, sem voru samankomnir á Stade de France þegar árásarmennirnir í París frömdu ódæði sín í nótt, sameinuðust í söng þegar þeim var sagt að yfirgefa leikvanginn. 14. nóvember 2015 08:49 ISIS lýsir yfir ábyrgð Samtökin hafa gefið út yfirlýsingu þar sem þau segjast hafa ráðist á „höfuðborg viðurstyggðar og spillingar.“ 14. nóvember 2015 11:36 Hollande:Árásirnar eru stríðsyfirlýsing af hálfu ISIS Frakklandsforseti segir að ISIS standi á bak við hryðjuverkaárásirnar í París. Búið er að lýsa yfir þriggja daga þjóðarsorg í Frakklandi. 14. nóvember 2015 10:21 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Fleiri fréttir Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Sjá meira
Utanríkisráðherra: Hugur okkar er hjá Frökkum Engar fregnir hafa borist af Íslendingum sem lent hafa í hryðjuverkaárásinni í París. 14. nóvember 2015 00:56
„Var skíthrædd á vellinum“ Anna Lára Sigurðardóttir var stödd á knattspyrnuleik Frakklands og Þýskalands þegar hryðjuverkin voru framin um alla Parísarborg 14. nóvember 2015 00:54
Francois Hollande segir árásirnar hrylling Francois Hollande Frakklandsforseti ávarpaði frönsku þjóðina í kvöld og talaði um hryðjuverkaárásirnar á Parísarborg. 14. nóvember 2015 00:30
Sýna Frökkum stuðning með að lýsa byggingar með fánalitunum Frakkar eru ekki einir í baráttunni. 14. nóvember 2015 02:23
Íslendingur sat að snæðingi nærri skotárás í París Sigurður Árni Sigurðsson myndlistamaður var staddur á veitingahúsi í götunni þar sem ellefu létust í skotárás í tíunda hverfi Parísar í kvöld. 13. nóvember 2015 23:21
Sungu þjóðsönginn einróma er þeir yfirgáfu leikvanginn Stuðningsmenn landsliða Frakklands og Þýskalands, sem voru samankomnir á Stade de France þegar árásarmennirnir í París frömdu ódæði sín í nótt, sameinuðust í söng þegar þeim var sagt að yfirgefa leikvanginn. 14. nóvember 2015 08:49
ISIS lýsir yfir ábyrgð Samtökin hafa gefið út yfirlýsingu þar sem þau segjast hafa ráðist á „höfuðborg viðurstyggðar og spillingar.“ 14. nóvember 2015 11:36
Hollande:Árásirnar eru stríðsyfirlýsing af hálfu ISIS Frakklandsforseti segir að ISIS standi á bak við hryðjuverkaárásirnar í París. Búið er að lýsa yfir þriggja daga þjóðarsorg í Frakklandi. 14. nóvember 2015 10:21