Erlent

Utanríkisráðherra: Hugur okkar er hjá Frökkum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gunnar Bragi segir á Twitter að hugur sinn sé hjá frönsku þjóðinni.
Gunnar Bragi segir á Twitter að hugur sinn sé hjá frönsku þjóðinni. Vísir/AFP
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segist vera í miklu uppnámi vegna hryðjuverkaárásanna í París í kvöld. Hryðjuverkin hafa verið fordæmd af þjóðarleiðtogum um heim allan og má nefna Barack Obama Bandaríkjaforseta, David Cameron, forsætisráðherra Breta, og Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna.

Töluvert er um Íslendinga í París og hefur Vísir rætt við nokkra í kvöld eins og sjá má neðst í fréttinni. Andri Lúthersson, deildarstjóri hjá upplýsingamiðstöð utanríkisráðuneytisins, segir ráðuneytið ekki hafa haft neinar spurnir af Íslendingum sem hafa lent í árásinni.

„Við fylgjumst átekta með og minnum á neyðarsíma ráðuneytisins sem er opinn eins og alltaf, allan sólarhringinn,“ segir Andri. Hans fólk fylgist átekta með og sé að grennslast fyrir um Íslendinga á svæðinu. Neyðarsími ráðuneytisins er 545-9900 hafi fólk ábendingar um Íslendinga á svæðinu.


Tengdar fréttir

„Var skíthrædd á vellinum“

Anna Lára Sigurðardóttir var stödd á knattspyrnuleik Frakklands og Þýskalands þegar hryðjuverkin voru framin um alla Parísarborg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×